SunnudagsMogginn - 25.12.2011, Blaðsíða 14

SunnudagsMogginn - 25.12.2011, Blaðsíða 14
14 25. desember 2011 Hæ Steven. Ég hef leitað að þér öðruhverju undanfarin ár og tel aðég sé dóttir þín. Ég heiti Hrafnhildur og fæddist í Reykjavík, Ís- landi, í október 1971. Ég er ekki að fara fram á neitt en það myndi gleðja mig ef þú svaraðir skilaboðum mínum. Takk og bestu kveðjur, Hrafnhildur.“ Hjartað sló örar í brjósti Hrafnhildar Sesselju Mooney þegar hún ýtti á „enter“ á lyklaborðinu þetta örlagaríka kvöld í mars 2009. Hún hafði sent bláókunnugum manni í Bandaríkjunum, sem hún hafði rökstuddan grun um að væri faðir sinn, skilaboð í fyrsta sinn á Facebook og hafði ekki hugmynd um hver viðbrögðin yrðu. „Ég vaknaði snemma morguninn eftir, af allt öðrum ástæðum, en ákvað að líta inn á Facebook ef ske kynni að hann hefði svarað,“ rifjar Hrafnhildur upp. Og viti menn. „Hrafnhildur. Ef mamma þín heitir Yona [Jóna] þá passar það. Það eru væntanlega ekki margar Hrafnhildar Mooney á Íslandi. Ég vil endilega fá að vita meira um þig og þú án efa um mig. Þá er ekki eftir neinu að bíða. Ég skal reyna að finna einhverjar myndir fyrir þig. Steve.“ Samband var komið á. Oft kölluð Mooney Það var aldrei neitt leyndarmál að Hrafn- hildur ætti bandarískan föður. Hún hefur alla tíð verið kennd við hann, þennan dularfulla Mooney. „Margir kalla mig ein- faldlega Mooney. Ég held það hafi byrjað í Verzló, þannig að faðernið hefur alltaf verið nálægt enda þótt maðurinn sjálfur hafi verið fjarlægur,“ segir hún. Móðir Hrafnhildar, Jóna S. Bjarnadótt- ir, kynntist Steven Xavier Mooney í New York þar sem þau bjuggu bæði en svo kom Jóna heim til Íslands til að eiga Hrafnhildi. „Þau voru í sambandi og samskiptum fyrstu mánuðina á eftir, þannig að hann vissi af mér en síðan slitnaði sambandið alveg.“ Jóna kynntist öðrum manni og eign- uðust þau saman dótturina Láru, sem er fjórum árum yngri en Hrafnhildur. „Síðan skildu þau og við fluttum í sama hverfi og amma og afi. Ég var mikið hjá þeim og þegar mamma flutti úr hverfinu atvikaðist það einhvern veginn þannig að ég ílengd- ist hjá þeim,“ útskýrir Hrafnhildur. „Ég er því alin upp hjá ömmu og afa en mamma var þó alltaf mikið á heimilinu og lék áfram stórt hlutverk í mínu lífi.“ Hrafnhildur á líka bróðurinn Bjarna Þór. Þetta var ekkert mál Sem barn kveðst hún aldrei hafa velt föður sínum sérstaklega fyrir sér. „Ég vissi að hann byggi í Bandaríkjunum, sennilega New York. Það var allt og sumt – og raun- verulega nóg á þeim tíma. Það hljómar kannski skringilega en ég man bara ekkert eftir að hafa spáð í þetta. Ég var bara venjulegur kátur krakki og átti mína fjöl- skyldu og sem yngsta barnið hjá ömmu og afa var ég líklega ofdekruð,“ segir Hrafn- hildur hlæjandi. Vafalaust hefur það líka spilað stóra rullu að Hrafnhildur hefur alla tíð haft mjög skýra sjálfsmynd. „Ég hef alltaf vitað hver ég er og mér hefur aldrei liðið eins og það vanti eitthvað. Ég veit ekki ... ég er líka frekar jákvæð og bjartsýn að eðlisfari, kannski spilar þetta bara allt saman.“ Hún segir málið aldrei hafa verið íþyngj- andi, raunar hafi meira verið spaugað með það. „Í gegnum tíðina hef ég ósjaldan verið spurð hvort ég væri skyld Ellen Mooney húðsjúkdómalækni. Ég fór meira að segja einu sinni til hennar þegar ég var krakki. Man ekki eftir að ég hafi spáð eitthvað sér- staklega í það, fannst bara fyndið að hún héti sama nafni. Við erum ekkert skyldar, kannski ágætt að það komi fram í eitt skipti fyrir öll,“ segir hún og hlær. Hún rifjar upp aðra skondna sögu. „Ein- Hey Mooney, er þetta pabbi þinn! Fyrstu 37 árin í lífi sínu vissi Hrafnhildur Sesselja Mooney það eitt um föður sinn að hann væri Bandaríkjamaður og héti Steven X. Mooney. Hún hafði ekki leitað markvisst að honum en þegar hann dúkkaði upp á Snjáldru (Facebook) kvöld eitt fyrir tæpum þremur árum lét hún slag standa. Sendi honum línu. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Texti: Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Viðtalsmyndir: Árni Sæberg saeberg@mbl.is

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.