SunnudagsMogginn - 25.12.2011, Blaðsíða 39
25. desember 2011 39
bara jákvætt. „Þær gera oft allt rétt en stundum ekki.
Það er gott því það sýnir að þetta eru þær sjálfar sem eru
að róta í fataskápnum. Þær eru ekki með einhvern sem
segir þeim fyrir verkum og lætur þær vita hvað sé í tísku
þá stundina. Þetta kemur frá þeim, þetta er í eðlinu.
Sjáðu bara hvað þeim hefur tekist að gera með [fata-
merki sín] The Row og Elizabeth and James. Þær eru
áhrifamikið tískuveldi.“
Ennfremur er varpað ljósi á systur með ólíkan stíl eins
og Rooney og Kate Mara. Blaðið segir Rooney, sem leik-
ur Lisbeth Salander í bandarísku endurgerðinni, líta
stundum út fyrir að vera „goth Lína langsokkur“ og á
meðan Kate er sögð „endurspegla glæsileika Holly-
wood-stjarna fyrri ára“.
Leikarasysturnar Elle og Dakota Fanning eru líka sér-
staklega stællegar systur. Þær prýða ennfremur desem-
berforsíðu tímaritsins W þannig að systur tröllríða öllu
um þessar mundir.
Ólíkar en báðar töff
„Það var spennandi að skoða hversu ólíkur stíll systra
getur verið. Við fórum þá að velta fyrir okkur stællegum
systrum sem líta vel út saman en líka hver í sínu lagi.“
Hin litríka Solange Knowles, litla systir poppstjörn-
unnar, hefur tekið áhættu í tískunni en hún hefur meðal
annars rakað af sér hárið og verið dugleg við að klæðast
litríkum fötum og blanda saman munstrum. Hún sagði í
viðtali við Vogue að stíll þeirra beggja væri að þróast og
færast sífellt nær hvor öðrum. „Ég fékk aldrei lánuð föt
frá henni þegar við vorum að vaxa úr grasi,“ sagði hún.
„En núna er minn stíll orðinn aðeins hófstilltari og hún
er orðin ævintýragjarnari.“
Fanning-systurnar á forsíðu W.
’
Vogue tekur fyrir stællegar
systur sem líta vel út saman
en taka sig líka vel út í hver í
sínu lagi.
Hinar konunglegu Pippa Middleton og Katrín hertogaynja af Cambridge.
Aldrei skal láta tækifæri til tilfinningasemi sér úrgreipum ganga. Aldrei skal spara knús og kossa.Aldrei skal halda í sér löngun til að segja eitthvaðfallegt.
Þeir sem hafa af einhverjum ástæðum á samviskunni að
hafa snertisvelt sína nánustu á árinu sem er að líða, eða allt of
sjaldan vikið að þeim hlýjum orðum, skulu bæta úr því hið
snarasta.
Leyfið blíðunnar orðum að vakna til lífsins á tungunni og
hleypið þeim út. Undan þeim
spretta blómin.
Opnið faðminn hlýja, strjúkið,
klappið, kyssið.
Gefið.
Af ykkar eigin mannakjöti og
sálarsól.
Jólin eru sannarlega rétti tíminn
til að bæta upp fyrir snertisvelti, en
þeir sem lifa við slíkt hungur vesl-
ast upp að innan og verða sem
slútandi urt á mel.
Þó að við höldum að við þolum
hvað sem er og getum verið svöl er staðreyndin sú að við þríf-
umst ekki án snertingar við aðrar manneskjur og þess að sýna
tilfinningar okkar.
Hún Elísabet Jökulsdóttir orðaði þetta svo ágætlega um
daginn þegar hún sagði: „Við verðum að fá að sýna tilfinn-
ingar til að þurfa ekki að drekka, þurfa ekki að vera geðveik,
fá kvíðaröskun.“
Gunnar Dal hitti líka naglann á höfuðið þegar hann sagði
einhverju sinni: Sá sem ekki þorir að vera væminn, hann
missir af miklu í lífinu.
Þetta er aldrei of oft áréttað.
Lífið er stutt, ekki geyma það góða til morguns.
Lífið er líka svo brothætt.
Styrkjum það með blíðskap.
Kyndum undir ástarinnar logum, á jólunum sem og á öllum
hversdagsins stundum.
Syngjum:
Ást, ást, ást snemma að morgni.
Ást, ást, ást, seint að kvöldi.
Ást, ást, ást
dag og nótt.
Ástin er eins og hitasótt.
Tralllalalllalalllalla …
GLEÐILEG JÓL!
Ást á jólum
’
Kyndum
undir
ástar-
innar logum,
á jólunum sem
og á öllum
hversdagsins
stundum.
Stigið í
vænginn
Kristín Heiða
khk@mbl.is
ar Bjarnason hrossaræktarráðunautur en sá síðarnefndi áritaði Ættbók
og sögu íslenska hestsins.
Fyrir jólin 1982 mætti Albert Guðmundsson, alþingismaður og ráð-
herra, í veitingahúsið Fell í Fellagörðum í Breiðholti í Reykjavík og las
þar upp úr ævibók sinni, sem Gunnar Gunnarsson, fréttamaður á Út-
varpinu, skráði. Þá má finna auglýsingu í Morgunblaðinu 1986 en fyrir
þau jól kom út bókin Bjargið klifið – minningar bjargveiðimannsins
Hlöðvers Johnsen, Súlli á Saltabergi eins og hann var jafnan kallaður
lét sig þá síga niður af þaki stórhýsisins Austurstrætis 18 og niður á
gangstétt. „Þegar eftir lendingu byrjar hann svo að árita bók sína,“
sagði í kynningu Eymundsson.
Í sögulegu ljósi eru bækur alveg ágætur aldarspegill. Sú var tíðin að
íslenskar spennusögur sáust ekki enda voru glæpir næsta fjarlægir í
lognstillu þess þjóðfélags sem eldra fólk minnist. Glæpasögurnar voru
innfluttar og ekkert skoraði hærra en sögur eftir Alistair McLean. Ið-
unn gaf þessar bækur út og þær seldust eins og heitar lummur, svo al-
þekkt orðalag sé notað.
Rithöfundurinn. Það er engin goðgá að nefna Halldór Laxness svo;
hann var fremstur meðal jafningja sinna og skal því skrifaður með
ákveðnum greini. Hann var ræstur út fyrir jólin 1984 og sat dagstund
og áritaði bók sína Og árin líða. Fékk bókin góðar viðtökur en hún var
safn greina, erinda og bréfa höfundarins frá liðnum árum, þar sem
fjallað var um t.d. bókmenntir, þjóðernismál og kirkjusögu. Bókin Af
menníngarástandi sem var af svipuðum meiði kom út tveimur árum
síðar – en eftir það varð hljóðara um höfundinn sem setti svo sterkan
svip á samtíma sinn.
Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is
’
Sú var tíðin
að íslenskar
spennusögur
sáust ekki.
Ásgeir Sigurvinsson
Jon Bon Jovi vill
að allir viti að
fregnir af dauða
hans séu stórlega
ýktar. Blogg-
færsla sem
greindi frá því að
hann hefði látist
úr hjartaáfalli þyrl-
aði upp miklu
slúðurveðri á
samskiptasíðunni
Twitter í vikunni.
Til að stöðva orðróminn birti söngvarinn
meðfylgjandi mynd af sér á Facebook en á
spjaldinu stendur: „Himnaríki lítur frekar
mikið út eins og New Jersey.“ Guði sé lof!
Jon Bon Jovi
er ekki allur!
25 ára gamall
penni fannst í
maga 76 ára
gamallar konu
þegar hún leitaði
læknis vegna
magavandamála. Penninn var þó ekki or-
sök heilsufarsvandamála konunnar en var
engu að síður fjarlægður. Penninn var í not-
hæfu ástandi eftir allan þennan tíma. Kon-
an hafði óvart gleypt pennann þegar hún
datt á meðan hún var að skoða ofan í kokið
á sér en þá fannst penninn ekki í röntgen-
myndatöku.
Með penna
í maganum