SunnudagsMogginn - 25.12.2011, Blaðsíða 40
40 25. desember 2011
Lífsstíll
Kannski bara hugsanlega er ég búin að
jóla yfir mig. Í það minnsta að borða yfir
mig. Ég er ekki viss um að ég þori að
skrifa mikið meira hér um mat. Móðir
mín er í það minnsta farin að hafa dálitlar
áhyggjur af þessu. En jæja.
Í dag er aðfangadagur og væri ég sex
ára þá yrði þessi dagur ógurlega lengi að
líða. Nú líður dagurinn frekar aðeins of
hratt. Eftir að hafa sofið út fram að
möndlugraut þarf að skreppa með
nokkra pakka. Svo þarf að fara í jólabaðið
og gera sig fínan. Enda á helst að vera sest
að borðum þegar klukkan slær sex. Mér
finnst jólin enn jafn notaleg og skemmti-
leg. Þó svo að barnatilhlökkunin komi
líklegast ekki aftur. Jólin eru bara svo
fallegur tími. Tími til að vera þakklátur
fyrir fólkið í kringum sig og hafa það
notalegt við skímu kertaljósins.
Aðfangadagur er hátíðlegur og alveg
sérstakur. Eftir því sem líður á kvöldið
færist sífellt meiri ró yfir. Fáir eru á ferli
úti enda flestir inni að lesa jólabókina eða
spila og borða konfekt. Já, ég vissi að ég
gæti ekki algjörlega sleppt því að tala um
mat. Á aðfangadag er lífsnauðsynlegt að
gúffa í sig góðum slatta af konfekti og
kökum í kvöldkaffinu. Það er ótrúlegt
hversu miklu maður kemur niður eftir
allar kræsingarnar fyrr um kvöldið.
Held að einmitt á þeim tímapunkti geti
maður verið ánægður með gott aðventu-
át. Það er jú búið að víkka magann og
teygja þannig að ofan í honum rúmast
mun meira en áður. Dálítið eins og í
kvikmyndinni Santa Claus þar sem
jólasveinninn fær stóra bumbu og
skegg. Einhvers staðar verður hann jú
að koma fyrir smákökunum. Svo eftir
jólin mætti maginn bara alveg minnka
aftur. En það gerist víst ekki af sjálfu
sér. Þangað til tekist er á við það vanda-
mál óska ég ykkur öllum gleðilegra jóla
og vona að þið eigið notalega stund í
faðmi fjölskyldunnar. Munið að allt er
gott í hófi nema á jólunum. Þá er langbest
að kýla vömbina eins og maður getur.
Hóhóhó og gleðileg jól elskurnar mínar ! Látið ykkur ekki bregða, greinarhöfundur má aftur ná eðlilegu útliti eftir jólin. ’
Held að einmitt
á þeim tímapunkti
geti maður verið
ánægður með gott aðventu-
át. Það er jú búið að víkka
magann og teygja. Ó, þið jól með konfekti
Lífið og
tilveran
María Ólafsdóttir
maria@mbl.is
Þið hélduð kannski að
ég ætlaði ekkert að
skrifa um mat hér í
dag? Þar höfðuð þið
rangt fyrir ykkur. Nú
fyrst byrjar ballið af
alvöru. Gleðileg jól!
Ef þú ert alveg búin/n að ofkeyra
þig á jólastressi og heldur að þú
eigir eftir að sofna ofan í jólamat-
inn er kannski kominn tími til að
hugsa sinn gang. Þú hefur enn
daginn í dag til að slappa af og
snúa dæminu við. Hér koma góð
ráð við þreytu í augum annars
vegar og hins vegar streitulos-
andi eldamennsku, tekin úr bók-
inni 1001 Leið til að slaka á, eftir
Susannah Marriott, gefinni út af
Sölku.
Ef þú þjáist af augnþreytu eftir
vinnu er gott að leggja fingur-
góma baugfingurs við augun, rétt
við nefið og þrýsta léttilega.
Færðu síðan fingurinn jafnt og
þétt til hliðar og þrýstu laust
stöku sinnum þar til þú kemur að
gagnaugunum og gerðu þá hring-
laga hreyfingar stutta stund.
Dansandi kokkur
Það er ómissandi að hlusta á tón-
list við eldamennskuna og enn
betra að dansa með. Veldu
ástríðufulla tónlist eins og t.d.
með Ninu Simone eða Mary J.
Blige eða með sjóðheitu gleði-
sveitinni Jagúar. (Nú eða bara þitt
uppáhald úr geisladiskarekk-
anum til að hrista þig við yfir jóla-
matnum. Það er algjörlega endur-
nærandi að hrista kroppinn sinn
við og við í trylltum dansi.) Eftir
þetta allt saman ætti afslöppunin
nú að fara að gera vart við sig.
Annars má líka fá sér eitt rauð-
vínsglas og smá konfekt með.
Það dugar ágætlega á stressið í
hófi.
Það er fínt að skekja sig og hrista við eldamennskuna, þannig losar maður um mikla streytu.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Hressandi eldamennska á jólum
Framundan er jólanóttin þegar allt
er kyrrt og hljótt. Eftir at aðventu
og aðfangadagskvöld verður oft
dálítið spennufall. Ekki bara hjá
börnunum sem nú eru búin að
opna alla pakkana. Heldur líka hjá
þeim fullorðnu sem fá nú smátíma
til að teygja úr sér og setja tærnar
upp í loft eftir undirbúning fyrir
jólahátíðina.
Það er um að gera að njóta jóla-
næturinnar. Ef veðrið er gott getur
jafnvel verið notalegt að fá sér
smágöngutúr fyrir svefninn. Þá fær
maður frískt loft í lungun og sefur
enn betur.
Jólanóttin er líka tilvalin bóka-
nótt. Þá er kominn tími til að vaka
fram eftir og njóta þess að lesa
jólabækurnar. Kannski með smá-
konfekt við höndina eða annað
gotterí. Allir eru komnir í jólanátt-
fötin, kannski einhverjir í nýjan
slopp, og nú er bara að slappa af
og hafa það gott.
Síðastliðin ár hef ég reyndar
tekið eftir því að þolið hefur minnk-
að. Nú get ég ekki vakað alveg til
þrjú eða fjögur við lestur eins og
ég gerði. Ég mun þó reyna hvað ég
get til að komast alla vega í þriðja
kafla. Best samt kannski að snúa
ekki sólarhringnum algjörlega við.
Það gæti tekið fram í febrúar að
snúa honum við aftur.
Hjóð jólanótt