SunnudagsMogginn - 25.12.2011, Blaðsíða 6

SunnudagsMogginn - 25.12.2011, Blaðsíða 6
6 25. desember 2011 Kim Jong-Il, leiðtogi Norður- Kóreu, lést á laugardegi. Lát hans var ekki tilkynnt fyrr en á mánudegi. Hann var því látinn í tvo daga án þess að nokkuð spyrðist. Ekki einu sinni orðróm- ur komst á kreik. Sennilega ríkir hvergi meiri leyndarhyggja en í Norður-Kóreu. Íbúar landsins mega ekki ferðast úr landi og vel er fylgst með gestum og passað upp á að þeir fari ekki út fyrir höfuðborgina. Þess er vandlega gætt að íbú- ar landsins hafi ekki aðgang að alnetinu, en einhvers konar innra net mun á boðstólum fyrir þá fáu, sem hafa aðgang að tölvum. Erlend ríki geta aðeins notast við gervihnetti til að fylgjast með gangi mála í Norður-Kóreu og það hefur sína annmarka. Yfirmaður suðurkóresku leyni- þjónustunnar, Won Sei-Hoon, notaði þó gervihnattamyndir til að bera brigður á frásögn norð- urkóreskra stjórnvalda af andláti Kims Jong-ils. Sagt var að hann hefði dáið úr hjartaslagi í lest á landsbyggðinni. Sagði hann að myndir sýndu hins vegar að lest- in hefði verið kyrrstæð í Pyon- gyang þegar andlátið bar að. Won hefur verið harðlega gagn- rýndur fyrir að hafa ekki vitað af andlátinu. Ekkert spyrst í landi leyndarhyggjunnar Gervihnattamynd sýnir ljósahafið í Suður-Kóreu og Japan. Lýsingin er minni í Kína, en í Norður-Kóreu er hún nánast engin. Reuters Þegar Kim Jong-Il fæddist fagnaði náttúr-an og spruttu fram regnbogar. Þegarhann féll frá rak náttúran upp harma-kvein. Óvenju háir brestir heyrðust í ísnum á Chon-vatni á Paektu-fjalli, sem á sér- stakan sess í Norður-Kóreu vegna þess að þar barðist Kim Il-Sung með skæruliðum sínum gegn Japönum. Síðan brast á blindbylur. Þegar veðrinu slotaði sáust skilaboð í fjallshlíðinni í bjarma morgunsólarinnar: „Paektu, heilagt fjall byltingar. Kim Jong-Il.“ Í bænum Hamhung sást mansjúríutrana hnita þrjá hringi umhverfis styttu af Kim Jong-IL og setjast síðan á trjágrein „þar sem hún sat langa stund og drúpti höfði … jafnvel tranan virtist syrgja fráfall Kims Jong-Ils, fædds af himnum, eftir að hafa flogið þangað mitt um kalda nótt, og ekki geta gleymt honum“. Þannig frásagnir heyrast í norðurkóreskum rík- isfjölmiðlum vegna fráfalls Kims Jong-Ils, sem að líkindum lést á laugardag fyrir viku. Ótrúlegar myndir hafa verið sýndar af harmi slegnum Norður-Kóreumönnum. Fólk sést skjálfa og titra, kasta sér niður og lemja jörðina með hnefunum. Ríkisfjölmiðlar í Norður-Kóreu sögðu að himinn og jörðu skylfu undan harmagrátnum. Fólk, sem hefur flúið frá Norður-Kóreu, segir að ekki sé allt sem sýnist. „Sá, sem grætur ekki fyrir framan sjónvarpsmyndavélarnar, á á hættu að verða stimplaður afturhaldssinnað úrhrak,“ sagði Hong Sun, sem flúði til Suður-Kóreu frá Norður- Kóreu árið 2000. „En heima fyrir munu færri gráta og kveina út af andláti leiðtogans.“ Í Norður-Kóreu er allt gert til að ýta undir leið- togadýrkun. Hin hugmyndafræðilega innræting hefst við fæðingu. Kim Seung-Eun, prestur í Suð- ur-Kóreu, hefur hjálpað mörgum flóttamönnum frá norðri. „Það er skylda Norður-Kóreumanna að taka þátt í mikilvægum þjóðarviðburðum á borð við minningarathafnir vegna Kims,“ segir hann. „Ef þeir hlýða ekki eiga þeir á hættu að verða sendir í hugmyndafræðilega innrætingu eða jafnvel fang- elsi.“ Hann segir að sorg háttsettra embættis- manna í stjórnkerfinu, flokknum og hernum kunni að vera raunveruleg, sem og forréttinda- stéttarinnar í höfuðborginni Pyongyang, sem makað hefur krókinn á samböndum sínum við stjórnina, en meðal almennings sé hollustan lítil. Svipað ástand ríkti í Norður-Kóreu þegar Kim Il-Sung lést árið 1994. Þá var almenningi sagt að hver og einn þyrfti að sýna sorg sína á stöðum þar sem hans væri minnst í það minnsta einu sinni á dag. Nú hafa stjórnvöld sagt fólki að það þurfi að sýna sorg sína þrisvar á dag. Ber þetta að sögn sér- fræðinga óvissu stjórnvalda um ítök sín vitni. Kim Young-Soo, sérfræðingur við Sogang- háskóla í Seúl í Suður-Kóreu, segir að íbúum Norður-Kóreu hafi verið innrætt að þeir þurfi að sýna mikla sorg þegar leiðtogi falli frá til þess að ekki vakni grunsemdir um óhollustu. „Þeir hafa lært af reynslunni að þeim mun meiri sorgar- viðbrögð, því betra,“ sagði hann og bætti við að þegar myndavélar væru annars vegar kepptust menn um að vera hver öðrum dramatískari. Nú er norðurkóreska áróðursvélin tekin til við að hlaða undir persónudýrkun arftakans, Kims Jong-uns, yngsta sonar Kims Jong-Ils. Harmagráturinn ræðst af ótta Segja náttúruna syrgja Kim Jong-Il jafnt sem almenningur Syrgjendur minnast Kims Jong-Ils í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu. Reuters Feðgarnir Kim Jong-un (2. f.v.) og Kim Jong-Il (lengst t.h.) á hersýningu í Pyongyang í september. Reuters Vikuspegill Karl Blöndal kbl@mbl.is „Í örbirgðar- og kúgunarríki framtíðarinnar, sem George Orwell lýsti í bók sinni 1984, sagði hann að eini liturinn yrði á áróðursspjöldum,“ skrifar Barbara Demick í bók sinni Engan þarf að öfunda um dag- legt líf í Norður-Kóreu. „Þann- ig er veruleikinn í Norður- Kóreu. … [Kim Il-Sung] er sól- in.“ Kim Il-Sung er sólin Matarsendingar til útlanda Láttu okkur sjá um alla fyrirhöfnina – útvega vottorð, pakka og senda. Evrópa: 19. desember USA og Kanada: 19. desember Önnur lönd: 19. desember Síðustu dagar til að senda jólamat til útlanda fyrir jól KL AS SÍS KT Á JÓLUNUM B R E G ST A L D R E I M E Ð N Ó AT Ú N I www.noatun.is

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.