SunnudagsMogginn - 25.12.2011, Blaðsíða 22
22 25. desember 2011
Mörgum var mjög brugðið sem lásuúttekt í Sunnudagsmogganum umhvernig félagsskapurinn Vantrúhafði beitt sér gegn kennara í Há-
skóla Íslands. Svo ógeðfellt sem það var bættist
annað við. Það sást inn í heim harðsnúins hóps,
sem einskis sveifst og hældist um á lokuðum vef
sínum yfir því hvernig tekist hefði með þrýstingi
og ógnunum að hræða vafrandi og veikluð stjórn-
völd til að fara að vilja þeirra. Meirihluti borg-
arstjórnar, skipaður Samfylkingu og svo kölluðum
„Besta flokki“, er sláandi vitnisburður um að hinn
harðsnúni hópur er ekki að hreykja sér að ástæðu-
lausu.
Þjóðkirkja og trúfrelsi
Það er á hinn bóginn ekki hægt að finna að því að
borgarar landsins hafi á því ólíkar skoðanir hvort
það standist að í landinu skuli í senn vera trúfrelsi
og ríkiskirkja, og hvort tveggja sé varið í stjórn-
arskrá landsins. Reynslan sýnir að á meðan farið
er að með gát getur slíkt farið saman. Sem betur
fer er litið svo á að einstaklingurinn einn geti, hátt
eða í hljóði, kveðið upp úr um það hvort hann að-
hyllist guðstrú af einhverjum toga. Þetta hefur þó
ekki alltaf verið sjálfgefið hér á landi. Öfga-
kenndur angi af þeim augljósa skorti á umburð-
arlyndi eru galdrabrennur á liðnum tímum, raun-
ar skemmra undan í sögunni en margur ætlar. En
þótt slík dæmi séu hér lukin myrkri sögu eru enn
þá til handhafar valds. sem í skjóli laga og réttar
framfylgja slíku „réttlæti“ út í æsar. Reglulega
berast fréttir af því frá einu ríkasta olíuríkinu, að
fólk hafi verið hálshöggvið fyrir að afneita Trúnni,
og raunar nú nýlega fyrir að hafa stundað galdra
og kukl. Úr öðru ríki, aðeins austar, berast reglu-
lega myndir þar sem menn hanga í snörum niður
úr gálgum kranabíla, öðrum til viðvörunar. Slíkar
fréttir vekja furðulítil viðbrögð á Vesturlöndum,
af einhverjum ástæðum. Vestrænir stjórn-
málaleiðtogar úr röðum kvenna, þ.m.t. íslenskir,
vefja sig inn í slæður, ef þeir þiggja opinber heim-
boð til höfuðríkis slíkrar hegðunar, í þeim göfuga
tilgangi að særa ekki blygðunarkennd viðkvæms
tilfinningalífs gestgjafana. Þeirra sömu sem hýða
konur opinberlega fyrir meint framhjáhald, eða að
þær hafi reynt að fara í ferðalag til útlanda án sam-
þykkis, föður, eiginmanns eða bróður, eftir því
sem við á, svo ekki sé minnst á þær sem sýnt hafa
óvenjulega staðfastan brotavilja gegn landsins
lögum, með því að setjast undir stýri á bifreið. Eft-
ir „vorið“ í nokkrum ríkjum araba virðist sem
þróunin sé fremur í þessa átt en frá henni. Á Vest-
urlöndum er umburðarlyndi gagnvart trúarskoð-
unum aðflutts fólks mikið, eins og það á að vera.
En það fer yfir mörk þegar stjórnmálamenn og
jafnvel lögvísindamenn leitast við að stuðla að því
að slíkir hópar geti stuðst við trúarbókar-lög í
einkaréttarlegum deilum og jafnvel þeim sem telj-
ast til annarra sviða lögfræðinnar. Og það er eft-
irtektarvert að sífellt ber meira á því í hinum sömu
löndum að þrengt sé að starfsemi sem tengist
kristinni trú og amast við iðkendum hennar. Og
það er ekki bara hér á landi sem fyrirsvarsmenn
kristinnar kirkju hafa gefist upp og treysta sér
ekki lengur til að snúast til varnar. Það vakti mikla
athygli í Bretlandi nýlega þegar breski forsætis-
ráðherrann fann að því opinberlega að höfuð bisk-
upakirkjunnar bresku, erkibiskupinn af Kant-
araborg, bæri vart lengur við að bera blak af kirkju
sinni á forsendum hennar sjálfrar, í öllum þeim
ágangi sem á henni dynur. Seint hefði Hinrik 2.
gert athugasemdir í þessa átt við Becket, enda
urðu vinslit þegar sá dásamlegi drykkjubróðir
varð eftir biskupsútnefninguna sem umskiptingur
og fylgdi fremur kirkju sinni en kóngi.
Tvær kirkjur lagðar af í viku hverri
Hið virðulega þýska vikurit segir frá því í að-
ventulok með nokkurri velþóknun að nú séu tvær
kirkjur lagðar af í viku hverri í því blauta landi
Hollandi. Og það er eftirtektarvert hvað um þau
húsakynni verður. Greinarhöfundur upplýsir að
hinar niðurlögðu kirkjur séu rifnar, breytt í
moskur, verslanir eða vöruhús og þar fram eftir
götunum. Einni hafi þannig verið breytt í skauta-
höll. Fólk úr samanskroppnum söfnuðum, sem
ekki hafi lengur risið undir kirkjurekstri, en hafi
taugar til þess sem var, fær að bjóða í innvolsið úr
kirkjunum, og gefur höfundur upp verð og lengd á
kirkjubekkjum og þess háttar. Jafnframt segir
hann frá því hver fækkunin sé í mótmælenda-
kirkjunni í Hollandi og reiknar út að þar verði
enginn eftir, haldi áfram sem horfir, árið 2050.
Ekki er þetta beint uppörvandi á aðventunni. En
samt er ekki endilega víst að teiknin vísi á endalok
kirkju Krists í heimi. Þar hefur að jafnaði ekki ver-
ið mikið dansað og síst á rósum. Fyrstu áratugina
og raunar aldirnar eftir hin fyrstu jól merkti kirkja
ekki hús í öðrum skilningi en þeim að þar sem
söfnuður trúaðra kom saman undir merki Krists,
þar var þá stundina kirkja. Gilti einu þótt þakið
yfir því fólki væri himinhvolfið. Stundum var vald
kirkjuhöfðingja á hinn bóginn mikið, helgidóm-
urinn stóð í veraldlegum upphæðum og Kirkjan,
sem stofnun, safnaði jarðneskum auði, svo fáir ef
nokkur átti slíka. Það þýddi þó ekki endilega að þá
stæði kirkjan á hátindi og rækti hlutverk sitt vel
eftir því eina umboði sem hún hefur fengið til
þess. En með sama hætti standa dæmin mörg til
þess að þegar að reynt var með afli og þunga að
Reykjavíkurbréf 23.12.11
Það er fátt nýtt undir sólinni n