SunnudagsMogginn - 25.12.2011, Blaðsíða 45

SunnudagsMogginn - 25.12.2011, Blaðsíða 45
25. desember 2011 45 LISTASAFN ÍSLANDS Söfn • Setur • Sýningar ÞÁ OG NÚ 22.9.-31.12. 2011 SAFNBÚÐ JÓLAGJÖF LISTUNNANDANS. SÚPUBARINN 2. hæð Hollt og gott í hádeginu! OPNUNARTÍMAR UM HÁTÍÐARNAR Opið 23. des. og 27.-30. des. BESTU JÓLA- OG NÝÁRSKVEÐJUR! Starfsfólk Listasafns Íslands Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, OPIÐ daglega kl. 11-17, lokað mánudaga. Allir velkomnir! www.listasafn.is ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ Þúsund ár - fjölbreytt verk úr safneign Listasafns Íslands frá 19. öld til nútímans. Fyrsti áfangi nýrrar grunnsýningar um þróun íslenskrar myndlistar. „Óskabarn – Æskan og Jón Sigurðsson“ Sýning um æsku og lífsstarf þjóðhetjunnar, undirbúin í samvinnu við Afmælisnefnd Jóns Sigurðssonar. Sýningin höfðar sérstaklega til barna og ungs fólks á skólaaldri. Áhugaverður viðburður fyrir alla fjölskylduna. Handritin – Saga þeirra og hlutverk um aldir. ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ, Hverfisgötu 15, Reykjavík Opið daglega kl. 11.00-17.00. www.thjodmenning.is ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS Gleðileg jól! Þjóðminjasafn Íslands óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Afgreiðslutími um jól og áramót: Opið kl. 11-12 á aðfangadag til að taka á móti Kertasníki Lokað á jóladag, gamlársdag og nýjársdag Lokað mánudagana 26. desember og 2. janúar Opið aðra daga kl. 11-17 Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200, www.thjodminjasafn.is, thjodminjasafn@thjodminjasafn.is 29. október–30. desember 2011 Samræmi Hildur Bjarnadóttir og Guðjón Ketilsson Fimmtudag 29. des. Kl. 20 Sýningarstjóraspjall Ólöf K. Sigurðardóttir Hamskipti Hildur Yeoman og Saga Sigurðardóttir Opið sem hér segir: 24. og 25. des. Lokað 26. des. kl. 12-17 27. des. Lokað 28. des. kl. 12–17 29. des. kl. 12–21 30. des. kl. 12–17 - Sýningum lýkur. www.hafnarborg.is sími 585 5790 - Aðgangur ókeypis HLUTIRNIR OKKAR (9.6.2011 – 4.3.2012) HVÍT JÓL (28.10.2011 – 15.1.2012) KÆRLEIKSKÚLUR OG JÓLAÓRÓAR (6.12.2011-6.1.2012) Opið alla daga nema mán. kl. 12-17. Verslunin KRAUM í anddyri. Garðatorg 1, Garðabær www.honnunarsafn.is Ég geri ráð fyrir að flestirþeir sem þetta lesa hafiáttað sig á því að JónSigurðsson hefði orðið 200 ára í sumar ef hann hefði lif- að. Fjöldi bóka fyrir börn og full- orðna hefur og komið út um Jón á árinu þar sem rakinn er stjórn- málaferill hans aukinheldur sem menn hafa velt fyrir sér hvaða máli hann skipti fyrir samtímann og einnig hvernig goðsagnaper- sónan Jón Sigurðsson varð til eins og rakið er í merkilegri bók Páls Björnssonar Jón forseti all- ur? Nú vill svo til að ég hef löngum haft dálæti á Jóni forseta Sig- urðssyni og þá einmitt fyrir starf hans sem forseti Kaup- mannahafnardeildar Hins ís- lenska bókmenntafélags 1851- 1879. Undir stjórn Jóns hóf félag- ið nefnilega útgáfu ýmissa merkustu rita íslenskrar bókaút- gáfu, til að mynda Safns til sögu Íslands og íslenzkra bókmennta, sem kom út 1853, Íslenzks forn- bréfasafns sem kom út 1857 og Biskupa sagna sem komu út á árunum 1858-1878. Allt eru þetta perlur í hverju bókasafni og sem bókasafnari frá unga aldri voru þetta þær bækur sem ég hafði mest dálæti á og hef haldið mest upp á þótt ekki eigi ég þær allar í dag; bækur sem gaman var að grúska í, gaman að leita að og gaman að eiga. Af öðrum bókum sem Bókmenntafélagið gaf út undir stjórn Jóns og eru mér jafnan ofarlega í huga má nefna Sálmasöngsbók Péturs Guð- johnsens langa-langa-langafa míns og Mann og konu eftir ann- an langa-langa-langafa, Jón Thoroddsen. Jón var líka skemmtilegur penni, snarpur og fróður skrifari sem lesa má í bréfum hans og greinum um ýmis málefni. Eftir hann liggur þó minna útgefið efni en vert væri. Sem dæmi um ritfærni Jóns bendi ég á skemmtilega og fræðandi grein hans um Alþíng á Íslandi í fyrsta tölublaði Nýrra félagsrita 1842 sem hefst svo: „Varla er sú list, að menn hafi jafn lengi þreytt með óvissum árángri og landstjórn- arlistina. Hinir mestu spekingar sem jörð vor hefir borið hafa hverr eptir annann sagt fyrir landstjórnarreglum, og sumir reynt að framkvæma þær sjálfir, og þó ber öllum saman um, að eitthvað megi með sanni að öll- um stjórnarlögunum finna, þó ekki sé öllum eins ábótavant. Það er því ekki kyn, þótt ýmislegt sé álit manna um það efni, jafnvel þeirra, sem sjálfra sín vegna hvorki skeyta um að bakast við náðargeisla ens einvalda, né að láta skrílinn bera sig a höndum. Enn eru þau lönd, sem siðuð eru kölluð, þar sem menn hafa bun- dizt í að lúta sérhverju boði og banni 12—14 vetra gamals úng- mennis, ef svo hittist á að það er kallað konúngsbarn, þó ekki hafi það neina þá kosti að því sé trú- anda fyrir jörð, hvað þá fyrir lífi og velferð þúsundsinnum þús- unda af bræðrum þess.“ Það er því óhætt að minnast Jóns Sigurðssonar fyrir meira en forystu í sjálfstæðisbaráttu. Við Jón forseti ’ Jón var líka skemmtilegur penni, snarpur og fróður skrifari. Orðanna hljóðan Árni Matthíasson arnim@mbl.is D rykkjurúturinn Char- les Bukowski er þjóð- sagnahetja í bók- menntunum enda með ólíkindum hvað hann gat skrifað lipurlegan texta með- fram mikilli drykkju. Bækur hans eru flestar sjálfsævisögu- legar og það á einnig við um verkið Hollywood. Ein bíómynd var gerð eftir handriti hans og fjallar þessi bók um það þegar hann gerðist handritshöfundur og framleiðsluferli myndarinnar sem var ansi skrautlegt. Fyrir utan hundleiðinlegan kafla um hvernig veðja skuli á hesta er bókin stórskemmtilegur lestur. Þeir sem þekkja einhvern alkóhólista eða hafa kynnst því helvíti sem það býður upp á, gætu orðið pirraðir við lestur þessarar bókar. Bukowski hefur þambað brennivínið alla daga sinnar löngu ævi og þambar vínið á hverri einustu blaðsíðu í þessari bók. Hjá honum verður maður samt aldrei var við neitt af þekktum einkennum alkó- hólismans, eins og þunglyndi, sjálfsvorkunn, niðurlægingu og grátgirni. Bukowski heldur reisn í gegnum allt þambið og er ótrúlega kúl allan tímann. Lífsviðhorf aðalsöguhetj- unnar, hins 65 ára gamla höf- undar Chinaski, er bæði svalt og fyndið. Chinaski er augljóslega Charles Bukowski sjálfur. Text- inn er lipurlega saminn og sam- tölin algjört afbragð. Barátta leikstjórans við að reyna að koma bíómyndinni á koppinn er fallega raunaleg. Þræðir spill- ingar liggja víða í Hollywood og þar eru stórar ákvarðanir teknar með duttlungafullum hætti. Yf- irgangur sumra valdamanna þar í borg er með ólíkindum. Í þess- ari baráttu miðri er Chinaski sí- drekkandi ásamt kærustunni sinni og honum er nokk sama hvort af myndinni verður eða ekki. Fyrir vikið er hann frekar kæruleysislegur áhorfandi að öllu ferlinu. Bukowski gerir endalaust lítið úr sjálfum sér og því sem hann gerir. Hann gerir líka lítið úr fólkinu í kringum sig en á svo vinalegan hátt og svo hlýlega, að það verður aldrei óþægilegt né andstyggilegt. Í viðtali við þýska sjónvarps- stöð vegna útkomu mynd- arinnar neitar Chinaski allt í einu að tala meira nema hann fái sjúss. Honum er færður sjússinn og hann drekkur hann í botn. „Ah, hann var góður. Mér virtist það allt í einu kjánalegt að nokkur maður skyldi vilja vita hvað ég hugsaði. Besti hlutinn af rithöfundi birtist á pappírnum. Hinn hlutinn var venjulega bull.“ Bukowski eyðir fáum orðum í staðar- eða mannlýsingar. En faldar í frábærum samtölunum eru miklar mannlýsingar. Þrátt fyrir gegndarlausa drykkju frá fyrstu blaðsíðu og fram til þeirrar síðustu verður sagan aldrei ljót, heldur er hún falleg, ljúf og óskaplega fyndin. Töffaraskapurinn lekur af Bukowski Bækur Hollywood bbbbn Eftir Charles Bukowski. Þýðandi: Hjör- dís Sigurðardóttir. Útgefandi: Upp- heimar Rithöfundurinn Charles Bukowski gerði endalaust lítið úr sjálfum sér. Börkur Gunnarsson

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.