SunnudagsMogginn - 25.12.2011, Blaðsíða 47

SunnudagsMogginn - 25.12.2011, Blaðsíða 47
25. desember 2011 47 Hversu lífseig er goðsögnin um Jóhannes S.Kjarval? Næsta vor verða liðin 40 ár frá and-láti Kjarvals en með honum festist hugtakið„listamaður“ í sessi hér á landi, og byggðist þá jafnframt á rómantískum hugmyndum um lista- manninn sem bóhem, séní og snilling. Kjarval var sann- kallaður holdgervingur slíkra hugmynda. „Mikið lifandi skelfing er gott til þess að vita að við sem erum svo oft að deila um málaralist skulum þó eiga einn mann sem við erum öll sammála um að er snillingur: Kjarval,“ sagði Hörður Ágústsson eitt sinn. Goðsögnin um Kjarval teng- ist í senn rómantískri ímynd hans sem listamanns og þætti hans í mótun íslenskrar sjálfsmyndar í tengslum við baráttuna fyrir sjálfstæði og sérstöðu. Hin „kjarvalska sýn“ á íslenska náttúru á þar drjúgan þátt. Minning Kjar- vals lifir í munnmælasögum, ritaðar hafa verið margar bækur um hann, verk hans eru varðveitt á söfnum og sýnd reglulega, auk þess sem verkin hanga víða á veggj- um heimila. Hefur arfleifð hans skilað sér til nýrra kyn- slóða í landinu? Á þessu haustmisseri tók ég að mér listasögukennslu á hugvísindabraut í Kvennaskólanum í Reykjavík. Skömmu eftir að kennsla hófst bauðst mér óvænt tæki- færi til að kanna tengsl nemenda minna við Kjarval. Þar eð ég hafði frjálsar hendur við uppbyggingu námsins setti ég mig í samband við fræðsludeild Listasafns Reykjavíkur sem auglýsti nú í haust nýstárlegt verkefni sem gerði ráð fyrir samstarfi við framhaldsskólanema. Gert var ráð fyr- ir því að hópur nemenda veldi verk úr safneigninni á sýningu á Kjarvalsstöðum og veldi einnig heiti hennar. Skemmst er frá því að segja að samstarfinu var komið á og nemendur mínir fengu ómetanlegt tækifæri til að spreyta sig sem sýningarstjórar á Kjarvalssýningu. Í upphafi lagði ég til að persónulegt framlag nemenda á sýningunni yrði aukið með því að þau kæmu með hlut að heiman sem tengdi þá með einhverjum hætti við Kjarval. Þau voru einnig beðin um að skrifa stuttan texta þar sem rök voru færð fyrir vali á listaverki og hlut og fór sú vinna fram í kennslustundum. Skipulagðar voru fjórar vett- vangsferðir á Kjarvalsstaði þar sem nemendur fengu leiðsögn um yfirstandandi Kjarvalssýningu, skoðunar- ferð um safngeymslur í kjallaranum auk þess sem fundað var með starfsfólki fræðsludeildar, safnadeildar og sýn- ingardeildar. Alma Dís Kristinsdóttir og Kristín Dagmar Jóhannesdóttir höfðu yfirumsjón með verkefninu og gerðu það af stakri prýði. Aðkoma mín að verkefninu laut að því að virkja nemendur og halda utan um framlag þeirra, auk þess sem mér bauðst að velja einnig Kjarvals- verk á sýninguna og taka þannig fullan þátt í ævintýrinu. Sýningin, sem hlaut nafnið „Kjarval snertir mig: Ungt fólk kynnist Kjarval“, var opnuð í austurvæng Kjarvals- staða hinn 19. nóvember og stendur til 30. desember. Maðurinn á tvöþúsundkallinum Nemendurnir eru 18 ára gamlir, jafngamlir og Kjarval var þegar Ísland fékk heimastjórn. Þegar verkefnið var kynnt fyrir þeim höfðu fæst þeirra komið á Kjarvalsstaði og þau töldu sig lítið þekkja til hans. „Ég þekkti lítið til Kjarvals nema ég vissi að hann væri maðurinn á tvöþúsundkall- inum“ segir einn nemendanna. Undirtitillinn „Ungt fólk kynnist Kjarval“ á því vel við. Í ferlinu kom í ljós að við nánari athugun hafði Kjarval „snert“ líf þeirra með ein- hverjum hætti, oft ómeðvitað, og þá ekki síst innan veggja heimilisins. Má því segja að snertingin feli þannig í sér tengingu við þá efnislegu hluti sem unga fólkið lagði til sýningarinnar: húsgögn, myndir, skrautgripi, leik- föng, bækur, reiðtygi, tjald, bakpoka, gönguskó og aðra muni. Auk þess er ljóst að reynslan af sýningarhaldinu hefur snert líf nemendanna og skapað nýjan skilning og þekkingu á Kjarval og listsköpun, safnastarfi, sýning- arhaldi og kannski líka haft svolítil áhrif á sjálfskilning þeirra. Nemendurnir blómstruðu í þessu verkefni og áhuginn jókst með hverju skrefi. Sýningin á erindi til allra: þarna mætast reynslu- heimur íslenskra ungmenna í upphafi 21. aldar og goð- sögnin um Kjarval. Val nemendanna á Kjarvalsverkum er sérstakt vegna þeirrar persónulegu tjáningar sem í því felst. Hlutirnir og textarnir á sýningunni varpa ljósi á viðhorf og reynslu sem býr að baki valinu, og á þær kenndir og vangaveltur sem listaverkið kveikir. Sem dæmi má nefna umsögn annars nemanda: „Einn daginn, þegar ég var um 8 ára, ákvað ég að mála mynd með inn- blæstri frá stóra dularfulla málverkinu.“ Á sýningunni sjást þekkt verk eftir Kjarval en einnig verk sem koma sjaldan fyrir augu almennings, en öðlast virkni sína í samhengi sem mótast af einkarýminu: „Þegar ég hugsa um Kjarval hugsa ég um stofuna heima hjá ömmu í Skeiðó.“ Í öðrum tilvikum er það ímyndin sem ræður vali á listaverki og hlut: hugmynd um listamanninn með skrítna hatta og pípu eða sem hrifnæman náttúrutúlk- anda og tjaldbúa á Þingvöllum. Og 17. júní fáni er á sýn- ingunni tengdur við Kjarval „sem er einn þekktasti myndlistarmaður Íslands“ og setti „mikinn svip á ís- lenskt menningarlíf“. Goðsögn í mótun Í heild bregður sýningin upp ferskum sjónarhornum á Kjarval og arfleifð hans í samtímanum. Niðurstaðan er samfélagslega athyglisverð og raunar hefur ferlið verið lærdómsríkt fyrir alla hlutaðeigandi: safnið, kennara og nemendur. Verklegt og reynslutengt nám, á borð við þetta, hefur mikið gildi í kennslu. Það kveikir áhuga nemenda á annan hátt en almennt gerist í fyrirlestrum með glærusýningum, auk þess að skapa samkennd í hópnum. Nemendur lýsa því sjálfir sem svo að ferlið hafi reynt á allt aðrar hugsanabrautir en venjulega. Safnið tók á móti hópnum af fagmennsku, virðingu og velvilja sem skilar sér í auknu sjálfstrausti unga fólksins. Þess má geta að nemendurnir hafa einnig tvisvar staðið fyrir sýning- arstjóraspjalli á staðnum. Hvað viðkemur Kjarval þá er ljóst að fyrir unga fólkinu er hann „nákomnari“ en þau gerðu sér sjálf grein fyrir. Á hinn bóginn er merking goð- sagnarinnar um Kjarval í sífelldri mótun með sýning- arhaldi, rannsóknum og umræðu um list hans. Tjáning unga fólksins lýsir persónulegum fyrstu kynnum af verkum Kjarvals, hlutlægum sem huglægum, um leið og hún speglar menningarlegar viðtökur í víðara samhengi. Úr verður ný snerting, ný merking, sem kann að stað- festa goðsögnina um Kjarval en mestu skiptir ef þannig er stuðlað að frjóu framhaldslífi verkanna. Leikföngum úr nútímanum stillt upp við eitt af lykilverkum Jóhannesar Kjarvals, Krítík. Fjær má sjá portrettmyndir eftir listamanninn. „Úr verður ný snerting, ný merking,“ skrifar sýningarstjórinn Anna Jóa um samstillinguna. Morgunblaðið/Sigurgeir S. Frá sýningunni á Kjarvalsstöðum. „Tjáning unga fólksins lýsir persónulegum fyrstu kynnum af verkum Kjarvals, hlutlægum sem huglægum, um leið og hún speglar menningarlegar viðtökur í víðara samhengi.“ Óvæntir kraftar á Kjarvals- stöðum Nokkkrir nemendanna úr Kvennaskólanum, sem tóku þátt í vali verkanna, í heimsókn á Kjarvalsstöðum. Til áramóta stendur yfir á Kjarvalsstöðum sýningin Kjarval snertir mig: ungt fólk kynnist Kjarval. Nemendur við Kvennaskólann velja verkin í samvinnu við Önnu Jóa, mynd- listarmann og listgagnrýnanda. Myndlist Anna Jóa annajoa@hi.is

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.