Milli mála - 01.01.2012, Side 50
50
LA PRESENCIA DE VOCES AMERINDIAS DE MÉXICO EN LAS LENGUAS NÓRDICAS
Útdráttur
Mexikósk orð í norrænum málum
Greinin fjallar um orð sem tekin hafa verið inn í norræn mál úr
tungumálum frumbyggja í Mexíkó. Orðin, sem eru úr nahuatl og
mayamáli, voru tekin upp í spænsku á tímum landafundanna og
bárust með spænskum landkönnuðum, sægörpum og kirkjunnar
mönnum til Evrópu á 15., 16. og 17. öld. Orðunum er fylgt eftir
austur um haf til Gamla heimsins og áfram frá Spáni yfir í ýmis
tungumál í Evrópu. Elstu ritdæmi indíánaorðanna í norrænum
málum er að finna í ýmsum textum, ferðabókum og þýðingum frá
17. og 18. öld. Mörg orðanna eru nú fullgildir þegnar í viðtöku-
málunum – dönsku, íslensku, norsku og sænsku – og hafa getið af
sér afleidd og samsett orð. Algengust eru avókadó, kakó, sílípipar,
súkkulaði og tómatur.
Lykilorð: orðfræði, orðabókarfræði, tökuorð, nahuatl, mayamál,
norræn mál
Abstract
Mexican words in the Nordic languages
This article deals with loanwords in the Nordic languages which
appear to be of Mexican origin – Nahuatl and Maya – and borrowed
via Spanish into other European languages. The history of the
words is traced, their journey from the New World to the Old one
is examined and their adoption and adaptation to the recipient
language – Danish, Icelandic, Norwegian and Swedish – is discussed.
The first written sources of these Indo-American words in the
Nordic languages are old texts, translations and chronicles dating
from the seventeenth and eighteenth centuries and onwards. These
words are today a part of the daily vocabulary of the recipient
languages. The most common ones are avocado, cacao, chilli, chocolate
and tomato.
Keywords: lexicology, lexicography, loanwords, Nahuatl, Maya,
Nordic languages.
Milli_mála_4A_tbl_lagf_13.03.2013.indd 50 6/24/13 1:43 PM