Milli mála - 01.01.2012, Side 183
183
ODDNÝ G. SVERRISDÓTTIR
fyrir tíma tæknivæðingar til þess að við getum skilið hvað Kerbholz,
Tretmühlen, Maulaffen, Hungertücher og […] þýddu. […] Öll orðtök
okkar eru leifar, ‚Survivals‘, að því leyti að þau tilheyra annarri menningu
í andlegu og efnislegu tilliti og gegndu fyrr á tímum öðru hlutverki og
höfðu aðra merkingu.2
Bæði í íslensku og þýsku koma stakyrði fyrir í ýmsum orðflokkum
þó að þau séu algengust sem nafnorð og lýsingarorð. Humátt, biðils-
buxur, villigötur, smiðshögg, grafgötur, heygarðshorn, dár, seginn, mis-
lagður, guðslangur eru dæmi um íslensk nafnorð og lýsingarorð sem
eru stakyrði í föstu orðasamböndunum fara/halda í humátt(ina) á
eftir e-m, vera á biðilsbuxunum, vera á villigötum, reka smiðshöggið á e-ð,
fara ekki í grafgötur með e-ð, vera alltaf við sama heygarðshornið, draga
dár að e-m, eitthvað er segin saga, e-m eru mislagðar hendur, allan guðs-
langan daginn. Lítið er um sagnir sem stakyrði en þó er sögnin hrjósa
í hrjósa hugur við e-u dæmi um slíkt. Þýsk dæmi um lýsingarorð sem
stakyrði eru mundtot í jemanden mundtot machen ‚þagga niður í e-m‘,
lautbar í lautbar werden ‚gera e-ð heyrinkunnugt‘, handgemein í
handgemein werden ‚ráðast á e-n‘, hellauf í hellauf begeistert ,yfir sig
hrifinn‘ bæði gang og gäbe í gang und gäbe ‚mjög algengur‘ og klipp
und klar ‚skýrt og skorinort‘. Dæmi um sagnir sem eru stakyrði er
lumpen í sich nicht lumpen lassen ‚vera örlátur‘ og leiben í wie etwas/
jmdn. leibt und lebt ‚eins og eitthvað/einhver á að sér að vera‘.
Í nokkrum tilfellum er unnt að benda á stakyrði í íslensku sem
eiga sér fyrirmyndir í erlendum tungumálum. Dæmi um þetta er að
‚vera á biðilsbuxunum‘. Þýska orðtakið auf Freiersfüßen gehen
samsvarar því að vera á biðilsbuxum á íslensku, stuðlasetningin í
Freiersfüßen heldur sér í íslensku í stuðlunni í biðilsbuxunum. Þýska
orðasambandið am helllichten Tage samsvarar fasta orðasambandinu
2 Vielfach verläuft die sprachgeschichtliche Entwicklung so, daß sich eine Redensart immer mehr
von ihrem Realbereich entfernt. Eine gewisse Erklärungsbedürftigkeit ist darum ein Kennzeichen
der Gattung. […] ‚Am Hungertuch nagen‘ – ,in die Tretmühle kommen‘ – ‚etwas auf dem
Kerbholz haben‘ – ‚Maulaffen feilhalten‘ sind z.B. solche erklärungsbedürftigen sprichwörtlichen
Redensarten, die einen durchaus nachweisbaren Realsinn gehabt haben, die aber heutzutage nur
noch bildlich verstanden werden. Ja der urpsungliche Sinn der Einzelwörter ist meist
unverständlich geworden, weil er zu weit noch in das vortechnische Zeitalter zurückreicht, daß
wir heute noch wüßten, was Kerbholz, Tretmühlen, Maulaffen, Hungertücher und […]
bedeuteten. […] Alle unsere sprichwörtlichen Redensarten sind Überbleibsel ‚Survivals‘, insofern
als sie Element einer geistigen oder materiellen Kultur sind, die in früheren Zeiten einen anderen
Sinn und eine andere Funktion gehabt haben als heute (Röhrich 1982: 18).
Milli_mála_4A_tbl_lagf_13.03.2013.indd 183 6/24/13 1:43 PM