Milli mála - 01.01.2012, Page 188
188
EIN STÖK ORÐ EÐA STEINGERVINGAR TUNGUMÁLSINS
til skógarhöggs þar sem lagðir voru vegir eða þröngar götur sem
einungis voru ætlaðar til þess að flytja timbur og lágu því ekki til
ákveðins áfangastaðar. Þeir sem lentu á slíkum vegum fóru villir
vegar, voru á villigötum (Röhrich 1982: 433).
Stuðlaða orðaparið gang und gäbe sein (‚vera mjög algengur‘) er
mikið notað í þýsku og hefur að geyma fornháþýska sagnorðið gengi
sem merkir að ‚vera í umferð, ganga á milli manna‘ og gäbe, sem
hér er ekki viðtengingarháttur þátíðar af sögninni ‚geben‘ sem
hljómar á sama hátt, heldur lýsingarorð og merkir ‚gjaldgengur‘.
Gang und gäbe vísar til myntsláttu frá 13. öld og var notað um þá
mynt sem var algeng en fékk síðan víðari merkingu (Röhrich 1982:
301–302).
Alle(r) Jubeljahre (‚endrum og sinnum‘) vísar til gyðingatrúar.
Jubeljahr eða Halljahr var á fimmtíu ára fresti og hófst með miklum
lúðrablæstri. Á því ári voru skuldurum gefnar upp allar skuldir.
Upphaflega átti árið að vera á aldar fresti, en tíminn á milli
fagnaðaráranna var styttur í 50 ár, síðan í 33 ár og loks í 25.
Jubiläum (‚fagnaðarhátíð‘) á rót sína að rekja til þessa atburðar
(Röhrich 1982: 466).
Stakyrðin í ofangreindum föstum orðasamböndum endurspegla
liðna atvinnuhætti, réttarfar, þjóðfélagshætti, trúarbrögð, verslun
og viðskipti. Tæknibreytingar, breyttir þjóðfélagshættir og framfarir
á mörgum sviðum hafa haft í för með sér að smám saman hafa
málnotendur þýska málsvæðisins hætt að skilja eiginlega merkingu
orðanna. Þau hafa þó ekki fallið í gleymsku þar sem föst orðasambönd
varðveita þau með eðli sínu, yfirfærð merking er skiljanleg þótt hin
eiginlega þekkist ekki lengur. Föst orðasambönd gegna því
mikilvægu menningar- og málsögulegu hlutverki.
3. Að lokum
Í föstum orðasamböndum tungumála endurspeglast siðir, venjur,
atvinnuhættir, þjóðhættir, réttarfar og einkenni hvers málsvæðis,
og stakyrði í föstum orðasamböndum eiga sér margvíslega mynd-
unargrunna. Hér að framan var t.d. fjallað um stakyrði sem á rætur
að rekja til Biblíunnar, myntslátta er myndunargrunnur annars
stak yrðis, þá kemur leynimál umrenninga við sögu í því þriðja.
Milli_mála_4A_tbl_lagf_13.03.2013.indd 188 6/24/13 1:43 PM