Milli mála - 01.01.2012, Page 279
279
ÞÓRHILDUR ODDSDÓTTIR
gefin stig eftir fyrir fram ákveðnum reglum svo hægt sé að bera
saman árangur. Þetta próf hefur verið notað til að mæla orðaforða í
móðurmáli og niðurstöður hafa sýnt að lágtíðniorð (orð sem til-
tölulega sjaldan eru notuð) eru allt að 50% af heildarfjöldanum.
Ætla má að þetta próf geti einnig komið að gagni við að meta
breidd orðaforðans í erlenda málinu.
Meara og Fitzpatrick telja að þessi aðferð gefi betri mynd af virk-
um orðaforða en LFP-prófið, en þó er sá galli á, að nemendur nota
næstum eingöngu inntaksorð í prófinu. Inntaksorð eru t.d. nafnorð,
lýsingarorð og sagnir – stórir, opnir orðflokkar sem allir taka við
nýyrðum. LFP-prófið tekur til allra orða í samfelldum texta – auk
inntaksorðanna er þar líka að finna svokölluð kerfisorð. Kerfisorð
eru t.d. fornöfn, forsetningar, samtengingar – orð sem verða að vera
með í hverri setningu. Kerfisorð tilheyra svonefndum lokuðum orð-
flokkum, eru tiltölulega fá og mikið notuð og lenda því flest meðal
algengustu þúsund orðanna í hverju tungumáli.
Mælingar á orðaforða gefa til kynna samræmi milli umfangs
orðaforða og lestrarfærni, ritunarfærni og almennrar færni í tungu-
málinu, sbr. rannsóknir Stæhrs, Albrechtsens, Haastrups, Henriksens
og Nations. Prófin sem getið er hér að framan hafa gefið góða raun,
en stöðugt er leitað nýrra leiða til að ná betri tökum á því að mæla
orðaforða, bæði þann sem snýr að skilningi og þann sem snýr að
virkri málnotkun. Prófið sem lýst er framar í greininni í tengslum
við Laufer, og er notað til að kortleggja virkan orðaforða, virðist
gefa góða raun varðandi orðaforða í hæstu tíðniflokkunum, en þegar
kemur að orðum sem eru sjaldgæfari, s.s. í tíðniflokki 10.000 (þ.e.
öll orð með lægri tíðni en 10.000), dugar engan veginn að nota
aðeins 18 orð til að mæla þekkingu nemenda. Prófið sjálft felst í því
að 18 orð eru valin úr hverjum tíðniflokki og hvert þeirra kemur
fyrir í einni setningu. Aðeins fyrstu stafirnir eru gefnir í hverju orði
sem verið er að prófa, en það, ásamt merkingarlegu samhengi í
setningu á að duga til að framkalla rétt orð í huga próftaka – ef
hann þekkir það. Sama sagan er svo endurtekin með næstu 18 orð
úr næsta tíðniflokki og þannig koll af kolli. Með þessu móti er hægt
að mæla það sem próftakar vita ekki, en öllu erfiðara er að ná utan
um það sem þeir vita, því takmarkað er hversu umfangsmikið svona
próf má vera.
Milli_mála_4A_tbl_lagf_13.03.2013.indd 279 6/24/13 1:43 PM