Milli mála - 01.01.2012, Page 281
281
ÞÓRHILDUR ODDSDÓTTIR
víxlað. Enska prófið var þýtt á dönsku, þannig að samræmi náðist
milli tungumálanna sem prófað var í. 28 af þessum 90 orðum voru
samstofna orð (e. cognates), en það hugtak er notað um orð sem eiga
sér samsvörun í báðum tungumálunum, orð sem runnin eru af
sameiginlegri rót. Nemendur fengu öll 90 orðin á blaði og áttu að
skrifa fyrstu tvö orðin sem þeim komu í hug og alls ekki breyta
neinu eftir á. Orðin voru lesin upp til að stjórna þeim tíma sem var-
ið var í hvert orð, alls tók þetta 20 mínútur.
Ein tilgátan sem Nissen og Henriksen unnu með, var sú að nafn-
orð framkölluðu staðvensl (e. paradigmatic associations)8 hjá nem-
endum, þ.e. að fram kæmu samheiti, andheiti eða orð sem mátti
flokka sem undir- eða yfirheiti orðanna sem lögð voru fyrir í
marktækt ríkari mæli en lýsingarorð og sagnir. Gekk þetta eftir
bæði í dönsku og ensku. Fram kemur að niðurstöðurnar séu í sam-
ræmi við niðurstöður annarra sem lagt hafa fyrir sams konar próf.
Lýsingarorðin sem prófuð voru mynduðu raðvensl (e. syntagmatic
associations) í yfir 50% tilfella, þ.e. kölluðu fram orð sem oft fylgja
próforðunum í mæltu máli, dæmi: rauð rós, heitt vatn, eða sem
mynda orðastæður með lýsingarorði. Á óvart kom hvernig sagnorðin
skáru sig úr með öðruvísi svörun en hinir tveir orðflokkarnir, álíka
margir nemendur voru með staðvensl, óflokkaða svörun eða enga
svörun, alls um 54% (sem gerir um 18% á hvern flokk). Innan við
helmingur nemenda var með raðvensl.
Niðurstaða þeirra Nissen og Henriksen er vísbending um bæði
fræðilegan og kennslufræðilegan skilning á þróun orðtengslanets.
Eins og áður hefur komið fram er Aitchison (1994) upphafsmaður
þeirrar hugmyndar að orðaforði tungumáls geymist sem tengslanet
þar sem ný orð raðast inn eftir merkingu eða öðrum viðmiðum.
Fræðilegur skilningur snýst um að þróun eða vistun orðaforða
hjá einstaklingum er ekki eins línuleg og „beint-af-augum-ferli“ og
ætla mætti. Orð raðast upp á mismunandi hátt í orðabankann eða
minnið (e. mental-lexicon). Í framhaldinu vaknar spurningin um það
hvort eigi ríkari þátt í þróun orðaforðans staðvensl eða raðvensl.
Líklegt má teljast að þessi tvenns konar vensl séu fulltrúar fyrir mis
8 paradigmatic associations: staðvensl, t.d. samheiti (heitur – hlýr), andheiti (heitur – kaldur) og yfir
eða undirheiti o.s.frv. (rauður – litur)
Milli_mála_4A_tbl_lagf_13.03.2013.indd 281 6/24/13 1:43 PM