Milli mála - 01.01.2012, Page 283
283
ÞÓRHILDUR ODDSDÓTTIR
Tilraun með yfirfærslu á þessari aðferð til að mæla orðaforða var
gerð á spænskunemum í Dundee. Ellefu þeirra voru á lægra milli-
stigi (e. lower intermediate) og þrettán lengra komnir (e. advanced).
Móðurmál allra var enska. Myndasaga með sex myndum var lögð
fyrir nemendurna, sem handskrifuðu sögu eða texta um sömu
myndasöguna tvisvar sinnum með viku millibili, 30 mínútur í
hvort skipti, án hjálpargagna eða samráðs sín á milli.
Verkefnin voru skráð í tölvu, stafsetning samræmd og litið fram
hjá málfræðivillum og að því loknu gerð T/T-prófun, þ.e. fundið
hlutfall milli heildarorðafjölda í hverju verkefni og fjölda mismun-
andi orða, til að bera saman við niðurstöður tilraunaaðferðarinnar.
Matsviðmiðin sem rannsakendur settu sér byggðust á því að
nafnorð og lýsingarorð voru talin sem ein orðmynd hvert
(beygingarmynd skipti ekki máli). Sagnir í sömu tíð voru taldar
sem eitt orð, en óreglulegar sagnir eða aðrar tíðir sagna voru taldar
sem sérstök orð, ensk orð og óskiljanleg orð voru útilokuð.
Niðurstöðurnar sýndu að lengra komnir nemendur notuðu í
bæði skiptin fleiri orð en hinn hópurinn, en orðafjöldinn var þó
svipaður í báðum verkefnum. Nemendurnir sem styttra voru komn-
ir notuðu mun fleiri orð í seinna skiptið en hið fyrra. Færri orð voru
endurtekin, þ.e. það var minni skörun í orðaforða hjá þeim en hjá
hinum lengra komnu. Þegar reikniformúlunni, sem nefnd var hér
að framan, var beitt kom út að heildarstærð orðaforða mældist 88
hjá þeim styttra komnu, en 160 hjá þeim lengra komnu. Þetta er
næstum helmingsmunur á fjölda orða, sem ekki er óraunhæft hlut-
fall miðað við færnistig nemenda, en heildarfjöldi orða ætti samt að
vera mun meiri.
Meginniðurstaðan úr tilrauninni er að þessi aðferð greinir betur
milli getu hópanna en T/T-prófunin gerir, en sýnir þó ekki
raunhæfa stærð virks orðaforða hópanna tveggja. Að mati þeirra
Meara og Alcoy mætti prófa þessa aðferð á ýmsan hátt og bera
saman við mælingar af öðrum toga. Þeir félagar vitna til notkunar
á reiknilíkani (e. Vocabulary Size Estimator program) Meara og
Miralpeixs (2007) við mat á orðaforða og samkvæmt því má ætla að
nemendur á millistigi búi yfir virkum orðaforða upp á 3500– 6000
orð, sem er langtum hærri tala en fékkst með því að nota formúluna
hér að framan (Meara og Alcoy, 2010: 232).
Milli_mála_4A_tbl_lagf_13.03.2013.indd 283 6/24/13 1:43 PM