Milli mála - 01.01.2012, Page 299
299
IGNAURE – LJÓÐSAGA FRÁ 13. ÖLD
– Frú mín góð, sendið næstu konu til mín, ég hef heyrt játningu
yðar.
Næsta kona lét ekki bíða eftir sér, hún barði sér á brjóst með
hægri hendi.
– Kæra systir, þér ættuð frekar að berja yður á bakhlutann, það
er hann sem fær yður til að drýgja syndirnar sem saurga líkama
yðar.
– Herra, ég iðrast gjörða minna!
– Ég skipa yður að gera yfirbót, fagra vina, með því að segja mér
nafn elskhuga yðar.
– Ég skal segja satt, því lofa ég. Sá sem ég get nefnt er hæversk-
asti, myndarlegasti og lærðasti maðurinn sem fyrirfinnst hér um
slóðir og alla leið til Vermandois.
– Þér hafið hann í miklum hávegum; ég velti því fyrir mér hvort
þér getið sannað þetta með einhverju móti?
– Því megið þér trúa að þér eruð slæmur dómari. Hann heitir
Ignaure, hinn göfugi.
Prestinum dauðbrá þegar hún heyrði aftur nafn þess sem hún
hélt að hefði bundist henni einni.
– Frú mín góð, farið og fáið yður sæti þarna niður frá.
Næst kom virðuleg frú, þokkafull og undurfögur.
– Fáið yður sæti, frú mín, þér sem kunnið góða siðu. Presturinn
lét hana setjast og sagði henni svo að nefna nafn elskhuga síns og
fara rétt með.
– Það er sá kurteisasti, sá hugrakkasti og sá besti sem til er.
Hann leggur ekki í vana sinn að haga sér illa. Ef þér þekktuð nafn
þess sem ég hef gefið alla mína ást verðskuldaði hann að vera kon-
ungur eða greifi. Ég get nefnt hann: hann heitir Ignaure, hann ber
af öllum aðalsmönnum Bretóníu.
Þegar presturinn heyrði þessi orð signdi hún sig og varð föl sem
nár.
– Snúið aftur og fáið yður sæti þarna niður frá, frú mín góð, sagði
hún, vinur yðar er vitur og göfugur.
Næst kom hrífandi kona í silkiklæðum frá Konstantínópel. Hún
var höfðinglega klædd. Síðan kom önnur, hæversk í framkomu, og
með lítinn hring á fingri. Þegar hún heyrði fugl syngja eins og
næturgala í trénu strauk hún hringinn og kyssti.
Milli_mála_4A_tbl_lagf_13.03.2013.indd 299 6/24/13 1:43 PM