Milli mála - 01.01.2012, Page 302
302
IGNAURE – LJÓÐSAGA FRÁ 13. ÖLD
– En þér eigið illt í vændum! svöruðu þær. Það er ekki nema rétt
að þér fáið að gjalda fyrir oflæti yðar. Áður en þér farið héðan út
munið þér hljóta þau laun sem svikull maður, óheiðarlegur og
undirförull verðskuldar.
Sú sem hafði verið í hlutverki prestsins tók fyrst til máls.
– Andartak, leyfið mér að segja skoðun mína. Síðan getur hver
okkar sagt það sem henni býr í brjósti. Ignaure, nú bið ég yður að
segja mér satt. Ég hef verið ástvina yðar um langt skeið, ég gaf yður
hjarta mitt.
– Ég er elskhugi yðar, frú, lénsmaður og riddari af öllu mínu
hreina og einlæga hjarta.
Önnur kona stóð upp, full fyrirlitningar, og sagði með stolti:
– Ignaure, þér eruð auvirðilegur! Hvernig má þetta vera, eruð
þér ekki elskhugi minn?
– Jú, frú mín góð, megi Guð hjálpa mér. Hjarta mitt og ást
tilheyra yður. Ég mun aldrei nokkurn tímann svíkja yður!
Önnur kona, full öfundar, leit heiftaraugum á Ignaure.
– Ó, þér aumi svikari, sagði hún, þessi svör duga mér ekki.
Elskið þér sem sagt aðra konu? Þér strengduð þess heit að elska
aðeins mig.
– Ég elska yður innilega og mun halda því áfram án undanbragða.
– Hvað heyri ég? sagði enn önnur. Elskið þér mig ekki eins og
þér hafið fullyrt?
– Jú, af öllum mætti, bæði yður og allar hinar, ég elska þær allar,
án undantekningar, þá huggun og gleði sem þær veita mér.
Nú upphófst mikill hávaði þegar konurnar æptu og rifust og
hótuðu þessum góða manni.
Þær drógu fram hnífana sem þær höfðu falið undir skikkjunum.
– Ignaure, þér hafið hagað yður svo illa að þér munuð láta lífið
hér og nú. Enginn nema Guð getur komið yður til hjálpar.
– Ágætu frúr, þið eruð ekki færar um slíka grimmd og gætuð
ekki drýgt svo stóra synd. Ef ég væri með hjálm á höfði og sæti nú
hest minn Aquilée með skjöldinn mér um háls og spjót í hendi stigi
ég hér af baki og gæfi mig ykkur á vald. Ef svo fagrar hendur verða
mér að aldurtila verð ég píslarvottur og fæ sæti við hlið dýrlinganna;
ég veit að ég fæddist undir happastjörnu.
Allar konurnar brustu í grát þegar þær heyrðu þau fögru orð sem
Milli_mála_4A_tbl_lagf_13.03.2013.indd 302 6/24/13 1:43 PM