Milli mála - 01.01.2012, Page 303
303
IGNAURE – LJÓÐSAGA FRÁ 13. ÖLD
riddarinn lét falla. Þau hittu þær í hjartastað og sú sem hafði verið
í hlutverki skriftaföðurins sagði:
– Við skulum sammælast um að gera nokkuð sem ég vona að
muni ekki valda yður hugarangri.
– Við föllumst á það ef það er vilji yðar, svöruðu hinar.
– Ignaure, bætti hún við, þér svikuð okkur illa, og það er okkur
nú ljóst. Við munum ekki elska yður á sama hátt og fyrr en við
teljum að sú sem þér elskið mest eigi að halda áfram að vera ástvina
yðar; hver og ein okkar vill hafa elskhuga sinn út af fyrir sig.
– Það mun ég aldrei fallast á, svaraði Ignaure, ég mun elska
ykkur allar eins og ég hef gert hingað til.
– Hlýðið boði mínu, mælti presturinn, annars munuð þér týna
lífinu, það get ég svarið. Veljið þá okkar sem þér viljið.
– Það eruð þér, frú mín góð! Ég er mæddur yfir því að missa
hinar þar sem þær eru allar góðum kostum búnar en ást yðar fyllir
mig þrá.
– Ég er yður afar þakklát, svaraði hefðarkonan.
Hinar konurnar voru allar miður sín en sóru að þær myndu
aldrei framar elska Ignaure og að þær myndu eftirláta henni hann
án mótstöðu og í sátt. Þegar þær höfðu gengið svona frá málunum
fór hver til síns heima og Ignaure fór til bæjarins.
Þið megið vita að hann þurfti að fara oft til ástvinu sinnar. Ef
konurnar hefðu allar átt hann hefði því verið öðruvísi háttað en nú
lá leiðin bara á einn stað. Hann fór þangað oft og var sama þótt til
hans sæist. Og það var vegna þess að hann fór þangað of oft að það
komst upp um hann, að hann var svikinn og leiddur í gildru. Mús,
sem á aðeins eina holu, endist ekki lengi. Ég veit ekki hvernig á því
stóð að það sem fávísu konurnar sögðu við skriftaföðurinn í garð-
inum spurðist út. Í kastalanum bjó grimmlyndur og illmáll svikari.
Hann lagði oft leið sína þangað sem ástvina Ignaures bjó. Hún var
ekki nógu varkár og þannig komst svikarinn að laumuspilinu. Og
eftir það var það ekki leyndarmál miklu lengur. Dag einn, þegar
riddararnir tólf voru saman komnir við matarborðið, fór þrjóturinn
á fund þeirra, eftir því sem ég best veit. Og áður en hann kvaddi
sagði hann þeim sögu sem kom jafnvel þeim vitrasta í þeirra hópi
úr jafnvægi. Svikahrappurinn talaði og hló og gerði krossmark yfir
andlit sér.
Milli_mála_4A_tbl_lagf_13.03.2013.indd 303 6/24/13 1:43 PM