Milli mála - 01.01.2012, Page 304
304
IGNAURE – LJÓÐSAGA FRÁ 13. ÖLD
– Hvað hlægir þig, þrjóturinn þinn? Þetta boðar ekkert gott, ég
veit hvað þú hefur í hyggju; þú ætlar að flytja okkur slæma fregn!
– Það veit trúa mín, svaraði hann, að ég hef séð dálítið stór-
furðulegt; ég á erfitt með að segja frá því fyrir hlátri.
– Guð hjálpi þér, er þetta um okkur?
– Já, í Guðs nafni, þetta er um ykkur alla.
– Segðu okkur satt og rétt frá, við erum allir reiðubúnir.
– Það mun ég gera ef ég fæ eitthvað fyrir minn snúð.
– Þú færð það, hafðu ekki áhyggjur af því.
– Ef ég gæti verið fullviss um það myndi ég segja ykkur það, í
nafni heilags Germain.
– Ég skal sjá til þess, sagði einn þeirra, að þú fáir eitthvað að
launum.
– Herrar mínir, ef ég segi ykkur satt og rétt frá máli nokkru sem
ég hef engar efasemdir um, getið þið þá lofað mér því að valda mér
hvorki angri né illindum?
– Já, þú munt aldrei geta sagt það um okkur.
– Gott og vel! Einn maður hefur kokkálað alla þá sem ég sé hér
inni. En aðeins ein kona ræður yfir honum og stjórnar.
Þeir fnæstu allir af bræði er þeir heyrðu þessi orð því að skömm
þeirra var skelfileg.
– Er þetta bæjarbúi eða riddari? Segðu okkur hvað hann heitir,
það er fyrir bestu!
– Ignaure heitir herrann sem hagar sér svona illa.
Hann sagði þeim allt um garðinn, játningarnar og hvernig reiðu
konurnar höfðu ætlað sér að stinga Ignaure til bana.
– Ungi maðurinn var dauðskelkaður því að hann var við dauðans
dyr. Svo sögðu þær honum að velja þá sem honum þætti ljúfust.
Aðeins hún yrði ástkona hans, hinar myndu aldrei líta við honum
framar. Hann gerði það, hvort sem honum líkaði betur eða verr.
Hann valdi eina af eiginkonum ykkar, þá fegurstu og þá vitrustu.
Ég veit vel hver eiginmaður hennar er.
– Hver er það? Þekkir þú hann?
– Það ert þú! sagði þrjóturinn við einn þeirra.
– Guði sé lof, ef ég er eiginmaður hennar er ég merkilegri en þið
hinir! svaraði hann öskureiður.
Að lokinni máltíð lét hann alla strengja þess heit að segja ekki
Milli_mála_4A_tbl_lagf_13.03.2013.indd 304 6/24/13 1:43 PM