Milli mála - 01.01.2012, Page 318
318
AÐ VERJAST SPORÐDREKUM
þess að þeir stingi mig ekki í hendurnar. (Fleiri en einn niður-
rifsmaðurinn hafa aðeins bent á ókostina sem þessi aðferð hefur í för
með sér á sumrin án þess að taka með í reikninginn hinar óneitanlega
almennt jákvæðu hliðar.) Hvað höfðinu viðvíkur er best að hafa það
óhulið. Það er besta aðferðin fyrir okkur til að sýnast hugrökk og
bjartsýn andspænis sporðdrekunum og þeir eru ekki vanir að kasta
sér ofan úr loftinu yfir andlit mannskepnunnar þó það komi
vissulega fyrir. (Það henti að minnsta kosti látna grannkonu mína,
móður fjögurra töfrandi barna sem núna eru móðurlaus. Og til að
gera illt verra hefur þessi tilviljunarkenndi atburður alið af sér
ranghugmyndir sem einungis gera baráttuna gegn sporðdrekunum
langdregnari og erfiðari. Reyndar staðhæfir ekkillinn, án nokkurra
vísindalegra sannana, að sporðdrekarnir hafi laðast að hinum mjög
svo heiðbláa lit augna hinnar myrtu og leggur fram sem veikburða
sönnun þessarar fljótfærnislegu fullyrðingar þá staðreynd, sem er
alger tilviljun, að stungurnar hafi skipst jafnt, þrjár og þrjár, á
hvort hinna bláu augna. Ég held því fram að þetta sé hrein bábilja,
spunnin upp af huglausum heila þessa veiklundaða náunga.)
Á sama hátt og í vörninni er best að látast ekki taka eftir tilvist
sporðdrekanna þegar sótt er að þeim. Þannig tekst mér líkt og af
tilviljun – eins og þið eigið eftir að komast að – að drepa á milli
áttatíu og hundrað sporðdreka daglega.
Ég nota eftirfarandi aðferð, sem ég vona að verði tekin upp í
þágu mannkyns og, ef mögulegt er, þróuð áfram.
Með kæruleysislegu látbragði sest ég á bekk í eldhúsinu og fer
að lesa dagblaðið. Af og til lít ég á klukkuna og tuldra, nógu hátt
til þess að sporðdrekarnir heyri: „Fjandinn sjálfur! Þessi djöfulsins
Pérez hringir ekki!“ Ég læt þessa óstundvísi Pérezar ergja mig og
nota tækifærið til að stappa nokkrum sinnum reiðilega í gólfið.
Þannig myrði ég ekki færri en tíu sporðdreka af þeim ótölulega
fjölda sem þekur gólfið. Með óreglulegu millibili tjái ég óþolinmæði
mína og á þennan hátt tekst mér að drepa dágóðan fjölda. Án þess
þó að vanrækja hinn óteljandi fjölda sporðdreka sem þekja loftið og
veggina (fimm skjálfandi, titrandi, iðandi svört höf). Af og til,
þegar ég geri mér upp eitt af mínum þykjustu móðursýkisköstum
kasta ég einhverjum þungum hlut í vegginn, síbölvandi þessum
fjandans Pérez sem lætur mig bíða eftir að hann hringi. Því miður
Milli_mála_4A_tbl_lagf_13.03.2013.indd 318 6/24/13 1:43 PM