Milli mála - 01.01.2012, Page 331
331
Ljúdmíla Úlítskaja
Bjarti fálkinn fríði1
Árið 1945 kláraði hin átján ára gamla Klava námskeið hjá Rauða krossinum og útvegaði sér vinnu sem hjúkrunarkona á
berklasjúkrahúsinu – þar var álagsuppbót. Strax fyrsta vinnudaginn
varð hún ástfangin af sjúklingi á stofu númer fimm, Filipp Kononov
að nafni, og giftist honum um leið og búið var að útskrifa hann til
að deyja heima. En læknunum skjátlaðist, hann dó ekki strax, held-
ur eftir tvö og hálft ár.
Filipp var afar hávaxinn, grindhoraður, og svo fagur að nágranna-
stúlkan Zhenja,2 sem þá var fjögurra ára, gleymdi aldrei hve ævin-
týralega fríður sýnum hann var: Hann var eins og bjarti fálkinn
fríði, Andrej örvaskytta eða Ívan konungssonur.3 En þrátt fyrir
yfirþyrmandi bláma augnanna, sem lágu djúpt í augntóftunum, var
hann algjör skepna. Hann var tvítugur, hann hafði fengið læknis-
meðferð vegna berklanna sem blossuðu upp eftir að hann særðist í
stríðinu, en tæringin át upp lungu hans þrátt fyrir ákafa viðleitni
læknanna – þó át hún hann upp hraðar illskan út í veröldina alla og
heim hinna lifandi sem myndu halda áfram að lifa á jörðinni eftir að
hann yrði horfinn. Og eftir því sem lungun tærðust því kröftugar
sauð í honum illskan og mest beindist skelfilegt afl hennar að
Klövu sem huggaði sig við þá lágkúrulegu alþýðuspeki að ef hann
lemdi hana – þá elskaði hann hana.
Hann gekk í fyrsta sinn í skrokk á brúði sinni í brúðkaups-
veislunni. Vinkonurnar, sem höfðu borðað bökurnar upp til agna,
1 Rebekka Þráinsdóttir þýddi.
2 Sögupersónurnar búa í kommúnölku sem var algengt búsetuform einkum í Moskvu og Pétursborg
á Sovéttímanum. Þar bjuggu nokkrar fjölskyldur eða einstaklingar saman og höfðu eitt eða fleiri
herbergi fyrir sig. Eldhús, baðherbergi, salernisaðstaða (ef einhver var) og gangur voru sameiginleg
rými. Nágrannastúlkan Zhenja er stúlka sem býr í sömu íbúð og Kononovfjölskyldan, en í öðru
herbergi.
3 Hér er vísað til persóna úr rússneskum ævintýrum og þjóðsögum sem nokkur vandi er að nefna á
íslensku, en þær eiga það sammerkt að vera hetjur og glæsimenni í hlutverki draumaprinsa og
konuefna.
Milli_mála_4A_tbl_lagf_13.03.2013.indd 331 6/24/13 1:43 PM