Milli mála - 01.01.2012, Blaðsíða 338
338
LIÐHLAUPINN
– Vina mín, þessir litlu hundar eru skriðdrekavörn. Þeir eru
þjálfaðir til að kasta sér undir skriðdreka, með íkveikjukokteil fest-
an við kviðinn … Hvað, vissuð þér það ekki?
Bjáni, bjáni, að hún skyldi ekki hafa áttað sig á þessu sjálf! Hún
hafði einhverra hluta vegna séð Tildu fyrir sér með merki Rauða
krossins á bakinu, þar sem hún hljóp trygg og hlýðin um vígvöllinn,
leitaði að særðum og sótti hjálp … En svo var það alls ekki þannig:
hún yrði þjálfuð til að smjúga inn á milli skriðbeltanna og stökkva
svo út, og hún myndi endurtaka þetta einfalda bragð mörgum
sinnum, til þess síðan að kasta sér einu sinni undir þýskan skriðdreka
og springa með honum í loft upp.
Kvaðningin lá í tösku Írínu. Hún hafði borist fjórum dögum
fyrr, og Írína hafði komið með hundinn á herkvaðningarstöðina á
nákvæmlega þeim tíma og þeim degi sem tiltekinn var. Á undan
þeim í röðinni voru enn tvær manneskjur og tveir hundar: gamall
maður með þýskan fjárhund og kona með kákasushund. Írína stóð
upp og án þess að láta þögla tíkina niður gekk hún burt af
ganginum.
Það tók þær fjörutíu mínútur að ganga heim, frá Begovajagötu
að Gorkígötu. Írína fór upp í íbúðina sína og setti það allra nauðsyn-
legasta í litla ferðatösku, hugsaði sig síðan um og setti dótið í
bakpoka. Hún hafði ákveðið að fremja glæp, og hann varð að fremja
þannig að hann vekti sem minnsta eftirtekt, og ferðataska myndi
vekja meiri athygli úti á götu en bakpoki.
Í bakpokann setti hún báða dallana hennar Tildu, fyrir vatn og
mat, og teppið hennar. Tilda sat við dyrnar og beið – hún skildi að
nú færu þær út.
Og þær fóru – fótgangandi, fyrst til móður Valentíns á Pokrovka-
götu, í húsið þar sem Tilda kom í heiminn: Valentín hafði verið
hennar fyrsti húsbóndi. Eftir nokkra daga fluttu þær sig til vinkonu
Írínu, á Pistsovaja-götu. Hún fór heim á nánast hverjum degi, á
Gorkígötu, opnaði póstkassann með litlum lykli, en fann aldrei það
sem hún hafði komið til að sækja; bréf frá Valentín af vígvellinum.
Hins vegar komu tvær herkvaðningar til viðbótar vegna Tildu.
Skjálfandi af hræðslu reif Írína þær báðar í tætlur á stundinni, og
þegar hún kom út úr stigaganginum henti hún þeim í nístandi gin
kafaldbylsins sem hamaðist allan þennan vetur, fyrsta stríðsveturinn.
Milli_mála_4A_tbl_lagf_13.03.2013.indd 338 6/24/13 1:43 PM