Milli mála - 01.01.2012, Side 342
342
UM LJÚDMÍLU ÚLÍTSKAJU OG ÞEGNA KEISARA VORS
lega ekki til – en Úlítskaja leggur þó sitt af mörkum og telur að sá hafi
haft rétt fyrir sér sem sagði: „Börn, elskið hvert annað.“3 Í útvarps
viðtali árið 2007, í tilefni af útkomu skáldsögu hennar Daníel Shtein,
túlkur,4 rabbaði Úlítskaja við þáttarstjórnanda og hlustendur og tók
undir þá skoðun eins hlustandans að bókin fjallaði að mörgu leyti um
að eina leiðin til bjargar væri í gegnum ástina, þolinmæði,
umburðarlyndi og kærleik. (Радио Свобода [Radio Svoboda] 2007).
Benjamin Sutcliffe fjallar sérstaklega um „umburðarlyndi“ í verkum
Úlítskaju í grein sinni „Liudmila Ulitskaia’s Literature of Tolerance“.
Hann fullyrðir og færir rök fyrir að samskipti við „hina“, sem sé
lykilþáttur í umburðarlyndi manna á milli, sé grundvallaratriði í
höfundarverki Úlítskaju.5 Söguhetjur Úlítskaju eru oft nærri jaðri
samfélagsins: fatlaðir, gyðingar, konur og börn. Sjálf hefur hún bent
á að áhugi hennar á „jaðarfólki“ eigi að einhverju leyti rætur í hennar
eigin reynslu: „Ég get fullvissað þig um að þjóðernissjálfsmynd
gyðingastúlku á 6. áratugnum [í Sovétríkjunum] er efni í sögu. Ég
fann það á eigin skinni. Þetta snerist hvorki um að vera betri eða verri,
heldur að vera öðruvísi … Og ég vildi vera eins og hinir“ (Gosteva
2002: 85).
Þær sögur sem hér birtast í íslenskri þýðingu eru úr smá
sagnasafninu Þegnar keisara vors (Люди нашего царя [Ljúdí nashevo
tsarja])6 frá árinu 2005. Titillinn vísar í sögu eftir rússneska rit
höfundinn Níkolaj Leskov (1831–1895) og bókin hefst á tilvitnun í
söguna, sem mætti þýða svona: „Hvaða kynlegu kvisti er ekki að
finna í ríki keisara vors!“7 Í þessari tilvitnun er að finna talsverðar
3 Gosteva 2001: 86. Hér vísar Úlítskaja að öllum líkindum í Jóhannesarguðspjall 13:34 þegar Kristur
talar til lærisveinanna við síðustu kvöldmáltíðina. Þar kallar hann þá „börn“.
4 Skáldsagan fjallar um örlög pólsks gyðings sem fyrir röð tilviljana og „kraftaverka“ lifir af helför
síðari heimsstyrjaldarinnar, gerist kaþólskur munkur og fer til Ísrael til að sinna trúboði og predika
umburðarlyndi.
5 Sutcliffe 2007: 507. Hér er vísað til samskipta fólks með ólík lífsviðhorf og bakgrunn, hvað varðar
trú, menningu og félagslegar aðstæður. Sutcliffe fjallar í grein sinni einkum um sögurnar Útfarar
veislan (Веселые похороны, [Vesjolyje pokhorony], 1997) og Daníel Shtein, túlkur, en tínir til
fjölmörg dæmi úr öðrum verkum höfundar, máli sínu til stuðnings.
6 Útgáfan sem hér er notuð er frá árinu 2008.
7 Улицкая 2008: 5. „Каких только людей нет у нашего царя!“ [Kakíkh tolko ljúdej net ú hashevo
tsarja!]. Tilvitnunin er úr sögunni „Соборяне“ [Soborjane] („Dómkirkjuklerkarnir“) sem birtist í
endanlegri gerð í nokkrum tölublöðum tímaritsins Русский вестник [Rússkí Vestník] árið 1872. Í
bók Úlítskaju virðist tilvitnunin ekki vera alveg orðrétt. Samkvæmt tveimur útgáfum sögunnar sem
skoðaðar hafa verið á Veraldarvefnum er hún rétt svona: „Господи, каких у нашего царя людей
нет!“ [Gospodí, kakíkh ú nashevo tsarja ljúdej net!]. Orðaröðin er önnur og fremst stendur
Milli_mála_4A_tbl_lagf_13.03.2013.indd 342 6/24/13 1:43 PM