Milli mála - 01.01.2012, Page 344
344
UM LJÚDMÍLU ÚLÍTSKAJU OG ÞEGNA KEISARA VORS
framhjáhald, fötlun, og ástar eða kynlífs sambönd þar sem aldurs
munur er mjög mikill – og yngri aðilinn jafnvel enn á barnsaldri.
Þegnar keisara vors skiptist í fimm hluta sem hver hefur sitt þema:
Þegnar keisara vors, Blóðbönd, Þau lifðu lengi …, Verndarengill og
Að lokum. Saman varpa sögurnar ljósi á lífshlaup manna og dýra,
einkum í Sovétríkjunum og Rússlandi, í gleði og sorg þar sem
sitthvað getur gerst; hver og einn bregst með sínum hætti við því sem
að höndum ber og enginn hefur öll réttu svörin á reiðum höndum.
Húmor og íronía eru notuð óspart og persónur bjargast gjarnan úr
ógnvænlegum aðstæðum fyrir mildi höfundarins með einhvers konar
hversdagslegum kraftaverkum – þó að ekki fari alltaf vel.
Í fyrsta hlutanum eru sagðar sögur úr lífi þegnanna, uppákomum
og ýmsu því sem hefur áhrif á líf þeirra. „Bjarti fálkinn fríði“ og
„Liðhlaupinn“ eru úr þessum hluta. Báðar gerast sögurnar á tímum
sem reyndu mjög á sovésku þjóðina; önnur í síðari heimsstyrjöldinni,
hin hefst árið sem stríðinu lýkur – að líkindum þegar því er lokið.
Sögurnar eru e.t.v. dæmigerðar fyrir bókina að því leyti að persónum
sem lenda í lífshættu eða standa andspænis mikilli ógn er bjargað;
illmenni hverfur af sjónarsviðinu og einhver betri kemur í staðinn
eða ógninni er bægt frá. Margar sögur í bókinni bera merki þess að
vera sögur úr raunveruleikanum. Sem dæmi má nefna að sagan af
„liðhlaupanum“ er fremur nákvæm endursögn af örlögum hunds
vinkonu höfundar, Írínu Erenburg, dóttur rithöfundarins Ílja
Erenburgs sem var fréttaritari á Rauðu stjörnunni í heimsstyrjöldinni
síðari (Tопос 2005).
Í flestum sögum í þessum hluta er lesandanum, ekki síður en
sögupersónunum, hlíft við dapurlegum sögulokum. En ekki alltaf. Í
einni sögunni er til dæmis sagt frá Galínu Andrejevnu sem var ung
og efnileg íþróttakona þegar „ógæfan dundi yfir“ (bls. 101). Hún og
maðurinn hennar eignast mikið fatlaða dóttur og 22 árum síðar
bugast Galína undan álaginu og sviptir sig lífi í myrkri frelsandi
rafmagnsleysis. Í annarri sögu fylgjumst við með skelfilegum en
grátbroslegum vonbrigðum Gennadís Tútsjkín þegar hann uppgötvar
að mikill meistari sem hann hafði lengi litið upp til og þráð að hitta
er enginn annar en Kúpelís, næsti nágranni hans í kommúnölkunni,
ömurlegt gamalmenni sem hélt vöku allar nætur fyrir Gennadí með
hósta, hryglum og soghljóðum.
Milli_mála_4A_tbl_lagf_13.03.2013.indd 344 6/24/13 1:43 PM