Milli mála - 01.01.2012, Page 345
345
REBEKKA ÞRÁINSDÓTTIR
Sögurnar í þeim hluta sem kalla mætti Blóðbönd fjalla um sam
band foreldra og barna og ekki síst hvaða merkingu það hefur að vera
„foreldri“. Er blóð þykkara en vatn? Hvað er fjölskylda? Fjöl skyldan
og samband fólks innan hennar er Úlítskaju hugleikin, ekki síst
vegna þeirra breytinga sem orðið hafa þar á frá þeim tíma er hún var
að alast upp (Gosteva 2002: 86). Fyrsta sagan í þessum hluta,
„Spursmál um faðerni“, hefst á vangaveltum um þróun í erfðafræði
og áhrif hennar á sönnunarbyrði í faðernismálum. Úlíts kaja er þeirrar
skoðunar að DNApróf í slíkum málum snúist oftar en ekki um
meðlagsgreiðslur og hún dáist að því þegar samband og traust milli
einstaklinga verður slíkum vangaveltum yfirsterkara (Tопос 2005).
Sögurnar í þessum hluta eru tileinkaðar slíkum tilfellum.
Í einni sögu í þessum hluta segir frá hinni glaðværu og söngelsku
Möshu. Hún giftist Ívani og eignast með honum tvo syni. Hjónin
syngja saman í kirkjukór í litlum bæ og allt er gott þar til eiginmaðurinn
ákveður að fara í prestaskóla. Smám saman breytist framkoma Ívans
gagnvart Möshu; hann verður hranalegur og dónalegur í viðmóti,
hættir að virða börnin viðlits, og tortryggni í garð eiginkonunnar fer
að grafa um sig í sálu hans. Þetta verður að lokum svo sjúklegt að
hann heimtar skilnað, enda eigi hann ekkert í krökkunum;
hjónabandið hafi allt verið blekking og svik. Gengið er frá
skilnaðinum; Ívan hverfur á braut en Masha jafnar sig að lokum.
Nokkru síðar verður hún barnshafandi eftir stundarkynni við
kornungan mann. Hún veit að fólk talar henni á bak, og þegar hún
heyrir á tal listamanna sem eru að gera við altarið í kirkjunni, reiðist
hún, segir þeim allan sannleikann og slær þannig vopnin úr höndum
þeirra með hreinskilni sinni. Upp frá þessu reynir annar mannanna
hvað hann getur til að kynnast Möshu og biður hana einn góðan
veðurdag að giftast sér. Henni þykir það svo kostulegt að hún játast
honum samstundis, án þess svo mikið sem vita hvað hann heitir. Þau
gifta sig áður en nýr drengur fæðist. Eiginmaðurinn nýi má ekki af
nýfædda barninu sjá, eldri drengirnir taka upp ættarnafn hans og
áður en langt um líður fæðist enn einn sonur og Masha þakkar Guði
fyrir alla tilhögun mála („Söngelska Masha“, bls. 126–135).
Dauðinn er helsta viðfangsefni næsta hluta, sem nefnist Þau lifðu
lengi. Fjallað er um hvernig hann ber að, aðdraganda hans, sem ef til
vill er lífið allt, og viðbrögð fólks við honum. Í sögunni „Þau lifðu
Milli_mála_4A_tbl_lagf_13.03.2013.indd 345 6/24/13 1:43 PM