Milli mála - 01.01.2012, Page 347
347
REBEKKA ÞRÁINSDÓTTIR
hvort fólk lifir eða deyr í sögulok – heldur að höfundurinn láti
tjaldið falla þegar það er tímabært.8
Í næstsíðasta hluta bókarinnar, Verndarengill, eru frásagnir af
eftirminnilegum atvikum og tilviljunum í lífi fólks. Fyrsta sagan er
hálf blaðsíða og ber sama heiti og hlutinn allur „Verndarengill“. Sú
sem segir söguna greinir frá því að gömul frænka hennar komi alltaf
fram á gang, blessi hana og kalli til verndarengla áður en farið er út í
daginn. Sögumaður segist ekki vita um aðra en veit að hennar
verndarengill er alltaf með henni: „Hann verndar mig á öllum mín
um ferðum og sýnir mér margt áhugavert og merkilegt“ (bls. 245).
Lítil stúlka grenjar það í gegn að fá að hafa með sér stálpaðan
andarunga úr sumarhúsinu til Moskvu. Ferðalagið er eftirminnilegt
en um veturinn er kofi andarinnar í húsagarðinum eyðilagður og
öndinni stolið. „Til hvers var líka afi að flytja öndina frá Kratov í
innkaupaneti?“ („Öndin“, bls. 246–247).
Kona kaupir sér tappa í baðkarið – en verður að kaupa tvo. Annan
setur hún í baðið en hinn velkist um í töskunni hennar vikum saman.
Einn góðan veðurdag hittir hún Níkíta, sem er af menntamönnum
kominn en hefur sjálfur setið í fangabúðum oftar en einu sinni og er
tannlaus og allslaus. Þau taka tal saman og hann spyr hvar hann finni
búsáhaldaverslun, hann vanti nefnilega baðtappa. Og sögukonan
gleðst yfir því að vera á réttum stað og réttum tíma með baðtappa í
töskunni – þó að hún sé alls ekki viss um hvor verndarengillinn hafi
hér haldið um stjórnartaumana, hennar eða Nikíta („Tappinn“, bls.
259–260).
Heimspekilegar örsögur og hugleiðingar um Guðdóminn, lífið og
leyndardóma tilverunnar fylla lokahlutann, Að lokum. Bókinni lýkur
á þessari örsögu: „Nú, ég missi hendur, fætur og höfuð, upp gufar
aldur, fæðingardagur, dánardægur og jafnvel heimilisfang, netfang,
og svo nafn og ættarnafn – og það verður í lagi“ (bls. 365).
8 Gosteva 2002: 79. Úlítskaja á hér við að ef höfundurinn bregst ekki við þá hljóti að koma að því að
söguhetjan deyi af náttúrulegum orsökum, og veltir því fyrir sér í framhaldinu hvernig
heimsbókmenntirnar væru ef Hamlet hefði látist úr offitu um sjötugt og Júlía úr niðurgangi um
fertugt. Hver væri þá staða höfundarins?
Milli_mála_4A_tbl_lagf_13.03.2013.indd 347 6/24/13 1:43 PM