Milli mála - 01.01.2012, Page 351
351
STEVEN PINKER
samvinnu og sameiginlega hugvitssemi gætu varpað ljósi á ástæðu
þess að sverðkettir, frumfílar, ullhærðir nashyrningar og tugir
annarra stórra spendýra dóu út um það leyti sem nútímamenn
komu í heimkynni þeirra. Forfeður okkar virðast hafa drepið þau.
Tungumálið er svo samofið mannlegri reynslu að naumast er
unnt að ímynda sér lífið án þess. Líklegt er að þar sem tveir menn
eða fleiri eru saman komnir hvar sem er á jörðinni muni ekki líða á
löngu þar til þeir fara að skiptast á orðum. Þegar menn hafa engan
til að tala við tala þeir við sjálfa sig, hundana sína eða jafnvel
plönturnar. Í félagslegum samskiptum okkar eru það ekki hinir fót-
fráu sem ráða hlaupinu heldur hinir mælsku – heillandi ræðu-
maður, tungulipur svikahrappur, barn sem talar af sannfæringar-
krafti og fær vilja sínum framgengt við stærra og sterkara foreldri.
Málstol, truflun á máli eða málskilningi vegna heilaskemmda, er
skelfilegt og í alvarlegum tilvikum getur fjölskyldunni fundist sem
manneskjan sem það hrjáir sé farin fyrir fullt og allt.
Þessi bók fjallar um mannlegt mál. Öfugt við flestar bækur sem
hafa orðið „mál“ í heiti sínu fjallar hún ekki um rétta málnotkun,
uppruna orðtaka eða slangurs, hún skemmtir lesendum hvorki með
orðum sem lesa má jafnt aftur á bak sem áfram né með stafabrengli,
hún rekur ekki heiti staða til sögulegra persóna og fjallar ekki um
dásamleg nöfn yfir dýrahópa á borð við exaltation of larks. Því ég
ætla ekki að skrifa um enska tungu eða nokkurt annað tungumál,
heldur um sjálft undirstöðuatriðið, þann meðfædda eiginleika
okkar að læra, tala og skilja tungumál. Í fyrsta sinn í sögunni er
eitthvað til að skrifa um í þessu samhengi. Fyrir um það bil þrjátíu
og fimm árum urðu til ný fræði. „Hugræn fræði“, eins og þau eru
kölluð núorðið, tengja saman verkfæri úr sálfræði, tölvunarfræði,
málvísindum, heimspeki og taugalíffræði til að skýra hvernig
mannleg greind starfar. Einkum hafa orðið gríðarlegar framfarir á
sviði málvísinda á þessu tímabili. Við erum nálægt því að skilja
mörg fyrirbrigði í málinu eins vel og við skiljum hvernig myndavél
virkar eða til hvers við erum með milta. Ég vonast til að geta komið
þessum spennandi uppgötvunum til skila; sumar þeirra eru með
þeim glæsilegustu sem hafa verið gerðar á sviði nútímavísinda, en
það er líka annað sem vakir fyrir mér.
Nýlegar uppgötvanir um málhæfi hafa haft byltingarkennd áhrif
Milli_mála_4A_tbl_lagf_13.03.2013.indd 351 6/24/13 1:43 PM