Milli mála - 01.01.2012, Page 358
358
EÐLISHVÖT TIL AÐ TEMJA SÉR FÆRNI
málvísindum getum við verið viss um að möguleg fjölbreytni tungumáls
er skýrt afmörkuð … Það tungumál sem hver manneskja tileinkar sér er
auðug og flókin samsetning en fullkomlega vanákvörðuð (e. underdetermined)
vegna þess að sú vitneskja sem er tiltæk [barninu] er brotakennd. Eigi að
síður hafa einstaklingar í málsamfélagi í meginatriðum þróað með sér
sama tungumálið. Þá staðreynd er aðeins hægt að skýra með því að gera
ráð fyrir að þessir einstaklingar noti mjög takmarkandi (e. restrictive)
reglur sem stýra uppbyggingu málfræðinnar. (Chomsky 1975: 9–11)
Með því að skilgreina með nákvæmri tækni setningar sem venjulegt
fólk samþykkir sem móðurmál sitt þróuðu Chomsky og aðrir
málvísindamenn kenningar um málfræði hugans, sem liggur að
baki þekkingu manna á ákveðnum tungumálum, og algildismál-
fræði sem liggur að baki þessum tungumálum. Strax í upphafi varð
starf Chomskys hvatning fyrir aðra vísindamenn, þ. á m. Eric
Lenneberg, Georg Miller, Roger Brown, Morris Halle og Alvin
Liberman, til að opna algerlega ný svið í tungumálarannsóknum,
allt frá málþroska barna og málskilningi til tauga- og erfðafræði.
Nú á tímum fást þúsundir vísindamanna við að rannsaka þær
spurningar sem hann vakti máls á. Chomsky er á okkar dögum
meðal þeirra tíu höfunda sem oftast er vitnað í á öllum sviðum
hugvísinda (hann slær við Hegel og Cíceró, og aðeins Marx, Lenín,
Shakespeare, Biblían, Aristóteles, Platón og Freud hafa betur en
hann) og sá eini þeirra tíu efstu sem enn er á lífi.
En hvað þessar tilvitnanir í verk hans þýða er önnur saga.
Chomsky æsir menn upp. Viðbrögðin spanna allt frá lotningarfullri
aðdáun sem aðeins gúrúar í skrýtnum trúarreglum eru vanir að
njóta til nístandi fúkyrða sem fræðimenn hafa þróað í æðra listform.
Öðrum þræði er ástæðan sú að Chomsky ræðst á það sem enn er ein
af undirstöðum fræðimennsku á 20. öld – „staðlaða félagsfræði-
líkanið“ (e. Standard Social Science Model), en samkvæmt því mótast
hugur manna af menningarsamfélaginu sem þeir búa í. En stað-
reyndin er einnig sú að enginn hugsuður getur leyft sér að hunsa
Chomsky. Einn harðasti gagnrýnandi hans, heimspekingurinn Hil-
ary Putnam, segir:
Milli_mála_4A_tbl_lagf_13.03.2013.indd 358 6/24/13 1:43 PM