Milli mála - 01.01.2012, Page 361
361
STEVEN PINKER
þriggja ára börn eru málfræðisnillingar, ef setningafræðin er skráð í
erfðaefni okkar og tengd við heilann, hvernig stendur þá á því að
svona illa er komið fyrir enskri tungu? Af hverju virðast venjulegir
Bandaríkjamenn tómir rugludallar í hvert sinn sem þeir opna
munninn eða stinga niður penna?
Mótsögnin sprettur af þeirri staðreynd að orðin „regla“, „mál-
fræðilega réttur“ og „málfræðilega rangur“ hafa gjörólíka merkinu
í augum vísindamanns og leikmanns. Reglur sem fólk lærir (eða
getur ekki lært öllu heldur) í skóla eru kallaðar forskriftarreglur, þær
mæla fyrir um hvernig við „ættum“ að tala. Vísindamenn sem
stunda tungumálarannsóknir fást við lýsandi reglur sem lýsa því
hvernig menn tala. Þetta er tvennt ólíkt og það er gild ástæða til
þess að vísindamenn einbeita sér að lýsandi reglum.
Í huga vísindamanns er grundvallarstaðreyndin um tungumálið
hvað það er hreint og beint með ólíkindum. Flest fyrirbæri heimsins
– vötn, klettar, tré, ormar, kýr, bílar – eru ótalandi. Þegar menn
tala nota þeir aðeins örlítið brot af öllum þeim hljóðum sem þeir
geta gefið frá sér. Ég get raðað saman orðum sem lýsa því hvernig
kolkrabbar maka sig eða hvernig á að fjarlægja bletti eftir kirsu-
berjasósu; ef ég raða orðunum örlítið öðruvísi verður útkoman
setning sem hefur aðra merkingu eða jafnvel enga. Hvernig getum
við skýrt þetta kraftaverk? Hvað þyrfti til þess að smíða tæki sem
gæti búið til nákvæma eftirmynd af mannlegu máli?
Við þyrftum augljóslega að byggja inn í það einhvers konar
reglur, en hvers konar reglur? Forskriftarreglur? Ímyndið ykkur
hvernig það væri að reyna að smíða talandi vél sem ætti að hlíta
reglum á borð við „Ekki fleyga nafnhátt“ eða „Ekki láta setningu
nokkurn tíma hefjast á because.“ Vélin yrði gagnslaus. Reyndar
höfum við nú þegar tæki sem fleyga ekki nafnháttinn, þau heita
skrúfjárn, baðker, kaffivélar og svo framvegis. Forskriftarreglur eru
gagnslausar án þeirra undirstöðureglna sem móta setningarnar,
skilgreina nafnháttinn og skrá orðið because áður en nokkuð annað
gerist. Á þessar reglur er aldrei minnst í málfarshandbókum eða
kennslubókum í málfræði vegna þess að höfundarnir gera réttilega
ráð fyrir að sá sem getur lesið þessar bækur hljóti að vera búinn að
læra reglurnar. Ekki þarf að segja neinum, ekki einu sinni tískudrós
frá Kaliforníu, að segja ekki Apples the eat boy eða The child seems
Milli_mála_4A_tbl_lagf_13.03.2013.indd 361 6/24/13 1:43 PM