Milli mála - 01.01.2012, Page 362
362
EÐLISHVÖT TIL AÐ TEMJA SÉR FÆRNI
sleeping eða Who did you meet John and? eða aðrar þær endalausu
samsetningar orða sem eru stærðfræðilega mögulegar í billjónatali.
Þegar vísindamaður leiðir hugann að öllum þeim hátæknilega
hugbúnaði sem þarf til að raða orðum í venjulegar setningar verða
forskriftarreglur í besta falli ómerkilegt skraut. Sú staðreynd að þær
þarf að æfa sýnir að þær eru framandi í náttúrlegri gerð málkerfisins.
Við getum látið forskriftarreglur gagntaka okkur en þær koma
mannamáli ekkert við, ekki frekar en sá mælikvarði sem er notaður
til að dæma ketti á kattasýningum kemur líffræði spendýra við.
Þess vegna felst engin mótsögn í að segja að allt venjulegt fólk
geti talað málfræðilega rétt (í merkingunni skipulega) og málfræði-
lega rangt (í merkingunni án forskriftar), rétt eins og það felst eng-
in mótsögn í að segja að leigubíll hlíti lögmálum eðlisfræðinnar en
brjóti lögin í Massachusetts. Þetta vekur hins vegar spurningu.
Einhvers staðar hlýtur einhver að búa til reglur fyrir okkur hin um
hvað sé „rétt enska“. Hver? Akademía enskrar tungu er ekki til og
það er eins gott; tilgangur Frönsku akademíunnar er að skemmta
blaðamönnum frá öðrum löndum með ákaflega umdeildum ákvörð-
unum sem Frakkar hunsa af léttúð. Ekki sátu neinir landsfeður á
stjórnlagaþingi um enska tungu í árdaga. Það kemur reyndar ekki
á óvart að þeir sem setja lög um „rétta ensku“ tilheyri óformlegu
neti yfirlesara, orðanefndarmanna, höfunda að handbókum um mál-
fræði og ritun, enskukennara, ritgerðasmiða, málfarspistlahöfunda
og sjálfskipaðra spekinga. Þeir þykjast hafa til þess umboð af því að
þeir hafi unnið að því að festa í gildi reglur sem hafi gagnast málinu
vel í fortíðinni, ekki síst í verkum fremstu rithöfunda á enska
tungu, og gert það skýrara, rökréttara, skipulegra, gagnorðara,
glæsilegra, samfelldara, nákvæmara, traustara, heilsteyptara og blæ-
brigðaríkara. (Sumir þeirra ganga lengra og segjast í raun standa
vörð um getu manna til að hugsa skýrt og rökrétt. Það ætti ekki að
koma á óvart að slík róttækni í anda Benjamins Lee Whorf sé
algeng meðal þessara sjálfskipuðu spekinga; sá sem getur gerst full-
trúi sjálfrar rökvísinnar lætur sér varla nægja að kenna.) William
Safire, sem skrifar vikulega pistilinn „On Language“ fyrir New York
Times Magazine, kallar sjálfan sig language maven og grípur til
jiddíska orðsins maven sem þýðir sérfræðingur. Það er reyndar
hentug nafngift á allan hópinn.
Milli_mála_4A_tbl_lagf_13.03.2013.indd 362 6/24/13 1:43 PM