Milli mála - 01.01.2012, Page 365
365
STEVEN PINKER
áhyggjur af að lesendur haldi að hann kunni ekki regluna frekar en
að hann sé að bjóða henni byrginn. (Ég játa að þetta hefur fælt mig
frá að fleyga nokkra nafnhætti sem hefði mátt fleyga.) Aðalatriðið
er kannski að þar sem forskriftarreglur eru sálfræðilega svo óeðlilegar
að aðeins þeir sem hafa notið viðeigandi menntunar geta farið eftir
þeim, gegna þær hlutverki orðsins „sjibbólet“ (e. shibboleth) og
einkenna það málfar sem aðgreinir fína fólkið frá lýðnum.
Hugtakið shibboleth (hebreskt orð sem þýðir „flaumur“) er úr
Biblí unni:
Íbúar Gíleaðs settust um Jórdanarvöðin yfir til Efraím. Og þegar flótta-
maður úr Efraím sagði: „Leyfið mér að fara yfir,“ þá sögðu íbúarnir í
Gíleað við hann: „Ert þú Efraímíti?“ Ef hann svaraði: „Nei,“ sögðu þeir
við hann: „Segðu Sjibbólet.“ Ef hann sagði: „Sibbólet,“ og gætti þess ekki
að bera það rétt fram gripu þeir hann og drápu hann við Jórdanarvöðin.
Féllu þá fjörutíu og tvö þúsund af niðjum Efraíms. (Dómarabókin 12:
5–6)
Ótti af þessu tagi hefur stjórnað forskriftarmálfræðimarkaðnum í
Bandaríkjunum alla síðustu öld. Um gjörvallt landið töluðu menn
enska mállýsku sem H. L. Mencken kallaði bandaríska tungu (e.
The American Language), en sum af einkennum hennar eru frá elstu
tímum nútímaenskunnar. Svo óheppilega vildi til að hún varð ekki
viðurkennt mál ríkis og skóla og stór hluti „málfræði“- námsefnis í
bandarískum skólum hefur beinst að því að útskúfa henni sem
málfræðilega röngu, óvönduðu máli. Kunnugleg dæmi eru aks a
question, workin’, ain’t, I don’t see no birds, he don’t, them boys, we was,
og þátíðarmyndir á borð við drug, seen, clumb, drownded og growed.
Heilsíðuauglýsingar birtust í tímaritum þar sem fullorðnu fólki
sem hafði metnað en hafði ekki getað lokið skólagöngu var boðið
bréfanámskeið, þær birtu lista af málfarsdæmum undir æpandi
fyrirsögnum eins og: „gerir þú einhverja af þessum skammarlegu
villum?“
ى
Málvendirnir halda því iðulega fram að bandarísk enska, sem víkur
frá viðurkenndri ensku, sé ekki aðeins annars konar tungumál
heldur ófágaðra og órökréttara. Þeir yrðu þó að viðurkenna að erfitt
Milli_mála_4A_tbl_lagf_13.03.2013.indd 365 6/24/13 1:43 PM