Milli mála - 01.01.2012, Page 366
366
EÐLISHVÖT TIL AÐ TEMJA SÉR FÆRNI
gæti reynst að færa rök fyrir þessu ef horft er til sagnorða sem eru
höfð óregluleg andstætt málvenju, svo sem drag – drug (og jafnvel
enn frekar ef horft er til sagnorða sem eru andstætt málvenju höfð
regluleg, svo sem feeled og growed). Eins og Richard Lederer bendir
á hefur það gerst í „réttri“ ensku að: „Today we speak, but first we
spoke; some faucets leak, but never loke. Today we write, but first
we wrote; we bite our tongues, but never bote.“ Við fyrstu sýn
virðast málfarsspekingarnir hafa meira til síns máls hvað varðar
myndir sagna sem hafðar eru eins í öllum persónum, eins og í He
don’t og We was. En þessi tilhneiging hefur samt verið til staðar í
viðurkenndri ensku í margar aldir. Enginn æsir sig yfir að við
skulum vera hætt að nota sérstaka aðra persónu eintölu í sagnorðum,
eins og til dæmis sayest. Og að því leyti eru mállýskurnar viður-
kenndri ensku fremri, því að þeir sem tala mállýskurnar hafa yfir að
ráða fornöfnum í annarri persónu fleirtölu eins og y’all og youse, en
stöðluð enska hefur það ekki.
Nú eru verjendur staðlaðrar ensku líklegir til að draga fram hina
illræmdu tvöföldu neitun, eins og í I can’t get no satisfaction. Rökrétt
er að þessar tvær neitanir eyði hvor annarri, segja þeir; háttvirtur
Jagger er í raun að segja að hann sé ánægður. Lagið ætti að heita: „I
Can’t Get Any Satisfaction.“ En slík rökfærsla er ekki fullnægjandi.
Mörg hundruð tungumál krefjast þess að neitunarorð sé haft ein-
hvers staðar innan „sviðs“ (e. scope), eins og það er kallað í mál-
vísindum, sagnorðs með neitun. Hin svokallaða tvöfalda neitun var
málvenja í miðensku Chaucers og er fjarri því að vera hignunarmerki,
og neitun í staðlaðri frönsku – eins og í Je ne sais pas, þar sem ne og
pas eru hvort tveggja neitunarorð – er kunnuglegt dæmi úr
nútímamáli. Reyndar er viðurkennd enska ekkert öðruvísi. Hvað
þýða orðin any, even og at all í eftirfarandi setningum?
I didn’t buy any lottery tickets.
I didn’t eat even a single French fry.
I didn’t eat fried food at all today.
Greinilega engin ósköp; við getum ekki notað þau án neitunarinnar
eins og eftirfarandi undarlegu setningar sýna:
Milli_mála_4A_tbl_lagf_13.03.2013.indd 366 6/24/13 1:43 PM