Milli mála - 01.01.2012, Síða 372
372
EÐLISHVÖT TIL AÐ TEMJA SÉR FÆRNI
flied, hafnaboltahugtaksins, því fyrir henni er raunveruleg ástæða. Stað-
reyndin – hin óhjákvæmilega staðreynd – er að óreglulegar sagnir eru til.
(Bernstein 1997: 81)
„Raunveruleg ástæða“ fyrir þátíðarmyndinni flied er í huga Bern-
steins að hún hefur sérstaka merkingu í hafnabolta, en sú ástæða er
röng; see a bet, cut a deal og take the count eru orðasambönd sem hafa
öll sérstaka merkingu en sagnirnar fá þó að halda sinni óreglulegu
þátíð, saw, cut og took, í stað þess að breytast í seed, cutted, taked. Nei,
hin raunverulega ástæða er að to fly out þýðir to hit a fly og a fly er
nafnorð. Og menn segja broadcasted af sömu ástæðu: ekki af því að
þeir vilji gera allar óreglulegar sagnir reglulegar á einni nóttu,
heldur af því að í huganum skilgreina þeir sögnina to broadcast sem
„to make a broadcast“, hún er sem sagt leidd af nafnorðinu a broad-
cast (útvarpssending), sem er svo miklu algengara. (Upprunaleg
merking sagnorðsins, „að dreifa fræjum“, er lítt þekkt nú á dögum
nema meðal garðyrkjumanna.) Sagnorðið to broadcast er dregið af
nafnorði og þess vegna getur það ekki haft sína eigin sérstöku
þátíðarmynd, af þeim sökum hafa leikmennirnir vit á að beita
reglunni: „Bætið -ed aftan við“.
Mér er skylt að ræða eitt dæmi í viðbót: hið mjög svo úthrópaða
orð hopefully. Setning á borð við, Hopefully, the treaty will pass, er
talin kolröng. Atviksorðið hopefully er dregið af lýsingarorðinu
hopeful og þýðir „vongóður, á vongóðan hátt“. Þess vegna, segja
spekingarnir, ætti aðeins að nota það í setningum sem vísa til
persónu sem er að gera eitthvað á vongóðan hátt. Sé það höfundurinn
eða lesandinn sem er vongóður, ætti að segja, It is hoped that the
treaty will pass, eða If hopes are realized, the treaty will pass, eða, I hope
the treaty will pass.
Nú skulum við íhuga eftirfarandi:
1. Það er einfaldlega ekki rétt að atviksorð í ensku verði að segja til
um á hvern hátt gerandinn innir verk af hendi. Atviksorð eru
tvenns konar: atviksorð í sagnlið, svo sem carefully, sem vísa til ger-
andans, og setningaratviksorð, svo sem frankly, sem lýsa viðhorfi
Milli_mála_4A_tbl_lagf_13.03.2013.indd 372 6/24/13 1:43 PM