Milli mála - 01.01.2012, Blaðsíða 375
375
STEVEN PINKER
brigðum í framburði og framsögn, stofnanamáli, lélegri stafsetningu
og greinamerkjasetningu, gervivillum eins og hopefully, illa upp-
byggðum texta, skrautyrðum ráðamanna, óvandaðri málfræði á
borð við ain’t, blekkjandi auglýsingum og svo mætti lengi telja (svo
að ekki sé minnst á úthugsaða hnyttni sem er ofvaxin skilningi
nöldurseggjanna).
Ég vonast til að hafa sannfært ykkur um tvennt. Margar for-
skriftarreglur málfræðinnar eru beinlínis heimskulegar og þeim
ætti að eyða úr handbókum um málnotkun. Og meginhluti hinnar
stöðluðu ensku er einmitt þetta, staðlaður, á sama hátt og ákveðnar
mynteiningar eða rafspenna á heimilum er sögð stöðluð. Það er ekki
annað en heilbrigð skynsemi að fólk fái hvatningu og tækifæri til að
læra þá mállýsku sem er viðtekin í samfélaginu og beita henni á
margs konar formlegum sviðum. En það er ástæðulaust að nota
hugtök á borð við „léleg málfræði“, „sundurlaus setningabygging“
og „röng notkun“ um málnotkun landsbyggðarfólks eða blökku-
manna. Þó að ég sé ekki hrifinn af þeirri „pólitísku rétthugsun“ sem
kallar á notkun skrautyrða (samkvæmt háðfuglunum ættum við
ekki að segja hvít kona, heldur melanínlítil persóna af ákveðnu kynferði)
er það bæði móðgandi og vísindaleg ónákvæmni að nota orð eins og
„léleg málfræði“ í stað „ekki viðtekin málvenja“.
Svo vikið sé að slangri er ég mikill stuðningsmaður þess! Sumir
hafa áhyggjur af að slangur geti einhvern veginn „spillt“ tungunni.
Það er lítil hætta á því. Flestir samfélagshópar standa vörð um
slanguryrði sín eins og þau væru einkennismerki þeirra. Unnandi
tungumála sem fengi að líta sýnishorn af slanguryrðum gæti ekki
varist hrifningu andspænis glæsilegum orðaleikjum og andríki
læknanema (Zorro-belly, crispy critter, prune), rappara (jaw-jacking,
dissing), háskólanema (studmuffin, veg out, blow off), brimbrettakappa
(gnarlacious, geeklified) og tölvuþrjóta (to flame, core-dump, crufty).
Þegar þessi orð verða gömul í hettunni geta þau orðið hluti af
almennu tungutaki og þau fylla oft ágætlega upp í eyður sem voru
fyrir í tungumálinu. Ég veit ekki hvernig ég komst af án sagnorðanna
to flame (að mótmæla fullur vanþóknunar), to dis (að sýna virðingar-
leysi), og to blow off (að varpa frá sér skyldu), og til eru mörg þúsund
ensk orð sem nú þykja óaðfinnanleg, svo sem clever, fun, sham, banter,
mob, stingy, bully, junkie og jazz, en voru upphaflega slanguryrði. Það
Milli_mála_4A_tbl_lagf_13.03.2013.indd 375 6/24/13 1:43 PM