Milli mála - 01.01.2012, Síða 382
382
KRÓNIKUR DAGS OG NÆTUR
hann mun svara að hann sé þarna á milli tánna á náunganum þarna,
þar sem hann drap í sígarettunni sinni.
A. – Ertu að gera grín að mér? Nei, sko þetta er ekkert fyndið, sjáðu
til, ég er ekki héðan og ég er í vandræðum því ég á stefnumót hérna
í kvöld …
B. – Við hvern?
A. – Við konu og hún sagði mér að þegar ég kæmi út af lestarstöðinni
þá færi ég að torginu, það væri ekki hægt að villast, þú ferð þangað
sem mannlífið er, ég mun bíða eftir þér … þannig að ég er að leita
sko …
B. – Leitaðu þá, hvað viltu að ég segi við þig … en farðu og leitaðu
annars staðar … til dæmis þarna, sjáðu, farðu og leitaðu þarna.
A. – Truflar það þig ef ég verð hér áfram?
B. – Já það truflar mig, mig langar ekki að horfa á þig bíða hérna
eftir einhverri gellu með blómvönd í hendinni, ég verð þunglyndur.
A. – Ó …
B. – Ó hvað, svona farðu nú, skilurðu ekki það sem er sagt við þig?
A. – Jú … nei sjáðu, bærinn er að lifna, hún var kannski ekki að
ljúga að mér, ég er kannski eftir allt saman á rétta staðnum!
B. – Finnst þér þú vera fyndinn eða finnst þér þú vera fyndinn?
A. – Í alvöru talað … nei, eiginlega ekki! Truflar það þig virkilega
að ég verði hérna áfram?
B. – Þessi gæi er fífl, já virkilega, ég hef nóg að gera.
A. – Ég skil, en lofaðu mér einu, ef þú sérð hana, hún er ekki mjög
hávaxin, ljóshærð með svona Prins Valíant klippingu …
B. – Ég tek hana!
A. – Ha?
B. – Ég tek hana, heldurðu að ég láti sæta stelpu framhjá mér fara
bara si svona …
A. – Ég finn á mér að þú ert að grínast, segðu henni bara að ég hafi
komið og ég bíði eftir henni aðeins lengra frá …
B. – Já, já ég skal segja henni það …
A. – Vegna þess að ég keypti blóm handa henni, henni finnast rósir
svo fallegar … sem sagt … jæja, ég ætla ekki að trufla þig meira,
þú hefur „nóg að gera“ … en leiðinlegt því mér finnst gaman að
spjalla svona, við hvern sem er, ég elska það.
Milli_mála_4A_tbl_lagf_13.03.2013.indd 382 6/24/13 1:43 PM