Milli mála - 01.01.2012, Síða 384
384
KRÓNIKUR DAGS OG NÆTUR
bíður eftir að það dimmi, fyrir framan, á gangstéttinni, á móti.
Hann reykir sígarettu og það kvöldar.
Hann horfir inn. Hann ímyndar sér brot úr samtali. Ljós slokknar,
kviknar aftur og slokknar aftur. Það er dimmt og það er kalt. Hann
nýr saman höndum.
Hann hugsar að það sé ekkert sem heitir tilviljun, að eitthvað muni
gerast, atburður, að þegar maður vill eitthvað virkilega þá komi að
því að það gerist. Hann hugsar um hana sofandi. Hann hugsar svo
sterkt til hennar að hún hlýtur að finna það.
En það gerist ekki neitt, hún finnur ekki neitt, hún sefur.
Hann stendur upp og hleypur burt.
*
Það sem er gott við nóttina, þegar þú sofnar í myrkrinu, er að þú
getur hugsað um konuna sem þú elskar, jafnvel þótt það sé ekki sú
sem sefur við hliðina á þér.
*
Ég get ekki sagt það, get ekki útskýrt það. Einfaldan hlut, ég get
það ekki … þetta er … það er eitthvað að … þetta virkar ekki,
eitthvað sem fer ekki af stað, mig langar að segja ykkur, oh ég vildi
óska þess að þetta myndi opnast þarna inni, en það opnast ekki, það
er ekkert sem kemur út, aldrei, ekkert gott, þarna, það er ekkert
sem þið getið lesið þarna, ekkert sem þið getið ráðið í og á sama
tíma skynjað, jafnvel á undan mér, þarna, það sem ég skynja, sagt
mér það, það er eitthvað, eitthvað lítið skítugt fyrirbæri sem sést
ekki, sem stíflar eða ég veit það ekki, eins og smá arða sem raskar
öllu, sem stöðvar allt, ég veit það ekki, ég pæli í þessu en ég skil
það ekki, í alvöru, hverju líkist ég eiginlega?
Ótrúlegt, þegar fólk sér mig þá hugsar það, þessi er flott, það er
ótrúlegt hvað þessi stelpa er flott, þvílík útgeislun, mann langar að
bíta í hana, hún er, hvernig segir maður, safarík, já, flæðandi,
fallega þrýstin, mmmm djöfull hvað hún er falleg, girnileg, þessi
stelpa er gangandi freisting, frá toppi til táar, eruð þið ekki
sammála?
Þetta er ekki rétt. Þetta er bara umgjörð, beinagrind, skrítin
beinagrind, ég veit það ekki, ég veit það ekki.
Stundum þegar nóttin er lengri en venjulega og ég er þarna eins og
fífl og gleypi í mig brauðsneiðar með smjöri, kakósmjöri eða
Milli_mála_4A_tbl_lagf_13.03.2013.indd 384 6/24/13 1:43 PM