Milli mála - 01.01.2012, Page 385
385
XAVIER DURRINGER
hnetusmjöri, tæmi allt, ísskápinn, eggjabakkana til að gera eggja-
köku, kroppa í súkkulaði, tel dagana fyrir framan kaldar tómar
dollurnar, dýfi bara einhverju í sultuna, þá segi ég við sjálfa mig að
ég verði að fitna, ná mér í fitu, já verða feitari og feitari, þannig að
enginn, aldrei neinn muni horfa á mig, því stærri og feitari sem ég
verði því minna sjáist ég, fyndið, ekki satt?
Ég gæti lagt mig niður í friði, teygt úr feitum leggjunum, snúið
mér á hliðina, ég myndi gera eins og þreytt kona, ég myndi tæma
spjald eftir spjald af litlum pillum í öllum litum, bláar, ég myndi
loka augunum og gleyma hvað ég heiti og hvernig ég var og um
leið og ég lokaði augunum myndi ég deyja, já ég myndi deyja.
*
Hann gengur til að þurfa ekki að fara heim.
Hann gengur sömu göturnar aftur og aftur, fyllir upp í gangstéttina.
Hann bíður eftir að hitta konu, bara einhverja konu, hann er ekki
erfiður í kvöld, næstum því hvaða konu sem er. Hann myndi tala
við hana, heilsa henni, segja að hann langi til að sofa hjá henni, að
hún skuli losa hann við allt sem hann hafi þarna inni í sér, hún geti
það vel, hvar sem er, heima hjá sér, heima hjá honum, eins og hún
vilji, núna strax, í ganginum eða í bílnum, honum er sama svo lengi
sem hann tekur hana án þess að hugsa um eitthvað annað en að
tæma sig.
Svo drífur hann sig burt.
*
Áður.
Áður hló ég, að öllu og engu.
Áður söng ég, frá morgni til kvölds.
Áður dansaði ég, hvar sem var.
Áður gat ég talað klukkutímum saman, um hvað sem var og við
hvern sem var.
Ég þurfti þess, staður og stund skiptu ekki máli.
Ég þurfti þess, ég nálgaðist ástina eins og spenntur bogi, eins og
vélbyssuskot sem hittir ekki í mark, ég beið eftir að það hitti í
mark, einhvern, einhvers staðar.
Það kom að því, ég hitti þig.
Áður en ég hitti þig, hló ég.
Áður en ég hitti þig, söng ég.
Milli_mála_4A_tbl_lagf_13.03.2013.indd 385 6/24/13 1:43 PM