Milli mála - 01.01.2012, Side 386
386
KRÓNIKUR DAGS OG NÆTUR
Áður en ég hitti þig, dansaði ég.
Áður en ég hitti þig, talaði ég klukkustundum saman um hvað sem
var, við hvern sem var.
*
Ef þú menntar þig ekki verður ekkert úr þér, þú færð enga vinnu,
ekkert hús, þú munt engjast eins og maur á brennheitri pönnu …
þú munt aldrei eignast konu. Þú munt ráfa um frá einum stað til
annars, skilja eftir þig slóðina, eins og snigill, skuldaslóðina, skil-
urðu það, sonur minn? Eins og bensín sem lekur úr vösunum þín-
um.
Og einn dag mun einhver kveikja í. Skilurðu? Einhver mun kveikja
í og eldurinn mun hremma þig og þú fuðrar upp á staðnum, sonur
minn, þú verður brunarúst. Farðu varlega sonur, það er enga vinnu
að fá það er ekkert eftir …
Eftir 25 ár í sömu verksmiðjunni hentu þeir í mig tvöföldum mán-
aðarlaunum og armbandsúri í þakklætisskyni. Armbandsúri! Til að
telja hvað, til að bíða eftir hverju, úri! Til þess að ég og mamma þín
bíðum klukkutímunum saman, dögum saman eftir fréttum af syni
okkar. Skilurðu það eða skilurðu það ekki? Til þess að síminn
hringi einn daginn til að tilkynna mér að sonur minn hafi brunnið.
Sonur þinn brann fyrir framan húsið þitt. Skilurðu það?
Þú verður að gegna herskyldunni, fara í röðina, verða að manni, vera
traustsins verður, raka af þér hárið, verða eins og allir hinir,
skilurðu?
Frakki!
Þú verður að hreinsa burt fortíðina, hreinsa í staðinn fyrir að brenna.
Þú þarft að þvo okkur og nudda dag eftir dag, þvo af okkur
fortíðina, skilurðu, svo ég verði einn daginn stoltur af þér.
Og hann fór að gráta, gat ekki hætt, ég stóð þarna eins og asni og
horfði á hann gráta. Ég hellti upp á kaffi, hann drakk ekkert, skildi
allt eftir.
Maður grætur þá sem eru dánir, þá sem við skildum eftir, hugsaði
ég.
Ég hugsaði, maður grætur þá sem eru dánir, ekki þá sem eru lifandi,
pabbi.
Milli_mála_4A_tbl_lagf_13.03.2013.indd 386 6/24/13 1:43 PM