Milli mála - 01.01.2012, Síða 388
388
KRÓNIKUR DAGS OG NÆTUR
meira á draslið þarna inni varð þetta ljósara fyrir mér: barn! Það
hafði svifið í kringum okkur í langan tíma eins og línudansari, línu-
dansari sem vill komast niður.
Það sveif þarna fyrir framan barnafatabúðirnar, fyrir framan
skóflurnar og föturnar á ströndinni, það var þarna, þessi kjáni, og
sveiflaðist fram og aftur allan daginn.
Við vorum með leiðbeiningar til að koma því niður af þessu skýi og
við æfðum okkur á hverjum einasta degi til að koma því niður, við
æfðum okkur einsog fyrir Ólympíuleikana: lappir upp í loft til að
halda því inni. Ég þreif allt húsið, málaði allt hvítt, notaði
hreinsiefni og allt. Allt var tilbúið, við höfðum burðast með draslið
niður í kjallara, engir blettir á hurðarhúnum eða veggjum, allt
hvítt, það vantaði bara vögguna.
Þegar hlutirnir vilja ekki gerast þá vilja þeir ekki gerast, þetta er
eins og olía og vatn, það blandast ekki saman, alveg sama þótt mað-
ur hristi það, það fer allt á sama veg.
Við hittum hjörð af svokölluðum sérfræðingum, þeir létu okkur
pissa í tilraunaglös, rannsökuðu sæðisstöppu herrans, mældu
mjaðmagrindina á frúnni, við virkuðum tæknilega séð, en það virk-
aði ekki, eitthvað sálfræðilegt dót að þvælast fyrir svo barnið komst
ekki niður af línunni.
Eitthvert stress, einhver tálmi hjá mér. Við fórum á makróbíótískt
mataræði, vonlaust að finna pulsubita eða bara einhverja fitu í
ísskápnum og það pirraði hann alveg ískyggilega. Allt var létt og
vítamínbætt.
Ég fékk sting í hjartað, alveg til botns þegar hann fór, án afsökunar.
Það er á sunnudögum sem er verst að gleyma, bara á sunnudögum,
hina dagana er mér skítsama, ég tek mig taki, en á sunnudögum get
ég það ekki
Hann sagði, ég vil þekkja líkama þinn eins vel og minn, fíflið,
rafvirkjafíflið.
*
Það er sagt að það sé eitthvað að hjá henni þessari, einhver vandamál.
Hafið þið litið í eigin barm, allir eiga við vandamál að stríða. Það
er ekki bara ég, það er alltof auðvelt að segja það.
Hver vogar sér að segja það við mig, ég þoli það ekki.
Milli_mála_4A_tbl_lagf_13.03.2013.indd 388 6/24/13 1:43 PM