Milli mála - 01.01.2012, Page 389
389
XAVIER DURRINGER
Allur minn tími fór í að hugsa um aðra, hafa áhyggjur af öðrum,
vera miður mín af áhyggjum út af öðrum.
Núna er minn tími kominn, ég hef ofan af fyrir mér, passa mig,
hugsa vel um mig.
Það er sagt að maður þurfi að vera viljasterkur til að komast af, en
viljastyrkurinn er bara ekki alltaf nóg.
Ég gef skít í þetta lið, ég gef skít í hamingjusamt fólk, ástfangið
fólk sem helst í hendur, og hvíslast á. Þau halda að þau séu að segja
rosalega merkilega hluti, eins og ég viti ekki hvað þau eru að segja,
þetta ömurlega ástfangna lið. Ég veit alveg hvað ég er að segja, búin
að fara í gegnum þetta.
Ég gef skít í fólk sem káfar hvort á öðru, sem andar hvort á annað,
sem sleppir sér, ég hata pískur, ég hata strokur, kærustupör sem eru
fléttuð saman á almenningsbekkjunum, eiga ekki einu sinni fyrir
hótelherbergi, þvílíkur aumingjaskapur! Finnst ykkur þetta ekki
niðurdrepandi, ég bara spyr?
Þetta er byrjunin, þau vita ekki hvað bíður þeirra, allir þessir
djöfulsins asnar eru bara að byrja, á upphafsreit, seinna meir versnar
þetta, mér finnst betra að vara ykkur við, þetta á eftir að verða
hræðilegt, hrikalegt.
Þeir sjá mig og segja, það er eitthvað að hjá þessari, og þeir þekkja
mig ekki einu sinni. Þeir gera ráð fyrir því að ég eigi við vandamál
að stríða, ég veit ekki til þess að það sé skrifað á ennið á mér.
Þeir þekktu mig ekki áður, og þeir leyfa sér að tala, að tala án þess
að vita …
Án þess að vita að ég, áður, líka núna en sérstaklega áður, þá var ég
mjög fyndin. Já, þarna stakk ég upp í ykkur og þið horfið á mig og
hugsið bla bla bla …
En þessir helvítis asnar vita ekki að ég var mjög fyndin, þeir geta
ekki ímyndað sér það.
Ég mætti á staðinn og allir fóru að hlæja.
Viljið þið fá að heyra „the best of“, oh ég verð að muna eftir þeim
besta, það var …
Vitið þið hvað þetta er?
(býr til önd með hendinni og lætur hana fljúga)
Milli_mála_4A_tbl_lagf_13.03.2013.indd 389 6/24/13 1:43 PM