Milli mála - 01.01.2012, Page 391
391
XAVIER DURRINGER
Fred. – Viltu að ég mylji sykurmola í vatn eða á ég að fara og kaupa
handa þér súkkulaði?
Lucie. – Nei, nei.
Fred. – Þú segir bara til.
Lucie. – Ég var að segja að allt er í lagi.
Fred. – Ertu viss?
Lucie. – Já.
Fred. – Allt í lagi, ef þig vantar eitthvað þá læturðu bara vita, ekki
hika …
Lucie. – Allt í lagi.
Fred. – Á kaffihúsinu er hægt að fá ótrúlega góðan ís með litlum
sólhlífum sem standa upp úr rjómanum.
Lucie. – Ég vil vera ein smástund.
Fred. – Nú, ég skil, ég skil, fyrirgefðu, ég er að fara en ég fer ekki
langt, ef þig vantar eitthvað hringdu þá bara, heyrðu, ég ætla að
setjast þarna, ég fer ekki neitt, ég horfi bara á þig og ef þú þarft
eitthvað þá gefurðu merki, allt í lagi, nú fer ég, þangað, allt í lagi,
nú fer ég …
*
Maður verður að loka sig inni til að vera viss.
Hætta að hitta fólk.
Bara við tvö, eins lengi og þarf, til að vera viss um hvort annað, til
að byggja upp einhvers konar traust, til að vera viss um að við séum
eins, elskum hvort annað eins, jafnmikið, hvort annað, skilurðu, og
svo gerum við eins og Englendingarnir við grasið, fáum okkur lítil
skæri, klippum allt sem er umfram, allt sem gæti valdið óþægind-
um, orðið okkur til trafala.
*
Ef maður setur til hliðar allar þær óþörfu klukkustundir, allar þær
klukkustundir sem maður hefur eytt í að þvo sér, borða, drekka,
kaupa inn, elda, leggja á borðið, horfa á sjónvarpið, vinna, fara í
vinnuna, koma úr vinnunni, vera á leiðinni, milli tveggja staða,
tveggja lesta, tveggja íbúða, sofa.
Hvað er þá eftir?
Þannig að ég þvæ mér sjaldnar, ég borða minna, ég sest ekki lengur
við borðið, ég borða beint úr niðursuðudósinni sem ég finn á
leiðinni heim.
Milli_mála_4A_tbl_lagf_13.03.2013.indd 391 6/24/13 1:43 PM