Milli mála - 01.01.2012, Side 392
392
KRÓNIKUR DAGS OG NÆTUR
Ég geri ekki lengur nein plön, ég vinn ekki lengur, ég á ekki lengur
sjónvarp, ég labba, því grennri sem ég verð, því minna hugsa ég um
þennan líkama sem íþyngir mér alltaf meir og meir.
Að vissu leyti finn ég sjálfan mig.
*
Þetta sumar var mjög erfitt, mjög heitt, kílóið af ferskjum var á
sirka þúsundkall, iljarnar kraumuðu í heitum sandinum, maður
baðaði sig í hlandvolgu vatninu, gat ekki sofið á nóttinni, malbikið
bráðnaði, maður reyndi að kæla sig með vatni, komst ekki út úr
húsi, beið eftir síðdeginu til að fara á ströndina, heitt loftið brenndi
á manni nasirnar, endalausir síðdegislúrar, það var hægt að kúra
saman og elskast smávegis, telja flugurnar í loftinu, helvítis sumar-
ið, þetta sumar, helvítis sumar.
Þetta sumar var mjög erfitt, mjög heitt og kílóið af ferskjum var á
sirka þúsundkall.
*
Ég hef alltaf gert allt alltof hratt.
Ég er stelpan sem gleypir í sig lífið en það stendur allt í mér. Vegna
þess að ég er alltaf að flýta mér …
Til dæmis að borða peru, ég veit ekki almennilega hvað það er, af
því að þegar ég smakkaði peru í fyrsta skipti var hún ekki nógu
þroskuð, hún var græn.
Og það skilur eftir skrítið bragð á tungunni og á tönnunum, þegar
þú skyrpir hýðinu og aldinkjötinu út úr þér. Það var enginn sem
sagði mér að hún væri ekki nógu þroskuð til að leggja sér til munns.
Það leið langur tími þangað til ég nartaði í næstu peru, hún var
safarík.
Vitið þið af hverju það er sett rautt vax á stöngulinn?
Þetta er kannski smáatriði en það er í rauninni mjög mikilvægt.
Málið er að peran, hún byrjar að rotna á þessum stað. Ótrúlegt,
perurnar rotna á stönglinum, þær drepast, þær eldast, út frá þessu,
þetta er geðbilun. Svo breiðist hún út ef við gleymum rauða vaxinu,
og hún étur sig áfram, hægt, hún skemmir holdið, innan frá, hún
drepur hana alls staðar, hægt en örugglega, eins og hold á fiski sem
losnar of auðveldlega frá beinunum. Brúnir blettir koma í ljós út
um allt, stækka og fjölga sér hægt og rólega án þess að skemma
neitt, stækka og lina aldinkjötið … og það endar eins og legusár,
Milli_mála_4A_tbl_lagf_13.03.2013.indd 392 6/24/13 1:43 PM