Milli mála - 01.01.2012, Page 393
393
XAVIER DURRINGER
drep, ég veit það ekki, það þýðir ekkert að reyna að halda henni
saman, að reyna að taka hana úr pakkningunni, stöngullinn verður
eftir í hendinni, og peran helst ekki saman, hún er lin, blaut, svört
að innan, svona er að eldast, þessar helvítis frumur sem gefast upp
alltof fljótt, alltof hratt …
Þegar peran er ennþá græn og stinn, þá er setur maður smá vax til
þess að hún þroskist smátt og smátt, frá degi til dags, eins og hún
á að gera.
Ég hef alltaf gert allt alltof hratt.
*
Bara tæma hugann eins og í bíó, ís í brauðformi og súkkulaði, bara
tæma hugann í eitt skipti fyrir öll, láta sér blæða út, leyfa þessari
drullu að leka út, tæma, án þess að flokka, sérstaklega ekki greina
hið góða frá hinu illa, slaka algerlega á, gleyma, þvinga sig til að
gleyma, gleyma öllu, vera með höfuðið í skýjunum, gleyma hvað ég
heiti, hvenær ég er fæddur, hvaða dag, gleyma ástvinum.
Ég sé lítil lömb hlaupa um í grasinu og hvíta skýjahnoðra, segl og
fiska, net og mislit handklæði í vindinum, litla dropa á flísunum,
litla dropa af kvikasilfri, kvikasilfur, það er ekki hægt að ná því með
fingrunum, of fínt, of þétt, kvikasilfrið er of fínt, of þétt, það er ekki
hægt, ekki hægt … það er ekki hægt … kvikasilfrið.
*
Vitið þið hvað þetta kostar?
Þessi jakki hérna, kostaði 60 þúsund kall.
Og vitið þið hvað þetta kostar?
Kjóllinn minn, hann kostaði 40 þúsund kall.
Vitið þið hvað skórnir mínir kosta?
Skórnir mínir, þeir kosta 18 nei, 20 þúsund, já 20 þúsund kall.
Og sokkabuxurnar mínar þær kosta þrjú þúsund.
Og vitið þið hvað þetta kostar?
Nærbuxurnar mínar, þær kosta þrjú þúsund og fimm hundruð.
Æ nei … vitið þið hvað þetta kostar?
(sýnir annað brjóstið) sjö þúsund
(hún sýnir hitt brjóstið) Óheppin, ég er með tvö … Segjum 14
þúsund krónur.
Ég er metin á 140 þúsund og fimm hundruð krónur.
Er þetta ekki grátlegt?
Milli_mála_4A_tbl_lagf_13.03.2013.indd 393 6/24/13 1:43 PM