Milli mála - 01.01.2012, Síða 395
395
XAVIER DURRINGER
*
Hann. – Af hverju ertu með mér?
Hún. – Af því ég er heppin, heppin að hafa hitt þig.
Hann. – Er það?
Hún. – Já, vegna þess að þú ert öðruvísi, þú átt ekkert, ekki neitt.
Bara þig, og það er öðruvísi.
Hann. – Er það ástæðan fyrir því að þú ert með mér?
Hún: Þú átt ekki hús, ekki bíl, engan pening, þú lofar mér engu,
þú vilt ekkert, við vitum ekki hvar við sofum í kvöld eða á morgun,
ekkert, og það, það er gott. Þú veist ekki hvað það er gott að vita
ekki hvað mun gerast, að hafa ekkert plan, að lofa engu, við munum
gera allt saman.
Hann. – Já
Hún. – Já, og það er tilbreyting, um leið og ég hitti einhvern þá
rúntar hann með mig í þessum skítabíl sínum, hann sýnir mér
íbúðina sína, ótrúlega stoltur, hann er alltaf að laga á sér hárið, skil-
urðu, hann talar um ferðalög, býður mér á veitingastað, lætur vita
að hann á pening, lætur vita af sér, heilsar öllum á kaffihúsinu, talar
hátt, eins og hani í hænsnakofa, montar sig í billjard, talar um kvik-
myndir. Þú gerir ekkert af þessu og þegar þú horfir á mig þá
horfirðu bara á mig og ekki til hliðar eða yfir öxlina á mér, skilurðu?
Hann. – Ekki alveg.
Hún. – Það skiptir ekki máli, í alvöru það skiptir ekki máli. Það er
bara betra, betra að þú skiljir ekki.
Hann. – Kannski.
Hún. – Kysstu mig.
*
Ég skil akkúrat ekki neitt.
Ég skil ekki hvernig rafmagnið fer í gegnum vírana, hvernig ljósið
kemur og allt. Ég veit að það eru virkjanir og túrbínur og vélar, það
veit ég, ég veit að það þarf að virkja eldinguna.
Nei, í alvörunni, ég veit það ekki, ég ýti á takka og … verði ljós,
einfalt!
Þetta er nú ekki flóknara en það í höfðinu á mér, ég ýti á takka og
inni í veggnum fer allt af stað í vírunum og svo í peruna. Ég er sko
nútímakona!
Og útvarpið, mér er sagt að það séu bylgjur sem spássera um,
Milli_mála_4A_tbl_lagf_13.03.2013.indd 395 6/24/13 1:43 PM