Milli mála - 01.01.2012, Síða 396
396
KRÓNIKUR DAGS OG NÆTUR
„megahertz“ og hvað eina, ekki veit ég hvað það þýðir, „megahertz“
… en hvað með það, útvarpssendir og allt, leiðarar sem leiða þetta
allt saman, og þegar ég sný takkanum skipti ég um bylgju og ég næ
henni, en ég, ég sjálf næ engu, skil ekkert. Ég skil ekki hvernig
þetta virkar þarna uppi til að það komi niður, ég gæti ekki gert
þetta, fengið bylgjurnar til að koma niður aftur.
Og sjónvarpið, það er það sama, ég ætla ekki að fara út í smáatriðin,
ég ýti á takkann og ég fæ mynd, en ég get ekki útskýrt þetta,
hvernig á ég að fara að því?
Og bíllinn, það sama, ég set bensín á hann, olíu, vatn, það veit ég
og svo sný ég lyklinum.
Og flugvél sem tekur á loft? Það skil ég ekki.
Og risastórt flutningaskip úr járni, hvernig flýtur það? Er það
loftbólan? Er það málið?
Og eldflaugarnar, drifkrafturinn! Glætan!
Ég er á núlli, ég má þola allan helvítis daginn, ég er á núlli, ég má
þola.
Ekki vera hissa þó ég leiti örvæntingarfull að einhverjum sem getur
útskýrt þetta allt fyrir mér, þið þurfið ekkert að vera hissa að mig
langi að grenja um leið og ég vakna á morgnana.
Það eina sem ég veit, eða ég held það, er að jörðin er hnöttótt, en
þeir hafa nú sagt það í sjónvarpinu að hún sé nú ekki alveg hnöttótt,
þeir segja að hún sé flöt á pólunum. Flöt á pólunum.
Ég er nútímakona sem lifir á fornöld.
*
Það er undarlegt, ég veit ekki hvaðan ég kem né hvert ég er að fara,
ég fer á fætur á morgnana og segi við sjálfa mig að það sé gott hjá
mér að fara á fætur, fara í sturtu, stinga mér undir bununa, ég þvæ
af mér síðustu nótt og allar hinar næturnar líka, ég vil vera gagnleg
fyrir einhvern eða eitthvað, sjálfboðaliði, skeina gaml ingja, tala við
þá, færa þeim kökur, eitthvað í þá áttina, ég veit það eiginlega ekki,
ég hef ekki gert neitt merkilegt um ævina, ekki neitt ómerkilegt
heldur, ég er ekki viss lengur, ég gleymi, ég er búin að gleyma þeim
sem ég elska og þeim sem hafa elskað mig.
*
Himinninn opnast. Óróleiki. Maður finnur hlutina koma.
Loftið breytist, allt breytist, hægt.
Milli_mála_4A_tbl_lagf_13.03.2013.indd 396 6/24/13 1:43 PM