Morgunblaðið - 03.01.2012, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 2012
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
„Við erum búnir að vera í gríðarlega
stífum prófunum allt síðasta ár með
bandarísku fyrirtæki sem ætlar að
kaupa vöruna,“ segir Kristján Björn
Ómarsson, stofnandi og hönnuður
nýsköpunarfyrirtækisins Fjölblend-
is. Fyrirtækið sérhæfir sig í þróun á
eldsneytiskerfum sem byggð eru á
TCT-tækninni (e. Total Combustion
Technology) en með henni er hægt
að draga úr eldsneytisnotkun um allt
að 10-15% og losun mengandi loft-
tegunda um 25-30%. Vert er að
benda á að sé hvarfakútur notaður
samhliða má minnka útblásturs-
mengun enn frekar.
Fjölbreytt kerfi
Fjölblöndungurinn sem hannaður
hefur verið af Kristjáni Birni er
hugsaður til notkunar á minni vélum
á borð við sláttuvélar, keðjusagir og
létt bifhjól en með aukinni þróun
verður unnt að nota TCT-tæknina á
stærri og öflugri vélar. Önnur sér-
staða kerfisins er sú að það getur
keyrt á fleiri en einni eldsneytisteg-
und og er því hægt að notast við
tæknina á vélum sem knúnar eru
bensíni, steinolíu, gasi og alkóhóli.
„Ég tel að þetta eldsneytiskerfi muni
lifa svo lengi sem brunavél verður á
markaðnum því það er gríðarlega
erfitt að gera hlutinn betri en þetta,“
segir Kristján Björn og bendir á að
notkunarmöguleikar TCT-kerfisins í
framtíðinni séu gríðarmiklir.
Möguleg verksmiðja á Íslandi
Að undanförnu hefur verið unnið
að því að setja upp framleiðsluverk-
smiðju í Kína í samstarfi við blönd-
ungaframleiðanda og hefur hún nú
framleitt um eitt hundrað stykki en
sú framleiðsla telst vera fyrsti lið-
urinn í því að koma vörunni á al-
mennan markað. Segir Kristján
Björn nú miklar prófanir verða varð-
andi framleiðsluþáttinn næstu 4-6
mánuði og gangi þær eftir sem
skyldi verður unnt að framleiða um
30.000 eintök af TCT á mánuði þegar
framleiðslan kemst á skrið.
Segist hann jafnframt hafa fundið
fyrir talsverðum áhuga hér á landi
og hafa m.a. komið upp hugmyndir
þess efnis að reisa verksmiðju á Ís-
landi. „Það hafa menn hér á landi
verið í sambandi við mig með að at-
huga hvort ekki sé hægt að setja upp
verksmiðju á Íslandi og það er í at-
hugun,“ segir Kristján Björn. Verði
af framkvæmd verksmiðjunnar hér á
landi mun sú notast við meiri sjálf-
virkni í framleiðslu sinni en verk-
smiðjan sem fyrir er í Kína. Má því
reikna með að hið minnsta tuttugu
ný störf skapist með tilkomu hennar.
Að sögn er m.a. horft til Akureyrar
varðandi mögulega staðsetningu og
hafa einkaaðilar að norðan sýnt hug-
myndinni athygli. Kristján Björn
bendir þó á að uppsetning verk-
smiðju sé kostnaðarsamt verk og
gerir hann ráð fyrir að kostnaður
vegna þessa verði um 200 milljónir
króna. Næstu markmið eru að sögn
skýr; að vinna að aukinni kynningu
TCT-tækninnar erlendis og að safna
nægjanlegu fjármagni til að tryggja
megi áframhaldandi rekstur og þró-
un.
Áhugi á innlendri verksmiðju
Eldsneytiskerfi byggt á TCT-tækni minnkar umtalsvert eldsneytisnotkun og mengun frá vélum
Framleiðsla fyrstu eintaka þegar hafin í Kína Kostnaður við verksmiðju hér á landi 200 milljónir
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Hönnuður Kristján Björn ætlar að vinna að aukinni kynningu fyrirtækisins. Verksmiðja Alls hafa nú um 100 eintök af TCT verið framleidd í Kína.
Batnandi aðstæður í íslensku efna-
hagslífi eru helstu ástæður þess að
Bauhaus hyggst loks opna stærstu
byggingavöruverslun landsins á
vormánuðum en auglýst var eftir al-
mennu starfsfólki nú um áramót.
Alls bárust fyrirtækinu um 450 um-
sóknir um þær stjórnunarstöður
sem auglýstar voru í haust.
Halldór Óskar Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóri Bauhaus á Íslandi,
segir að þrettán hafi þegar verið
ráðnir til starfa hjá fyrirtækinu en
heildarfjöldi starfsmanna verði á
bilinu 60-80 manns. Eru þetta um
helmingi færri störf en fyrirtækið
hafði upphaflega áætlað að ráða í en
alls sóttu 1.250 manns um 150 störf
sem auglýst voru í september 2008,
þegar til stóð að opna verslunina í
desember sama ár.
Þá sóttu einnig 650 um þær
stjórnunarstöður sem í boði voru og
ráðið var í en aldrei kom til þess að
fólkið tæki til starfa, þar sem opnun
verslunarinnar var frestað um
óákveðinn tíma.
„Það fyrsta sem við gerðum var
að hafa samband við þetta fólk og
það eru nokkrir sem koma til baka
aftur,“ segir Halldór, sem sjálfur
hóf aftur störf fyrir fyrirtækið síð-
astliðið sumar. Þá hafi forsvars-
menn fyrirtækisins ákveðið að tími
væri kominn á að endurvekja verk-
efnið.
Halldór segir menn hafa skynjað
breytingar til batnaðar á liðnu ári.
„Umhverfið er mun jákvæðara en
það var,“ segir hann um þær að-
stæður sem rekstrinum séu búnar.
„Og við horfum til framtíðar og
væntum þess að ástandið lagist á
þessu ári og því næsta,“ segir Hall-
dór.
Byggingu húsnæðisins við
Vesturlandsveg, sem hýsa mun
verslunina, lauk í janúar 2009 en
það er um 21.000 fermetrar að
stærð og í versluninni verða alls um
120.000 vörunúmer samkvæmt aug-
lýsingu hennar. M.a. vantar sölu-
fulltrúa í deildir á borð við Baðheim
og Garðaland, auk starfsfólks í
vörumóttöku, afgreiðslu og í áfyll-
ingar, svo fátt eitt sé nefnt.
holmfridur@mbl.is
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Bauhaus Húsnæði Bauhaus við Vesturlandsveg stendur nú autt en stutt er í að breyting verði þar á.
Vænta þess að efnahags-
ástandið fari batnandi
Bauhaus opnað í vor og hyggst ráða í 60-80 störf
Eitt af síðustu
verkum Jóns
Bjarnasonar í
ráðherraemb-
ætti var að
skipta um
stjórnarformann
Hafrannsókna-
stofnunar Ís-
lands. Fór Jón
fram á það við
Friðrik Má
Baldursson, prófessor við Háskól-
ann í Reykjavík, að hann viki úr sæti
stjórnarformanns Hafrannsókna-
stofnunar. Í stað Friðriks skipaði
Jón Erlu Kristinsdóttur, fram-
kvæmdastjóra Sjávariðjunnar í Rifi,
sem stjórnarformann. „Það var eng-
inn aðdragandi að þessu. Ég veit
ekki um neitt sem hefði átt að verða
þessa valdandi,“ sagði Friðrik Már í
samtali við mbl.is, fréttavef Morgun-
blaðsins, í gærkvöldi. Hann sagði að
skipan sín hefði átt að renna út í
sumar. Jón Bjarnason vildi ekki tjá
sig um málið, en Bjarni Harðarson,
sem starfað hefur sem aðstoðarmað-
ur hans, segir að þessi skipti hafi
lengi staðið til. „Þetta talar fyrir sig
sjálft en ég get ekki gefið nánari
skýringar,“ segir Bjarni.
Skipti um stjórn-
arformann Hafró
Jón
Bjarnason
Erla
Kristinsdóttir
Friðrik Már
Baldursson