Morgunblaðið - 03.01.2012, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 2012
ÞORRI
NN 201
2
Þorrahlaðborð
Nóatúns
Sendum um land allt
Gerum verðtilboð fyrir stærri
þorrablót (50-500 manna)
Upplýsingar í síma 822-7005
eða veislur@noatun.is
ÞJÓÐLEG
Á ÞORRA
FRÉTTASKÝRING
Una Sighvatsdóttir
una@mbl.is
„Ráðherrakapall Jóhönnu (og Dags og
Hrannars) var svo ruglingslegur, ráð-
leysislegur, óviss og órökstudd ferð án
fyrirheits að enginn var hrifinn og
hann í raun féll í umræðu á sögulegum
flokksstjórnarfundi SF […] Ég hef
verið á þeim öllum frá stofnun. Aldrei
áður hefur neitt þessu líkt gerst.“ Svo
hljóðar frásögn Kristrúnar Heimis-
dóttur, aðstoðarmanns Árna Páls
Árnasonar, fráfarandi efnahags- og
viðskiptaráðherra, af flokksstjórnar-
fundi Samfylkingarinnar 30. desem-
ber.
Á fundinum, þar sem kosið var um
tillögur að uppstokkun í ráðherralið-
inu, var hart tekist á og lýsti Kristrún
því þannig á Facebook-síðu sinni að
hótunum hefði verið beitt jafnt á ung-
liða sem eldri borgara. Ræðu Árna
Páls hefði þurft til að stilla til friðar
þegar líða tók á kvöldið og svo komið
að forysta flokksins og ríkisstjórn var
að því komin að falla.
Logandi hræddir við ágreining
Mörður Árnason, þingmaður Sam-
fylkingarinnar, svaraði Kristrúnu
óbeint á bloggsíðu sinni á gamlársdag.
Mörður sagði að áberandi óánægja
hefði verið meðal burðarmanna í
„hrunstjórninni“, þar á meðal hjá
Kristrúnu, og augljóst að flokkurinn
hefði enn ekki gert upp þátttökuna í
þeirri ríkisstjórn.
Mörður fagnaði því að á fundinum
hefði verið tekið hressilega á enda
hefðu fyrstu árin í starfi Samfylking-
arinnar einkennst af því að flokksmenn
hefðu verið „logandi hræddir við allt
sem lyktaði af ágreiningi eða átökum,
af því að andstæðingarnir héldu að
fólki þeirri mynd af flokknum að þar
væri eitthvert tækifærishröngl og hver
höndin upp á móti annarri“. Flokks-
stjórnarfundir hefðu því aðallega verið
klapp fyrir ræðu Össurar Skarphéð-
inssonar sem formanns og sama sýn-
ingarhald hefði haldið áfram þegar
Ingibjörg Sólrún tók við formennsku.
„Þess vegna var alveg príma að fá
skoðanaskipti, pólitískan ágreining og
alls kyns spælingar nýjar og gamlar
upp á yfirborðið í gær á gömlu Hótel
Esju,“ bloggaði Mörður um fundinn,
sem lauk með því að tillögurnar voru
samþykktar með um 73% atkvæða.
Jafnframt var fall-
ist á kröfu um að
boða aukalands-
fund strax í vor.
Kristrún spáir því
að ný flokksfor-
ysta verði þá
væntanlega kosin í
vor.
„Góð býtti fyrir
flokkinn“
Samfylkingin stendur uppi með þrjú
stærstu ráðuneytin á hendi en eftir
sem áður er ljóst að breytingarnar
fóru illa í suma flokksmenn.
Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í
stjórnmálafræði við Háskólann á
Akureyri, segir að Evrópusinnum í
flokknum kunni að finnast dýru verði
keypt að fórna Árna Páli Árnasyni í
skiptum fyrir Jón Bjarnason.
„Það má kannski segja það að sumir
innan Samfylkingarinnar horfi þröngt
á þessa atburði, en ég vil halda því
fram að þegar heildarmyndin er skoð-
uð hljóti þetta að hafa verið góð býtti
fyrir flokkinn.“
Rúmur áratugur er liðinn síðan
Samfylkingin varð til við samruna
fjögurra flokka á vinstri vængnum.
Aðspurður hvort átakafælnin, sem
Mörður talar um, hafi leitt til þess að
enn hafi ekki náðst eining milli þessara
ólíku fylkinga segir Grétar að þær
átakalínur sem dregnar hafi verið í
þessari deilu virðist frekar markast af
Evrópumálunum og atvinnumálum á
landsbyggðinni. En lýsir krafan um
landsfund í vor ekki óánægju innan
flokksins? „Það má vel vera að þeim,
sem telji sig hafa orðið undir í þessum
hrókeringum, hlaupi kapp í kinn og
vilji ræða málin. Það þarf ekki að þýða
að það eigi að steypa forystunni enda
nýbúið að kjósa Jóhönnu og ég held
ekki að hún gefi sína forystu baráttu-
laust eins og staðan er í dag.“
Nýjar og gamlar deilur rísa
Þrátt fyrir að Samfylkingin fái sterkustu ráðuneytin eru ekki allir á eitt sáttir innan flokksins
Hótunum beitt í deilum um ráðherraskiptin Gamall ótti við innanflokksátök á undanhaldi?
Morgunblaðið/Ómar
Ný ríkisstjórn Breytingar voru gerðar á ríkisstjórninni á síðasta degi ársins 2011. Árni Páll Árnason og Jón Bjarna-
son véku úr ráðherrastólum en Oddný G. Harðardóttir kom ný inn sem fjármálaráðherra.
Kristrún
Heimisdóttir
Mörður
Árnason
Grétar Þór
Eyþórsson
„Það hefur
verið eitt af
leiðar-
stefjum
Samfylking-
arinnar að
sameina
jafn-
aðarmenn
þótt það sé
kannski ekki
algilt. Virðist sterkur vilji til
að láta þetta stóra fyrirheit
verða að veruleika hafa ráðið
dálítið pólitískri menningu
flokksins,“ segir Birgir Guð-
mundsson, dósent við Háskól-
ann á Akureyri.
Þetta hefur þó að sögn
Birgis ekki komið í veg fyrir að
ágreiningsmál hafi komið upp
innan Samfylkingarinnar, en
hins vegar hafi menn mjög
reynt að sýna það út á við að
flokkurinn sé stjórntækur og
því kannski ekki borið átökin á
torg. „En ég held að það sé
ekki með vísvitandi hætti, ekki
með valdi, heldur sé það meira
einhver innri ritskoðun.“ Samt
sem áður einkenni for-
ingjaræði uppstokkunina og
hvernig hana beri að. „Foringj-
arnir eru að minna á að það
eru þeir sem ákveða hverjir
lifa og deyja. Það er lexían
sem þeir ráðherrar sem fara
læra.“
Pólitísk
menning
flokksins
ÁTÖK EKKI BORIN Á TORG
Birgir
Guðmundsson
Tillögu um að boðað verði til lands-
fundar hjá Samfylkingunni, sem
samþykkt var á flokksstjórnarfundi
30. desember, hefur verið vísað til
framkvæmdastjórnar hans til um-
sagnar. Þetta kemur fram á heima-
síðu flokksins. Fram kemur að
framkvæmdastjórnin eigi að leggja
niðurstöðu sína fyrir flokksstjórn-
arfund sem haldinn verður síðar í
þessum mánuði. Sú tillaga kom
einnig fram á flokksstjórnarfund-
inum að boðað yrði til sérstaks
flokksstjórnarfundar í janúar um
atvinnu- og efnahagsmál en sú til-
laga var dregin til baka í ljósi þess
að formaður Samfylkingarinnar,
Jóhanna Sigurðardóttir, hafði þeg-
ar á fundinum ásamt fleirum lýst
sig fylgjandi því að slíkur fundur
færi fram. Verður hann haldinn í
síðari hluta janúar.
Framkvæmdastjórn boði til landsfundar
Ríkið ætlar í eignardómsmál til að fá
staðfestan eignarrétt sinn á flugskýli
7 á Reykjavíkurflugvelli en þar hefur
Flugskóli Helga Jónssonar verið til
húsa frá árinu 1969.
Í stefnunni, sem birtist í Lögbirt-
ingablaðinu, kemur fram að málið
verði þingfest 8. febrúar næstkom-
andi og rekur Eyvindur Sólnes hrl.
málið fyrir hönd ríkisins.
Eyvindur segir að eðli málsins
samkvæmt telji ríkið sig eiga flug-
skýlið. Ríkið sé skráður eigandi en
þurfi að fá dóm því til staðfestingar.
Málshöfðun nauðsynleg
Til stuðnings eignarhaldi sínu vís-
ar ríkið til þess að það hafi ávallt ver-
ið skráður eigandi flugskýlisins og
greitt af því fasteignagjöld. Er einn-
ig vísað til skjala sem sýni að flug-
skólinn hafi viðurkennt eignarhald
ríkisins á eigninni.
Í stefnunni kemur fram ríkið hafi
reynt málshöfðun gegn Flugskóla
Helga Jónssonar, sem hafi haft að-
stöðu í flugskýlinu. Þar sem málinu
hafi verið vísað frá í héraði hafi ríkið
þurft að höfða eignardómsmál en í
slíkum málum er ekki ljóst gegn
hverjum stefnandi getur beint kröfu
sinni og því óljóst hvort og þá hverjir
grípi til varna. Í frávísunarúrskurði
héraðsdóms kom fram að ekki væri
nægilega sýnt fram á hverjir gætu
haft hagsmuni af málinu og því ekki
ljóst hvort þeim hafi öllum verið
stefnt. Taki enginn til varna má bú-
ast við að útivistardómur gangi í
málinu og ríkið verði dæmt eigandi
flugskýlis 7 á Reykjavíkurflugvelli.
Fjölskyldan vill skýlið áfram
Jytte Marcher, ekkja Helga Jóns-
sonar, rekur nú flugskólann með
fjölskyldu sinni. Aðspurð hvort hvort
tekið verði til varna gegn ríkinu seg-
ir Jytte að það verði gert. Hún segir
flugskólann hafa sætt einelti af hálfu
nokkurra manna innan Flugmála-
stjórnar, síðar Flugstoða og nú
Isavia en tekur fram að hún hafi ekk-
ert út á stofnanirnar sem slíkar að
setja. Hluti af því hafi verið að koma
þeim út úr skýlinu. Það hafi ekki
gengið og muni ekki ganga. „Fjöl-
skyldan ætlar að reka sinn flugskóla
áfram en við erum búin að vera í
flugskýlinu í 45 ár og árið 2014 verð-
ur flugskólinn 50 ára gamall,“ segir
Jytte en flugskólinn sé elsta fyrir-
tækið á flugvellinum.
sigrunrosa@mbl.is
Ríkið vill eignarrétt
á flugskýli staðfestan
Flugskóli segist hafa sætt einelti af hálfu nokkurra manna
Morgunblaðið/RAX
Flugskýli 7 Flugskóli Helga Jónssonar hefur verið þar til húsa í 45 ár.