Morgunblaðið - 03.01.2012, Blaðsíða 22
Munið að
slökkva á
kertunum
Staðsetjið
ekki kerti þar sem
börn eða dýr geta
auðveldlega rekið
sig í þau og velt
þeim um koll
Slökkvilið
höfuborgasvæðisins
Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 2012
FRÉTTASKÝRING
Hörður Ægisson
hordur@mbl.is
Þann kraftmikla vöxt sem verið hefur
í einkaneyslu síðustu misseri má að
stórum hluta rekja til sértækra að-
gerða sem ráðist hefur verið í. Sam-
kvæmt útreikningum greiningar-
deildar Arion banka námu úttektir af
séreignarsparnaði og vaxtaniður-
greiðslur Landsbankans um 40% af
þeirri aukningu sem varð í einka-
neyslu á fyrstu 9 mánuðum síðasta
árs.
Raunaukning í einkaneyslu á tíma-
bilinu nam 3,8% borið saman við árið
2010. Sé hins vegar aðeins horft til
áhrifa af sértæku aðgerðunum, kem-
ur í ljós að þær – einar og sér – juku
einkaneysluna um 1,6%.
„Það er mikilvægt að hafa það í
huga að þessi umtalsverða aukning í
einkaneyslu á síðasta ári er ekki sjálf-
bær þróun af þeirri stærðargráðu
sem hún hefur mælst – enda þótt hluti
þess vaxtar sem hefur mátt merkja í
einkaneyslunni sé vegna ákveðins
viðsnúnings í hagkerfinu. Þessi
neysla á rætur sínar að rekja til tíma-
bundinna aðgerða ríkisins sem miða
að því að örva neyslu í hagkerfinu,“
segir Kristrún Mjöll Frostadóttir,
hagfræðingur hjá greiningardeild Ar-
ion banka, í samtali við Morgunblaðið.
Hún bætir því við að ef það á verða
einhver sjálfbær aukning í einka-
neyslu þá þurfi að koma til meiri vöxt-
ur í fjárfestingu í hagkerfinu. „Fjár-
festingar hafa mikil keðjuverkandi
áhrif á efnahagslífið og skapa atvinnu.
Fólk hefði því meira fé á milli hand-
anna og hægt yrði að tala um var-
anlegan vöxt í einkaneyslu. Alveg
eins og það hefur þurft sértækar að-
gerðir til að örva einkaneyslu þá þarf
ekki síður aðgerðir sem miða að því
að stórauka fjárfestingu.“
Fjármagnaður með lántökum
Fjárfestingarstigið í hagkerfinu
hefur aldrei mælst minna á lýðveld-
istímanum en árið 2010, eða aðeins
um 13% sem hlutfall af landsfram-
leiðslu. Í nýjustu þjóðhagsspá Hag-
stofunnar er gert ráð fyrir að fjárfest-
ing hafi aukist um 8,5% á nýliðnu ári
og á þessu ári muni hún vaxa um
16,3%. Hættan er hins vegar sú,
bendir Kristrún á, að ef hagvöxtur
verður ekki drifinn áfram í jafn mikl-
um mæli af vexti í fjárfestingu eins og
vonir standa til „þá þurfi ríkið að við-
halda þessum sértæku aðgerðum til
að halda uppi einkaneyslunni. Stjórn-
völd eru því komin í þá stöðu að þau
treysta sér ekki til að leggja þær nið-
ur þar sem stór hluti fólks treystir á
slík úrræði.“
Tryggvi Þór Herbertsson, þing-
maður Sjálfstæðisflokksins, segir í
samtali við Morgunblaðið að útreikn-
ingar Arion banka sýni að ekki sé
hægt að tala um heilbrigðan hagvöxt.
„Þetta er aðgerðadrifinn hagvöxtur
af ríkisstjórninni.“
Fjárlög fyrir næsta ár gera ráð fyr-
ir um 40 milljarða króna halla á
rekstri ríkissjóðs. Tryggvi bendir á að
þetta séu peningar sem ríkið þarf að
taka að láni til að halda uppi sam-
neyslu. „Í aðdraganda hrunsins var
talað um ósjálfbæran hagvöxt sem
var drifinn áfram af lántöku. Það ná-
kvæmlega sama er að gerast núna.
Hagöxturinn er fjármagnaður með
auknum lántökum – bæði hjá ríkis-
sjóði og einkaaðilum – í því augnamiði
að halda uppi einkaneyslu.“
Skammgóður vermir?
Sértækar aðgerðir skýra stóran hluta af aukningu í einkaneyslu
4,0%
3,5%
3,0%
2,5%
2,0%
1,5%
1,0%
0,5%
0%
3,8%
1,6%
Að minnsta kosti 40% aukningar í
neyslu milli ára má rekja til sértækra
aðgerða ríkisins. Útgreiðslur vegna
gengislána eru ekki inni í þeirri tölu.
Raunaukning í einkaneyslu
2010-2011
Aukning vegna sértækra
aðgerða 2010-2011
0,6%
1,0%
Raunaukning í einkaneyslu 2010-2011 Aukning í útgreiðslu séreignasparnaðar Vaxtaniðurgreiðsla
H
ei
m
ild
:G
re
in
in
ga
rd
ei
ld
Ar
io
n
ba
nk
a
Vöxturinn í einka-
neyslu ósjálfbær
Mikill vöxtur í neyslu vegna tímabundinna aðgerða
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
!"# $% " &'( )* '$*
+,,-./
+/0-10
+,2-2+
,+-,03
,2-3,+
+4-43+
+.2-24
+-502+
+/4-01
+5/-.
+,,-14
+02-+5
+,2-.1
,+-.51
,2-3/+
+4-40.
+.2-3.
+-503/
+//-5,
+5/-43
,+4-.41
+,,-01
+02-1+
+,2-4+
,+-3+/
,2-53+
+4-/35
+.2-40
+-5005
+/0-2/
+50-+/
● Neville Hill, forstöðumaður Evr-
ópudeildar Credit Suisse, spáir því að
landsframleiðsla á evrusvæðinu muni
dragast saman um 0,5% á þessu ári.
„Við ættum ekki að vanmeta umfang
áskorunarinnar sem evrusvæðið stendur
frammi fyrir í upphafi ársins. Ítalir og
Spánverjar standa við fjallsræturnar þegar
útgáfa ríkisskuldabréfa er annars vegar.“
Spáir 0,5% samdrætti
Heildarviðskipti með hlutabréf í
Kauphöll Íslands á árinu 2011 námu
69 milljörðum eða 272 milljónum á
dag, en árið 2010 var veltan með
hlutabréf 25 milljarðar eða 104 millj-
ónir á dag.
Þetta kemur fram í mánaðarlegu
viðskiptayfirliti NASDAQ OMX fyr-
ir kauphallir sínar á Norðurlöndum
og í Eystrasaltsríkjunum.
Fram kemur að mest hafi verið
viðskipti með bréf Marels, 25,5 millj-
arðar, Össurar 17,7 milljarðar og
Icelandair 14,2 milljarðar.
Morgunblaðið/Ásdís
Kauphöllin Markaðsvirði skráðra hlutabréfa var í árslok 280 milljarðar og
voru 12 skráð félög. Viðskipti með skuldabréf námu 2.602 milljörðum.
Heildarviðskiptin
námu 69 milljörðum