Morgunblaðið - 03.01.2012, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 03.01.2012, Qupperneq 27
27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 2012 Áramótaveisla Ljósmyndarinn, Þorgeir Sigurðsson, varð vitni að því þegar þessi skarfur sporðrenndi sjóbirtingi í Fitjarál undir Eyjafjöllum um áramótin. Ákafi skarfsins var svo mikill að hann kærði sig kollóttan þótt tveir menn væru nálægt honum og tækju myndir af baráttunni við spriklandi bráðina. Það kom alls ekki til greina að fagna nýju ári með tóman maga. Þorgeir Sigurðsson Á síðast- liðnum vikum hafa erlendar fjárfestingar verið til um- ræðu og eru flestir á sama máli um að slíkar fjárfest- ingar séu nauðsynlegar áframhaldandi uppbyggingu hér á landi. Mikilvægur, en oft van- metinn, þáttur í mati fjár- festa á mögulegum fjár- festingum er það lagaumhverfi sem gildir í því ríki sem fjárfest er í. Lagaumhverfið getur haft úrslitaáhrif á það hvort viðskipti ganga eftir. Ef það þykir of flókið, ótraust, óstöðugt eða jafn- vel óreynt getur það fælt tilvonandi fjárfesta frá. Fyrir ríki er það því mikill styrkur að líta til þess starfs sem stofnanir eins og alþjóðaviðskiptalaga- nefnd Sameinuðu þjóð- anna, UNCITRAL, hafa unnið. Stofnunin hefur í áratugi lagt grunninn að samræmingu á lögum um alþjóðleg viðskipti með það að markmiði að auka og auðvelda frjáls viðskipti milli ríkja. Meðal þess sem stofn- unin hefur nýlega unnið að eru endurbætur á starfs- reglum sérstakra gerð- ardóma, lagalíkön að lög- um og reglum um rafræna úrlausn deilu- mála og með- ferð gjaldþrota sem og til- lögur að reglum um ýmiskonar verðbréfa- og fjármunagern- inga. Afrakstur starfs UNCIT- RAL skilar sér einna helst til tveggja að- ila. Annars vegar til þeirra fyrirtækja sem hyggjast stunda viðskipti við er- lenda aðila og hins vegar til ríkisstjórna sem vilja stuðla að heilbrigðu við- skiptaumhverfi og bjóða upp á samkeppnishæfa fjárfestingarmöguleika gagnvart erlendum fjár- festum. Þær tillögur, þau lagalíkön og þær ábend- ingar sem UNCITRAL hefur skilað af sér liggja til grundvallar fjölmörgum samningum milli alþjóðlega starfandi fyrirtækja og hafa jafnvel bein áhrif á úrlausn ágreinings milli er- lendra aðila. Þá hefur rétt notkun á lagalíkönunum og tillögum UNCITRAL oft þau áhrif að minnka áhyggjur erlendra fjárfesta af lagaumhverfi ríkja. Það getur því skipt sköpum að þekkja reglur, tillögur og starf stofnunarinnar. Það kemur því verulega á óvart að þrátt fyrir hið mikilvæga hlutverk UN- CITRAL, hefur Ísland sýnt starfi stofnunarinnar lítinn áhuga og er t.a.m. eina landið á Norð- urlöndum sem aldrei hefur tekið formlega þátt í starfi stofnunarinnar. Þetta áhugaleysi íslenska ríkisins veldur miklum vonbrigðum þegar litið er til þess ófull- komna regluverks sem til staðar er hér á landi á sviði viðskipta, lítillar al- mennrar þekkingar á stofnuninni og tillögum hennar og þeirrar stað- reyndar að nauðsyn er á því að skapa á Íslandi að- laðandi og samkeppnishæft fjárfestingaumhverfi. Þekking á viðskiptaum- hverfi erlendra ríkja, nýj- ungum á þeim vettvangi og reynslu annarra í mál- efnum alþjóðlegra við- skipta verður sífellt dýr- mætari. Það er því full þörf á virkri þátttöku og eftirfylgni með verkefnum UNCITRAL sem þætti í uppbyggingu öflugs fjár- festingaumhverfis hér á landi. Eftir Davíð Örn Svein- björnsson » Aukin eft- irfylgd Íslands með tillögum, verkefnum og störfum alþjóða- lagastofnunar SÞ gæti haft mikilvæg áhrif á íslenskt fjárfestingarum- hverfi. Davíð Örn Sveinbjörnsson Höfundur er lögfræðingur. Er Ísland aðlaðandi fjárfesting? Aldrei áður í sögu lýðveld- isins, hefur ver- ið jafnmikilvægt fyrir sjálfstæð- ismenn að standa saman. Og hvers vegna eiga hægrimenn að finna sér vettvang í Sjálf- stæðisflokknum en ekki stofna ný framboð? Það er vegna þess að ef hægrimenn dreifast víða og skapa ágreining sín á milli veikist þeirra vígstaða og vinstriflokkarnir fá aukið vægi í kosningum. Sjálfstæðisflokkurinn er þroskaður flokkur sem hefur þurft að reyna margt á löngum ferli. Flokkurinn hefur unnið stóra og glæsta sigra og einnig tapað stórt, hann hefur haft mjög góða ímynd í huga flestra og einnig mjög slæma. Öll þessi reynsla ásamt sjálf- stæðisstefnunni, sem sprottin er úr íslenskum jarðvegi og hefur leitt þjóðina frá örbirgð til bjargálna, gerir það að verkum að Sjálfstæð- isflokknum er best treystandi fyrir stjórn landsins. Ágætt er að rifja upp lands- fund Sjálfstæðisflokksins og bera hann saman við lands- fundi ríkisstjórnarflokkanna. Vitað er að ímynd formanna beggja vinstriflokkanna er ekki eins góð og hún var og þeir njóta þverrandi trausts í sínum flokkum. En það hafði enginn kjark til að bjóða sig fram, vegna þess að vinstrimenn vissu sem var að slíkt myndi skaða flokkana mjög mikið því þá skortir þann þroska sem Sjálf- stæðisflokkurinn hefur. Einnig er vitað að mikil óánægja var í röðum margra sjálfstæð- ismanna með formann flokks- ins. Hópur sjálfstæðismanna leitaði til Hönnu Birnu Krist- jánsdóttur og hún var hvött í framboð gegn sitjandi for- manni. Ég sat síðasta landsfund og varla var hægt að merkja það að bitist væri um formanns- ætið. Fólk gekk til hefðbund- inna landsfundarstarfa, sumir ræddu kosti og galla frambjóð- enda, en það voru ekki hávær- ar umræður. Bjarni tók mótframboðinu af stillingu, enda er hann sannur sjálfstæðismaður, hann kann að virða lýðræðið. Hanna Birna er líka sönn sjálfstæðiskona, hún tók ósigr- inum með stillingu, það hoppar enginn hæð sína af gleði eftir að viðkomandi hefur tapað svona mikilvægri kosningu, en hún kemur ekki til með að berjast gegn sitjandi formanni, heldur styður hún hann eins og hún hefur gert til þessa. Ísland hefur mikla mögu- leika til endurreisnar, við eig- um dýrmætar auðlindir, dug- legt og vinnusamt fólk, tækifærin eru alls staðar. En á meðan við búum við vinstri- stjórn heldur stöðnunin áfram. Ríkisstjórn sem berst gegn verðmætasköpun, með því að valda óvissu í sjávarútvegs- málum og koma í veg fyrir arðbæra framleiðslu á áli, get- ur aldrei reist efnahag þjóð- arinnar við. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ýmist staðið fyrir eða tekið þátt í öllum framförum þjóð- arinnar frá lýðveldisstofnun, það hafa engar framfarir átt sér stað án aðkomu Sjálfstæð- isflokksins. Í þau skipti sem vinstri- flokkarnir hafa ráðið án þess að sjálfstæðismenn hafi tekið þátt hefur sá tími einkennst af sundurlyndi, ákvarðanafælni og óðaverðbólgu. Til þess að við getum skap- að samlyndi og sátt hér á landi og í framhaldinu öflugt at- vinnu- og efnahagslíf er það höfuðatriði að Sjálfstæð- isflokkurinn komist til valda. Hægrimenn verða að leggj- ast á eitt, taka virkan þátt í starfi Sjálfstæðisflokksins, takast á um málefni og vinna í því að leysa ágreining. Ef hægrimenn ætla að láta ágreining sundra sér er við hæfi að koma með seinni hluta fyrirsagnar þessarar greinar: „sundraðir föllum vér“ og þá þýðir ekkert að ergja sig leng- ur á auknum möguleika vinstrimanna til stjórnarmynd- unar, hægrimenn hafa þá leitt vinstrimenn til valda. Eftir Jón Ragnar Ríkharðsson »Hægrimenn verða að leggjast á eitt, taka virkan þátt í starfi Sjálf- stæðisflokksins, tak- ast á um málefni og vinna í því að leysa ágreining. Jón Ragnar Ríkharðsson Höfundur er sjómaður. „Sameinaðir stöndum vér“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.