Morgunblaðið - 03.01.2012, Síða 28

Morgunblaðið - 03.01.2012, Síða 28
28 UMRÆÐAN Bréf til blaðsins MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 2012 www.birkiaska.is Birkilauf- Betulic Birkilauf hefur góð áhrif á bæði vökvajafnvægi líkamans og húð, örvar starfsemi nýrna og þvagfæra. Hraðar efnaskiptum og losar vatn úr líkamanum, dregur úr bólgum og afeitrar líkamann (detox). Jólahappdrætti Sjálfsbjargar Dregið var 24. desember 2011 1. Kia Picanto EX 1,2 að verðmæti kr. 2.597.777. 13344 2.-11. iPhone 4S - 16 GB, hver að verðmæti kr. 169.990. 113 6103 7112 10157 16785 1117 6265 7121 12998 19601 12.-21. Sony 40" HD sjónvarp, hvert að verðmæti kr. 159.990. 1691 9794 10728 15492 22228 2903 10233 13107 16193 23055 22.-31. Bensínúttektir, hver að verðmæti kr. 100.000. 7576 13160 13212 18151 19185 11959 13163 17586 18224 23315 32.-55. Vöruúttektir að eigin vali, hver að verðmæti kr. 60.000. 513 6932 11039 13182 16185 20041 3845 8164 12599 13617 16407 22998 4628 8175 12744 15325 19267 23143 6816 10601 12867 15995 19836 24185 Þau leiðu mistök urðu við útgáfu happdrættismiða í Jólahappdrætti Sjálfsbjargar að sendir voru út nokkrir miðar með hærra númeri en 25.000 en einungis var dregið úr þeim fjölda miða. Þeir sem hafa greitt slíkan miða eru hvattir til að hafa samband við skrifstofu Sjálfsbjargar í síma 899 0065 til að fá miðann endurgreiddan. Handhafar vinningsmiða eru vinsamlega beðnir um að framvísa þeim á skrifstofu Sjálfsbjargar landssambands fatlaðra að Hátúni 12, Reykjavík, sími 550 0360. Byrjað verður að greiða út vinninga þann 11. janúar nk. Vinningaskrá er einnig birt á heimasíðu samtakanna, sjalfsbjorg.is og textavarpi RÚV. Sjálfsbjörg landssamband fatlaðra þakkar landsmönnum veittan stuðning. (b irt án áb yr gð ar ) Vinningar og vinningsnúmer Forsíðufrétt Frétta- blaðsins 27. desember 2011 er „Langlífi og lök ávöxtun kostar borgina 8,6 milljarða“ – „Hækka þarf iðgjald Reykjavíkurborgar í líf- eyrissjóð starfsmanna um tæp fjögur prósent eigi A-deild sjóðsins að standa undir skuldbind- ingum sínum.“ „Ástæðurnar fyrir veikri stöðu A- deildarinnar segja fréttadvergar Fréttablaðsins, vera verulegar breyt- ingar á forsendum varðandi lífslíkur og örorkulíkur annars vegar og hins vegar slæm skilyrði til ávöxtunar, einkum vegna hrunsins 2008 en einn- ig vegna áhrifa netbólunnar upp úr árinu 2000. Hallinn sé nú 13 millj- arðar, þar af megi rekja 8,6 milljarða til breytinga á lífslíkum. Meðalaldur sjóðfélaga sé nú fimm árum hærri en við stofnun sjóðsins. Það sé því ekk- ert annað í stöðunni en að hækka framlag borgarinnar.“ Í greinargerð Kristbjargar Steph- ensen borgarlögmanns og Birgis Björns Sigurjónssonar fjár- málastjóra er sagt að ófyrirsjáanleg atvik ráði því að staða sjóðsins sé næstum fimmtán milljörðum undir þörfum. Hvergi er horft nánar til mis- taka stjórnsýslu þessa lífeyrissjóðs frá netbólu gegnum liðna tíð. Mistök í ávöxtun sjóðsins eru viðurkennd en meginvandinn sem er langlífi sjóðs- eigenda virðist með öllu vera ófyrsjá- anlegt óhapp. Stjórnsýsluafglöp fjármálsnillinga í netbólunni og einkabankabólunni þekkjum við öll og vitum að „snillin“ var hræðilegur smitsjúkdómur sem smitaði alla fjárgeymslumenn og jafnvel gætnustu konur í þeirri stétt með lottóleikjaræði og ýmsu öðru verra á því sviði, en við venjulegir elstu menn og einföldu, höfum hingað til trúað því að fræðimenn háskólanna á sviði lögfræði og hagfræði kenndu nemendum sínum að nota gagna- banka Hagstofu Íslands þegar mann- fjöldaháð áætlanagerð er í smíðum. Nú er að duga eða drepast, lífeyr- isjóðsmenn! Þið haldið að hallinn sé þrettán milljarðar, hann er mun meiri, jafnvel tvöfalt meiri, 67+ voru um 26.000 í desember 2010 en verða um 60.000 í desember 2030. Í nýleg- um mannfjöldaspám hefur verið miðað við að 8% til 10% mannfjölda á Íslandi sé 67+ und- anfarin ár, en verði lík- lega um 17% 2030 og um 19% 2050. Ef við gefum okkur að Íslendingar verði 375 þús. 2050 verða 67+ um 71.400. Árleg aukning undanfarið hefur verið rúm- lega 1% en stefnir í 3% um 2020, en tekur svo að lækka aftur að 1%. Forsendur framreikningsins eru: Gert er ráð fyrir að meðalævilengd kynjanna hækki jafnt og þétt yfir tímabilið 2003-2042 og verði orðin í lok þess 82,1 ár hjá körlum og 84,8 ár hjá konum. Í dag er meðalævi-lengd karla 77,6 ár og hjá konum 81,4 ár. Reiknað er með að hver kona fæði að meðaltali 2,05 börn á tímabilinu 2003- 2042, en það er meðaltal árin 1996- 2000. Farið því vinsamlega varlega með afleiðingar aukinna lífsgæða sem auð- vitað leiða af sér fleiri starfsmenn hjá borginni. Þið hugumstóru borg- arstjórnarmenn og gætið pyngjunnar vel, svo eitthvað verði til á öldr- unarskeiði ykkar og ykkar jafnaldra, en hjálpið jafnframt okkur í verk- efnum sem bæta sér gæði öldr- unarþjónustu fyrir okkur og komandi eldri borgara. Svo getum sest niður og fundið leiðina að enn meiri lífsgæðum og langlífi. Er langlífi þjóð- hagslegur vandi? Eftir Erling Garðar Jónasson » Farið því vinsamlega varlega með afleið- ingar aukinna lífsgæða sem auðvitað leiða af sér fleiri starfsmenn hjá borginni. Erling Garðar Jónasson Höfundur er formaður samtaka aldraðra. Miðvikudaginn 28. desember var ég ásamt fjölmörgum öðrum við- staddur kraftaverk þegar úthlutað var styrkjum til íþrótta- og æsku- lýðsstarfs í Eyjafirði úr Samherja- sjóðnum. Já, ég segi kraftaverk, og vil með örfáum orðum koma á fram- færi þakklæti til Samherja hf., starfsfólks, stjórnenda og eigenda fyrirtækisins. Ágæti Samherji, ég þakka þér. Við forsvarsmenn íþróttahreyf- ingarinnar, formenn og fulltrúar íþróttafélaga og æskulýðsfélaga á Akureyri og í Eyjafirði sem notið hafa stuðnings Samherja vil ég segja þetta: Áttum okkur á því að við erum ekki og megum ekki fara að líta á okkur sem áskrifendur að samfélags- og íþróttastyrkjum úr þessum brunni og fara að haga framtíðaráætl- unum út frá því. Vinnum fyrir okkar félög með það í huga að þau þurfa að lifa, þríf- ast og dafna vegna ósérhlífni okkar, sjálf- boðaliðastarfs og fórnfýsi fjölda fólks. Styrkurinn úr Samherjasjóðnum gerir okkur þetta starf allt miklu auðveldara, en það er ekki sjálfsagt mál að úr sjóðum Samherja streymi tugmilljónir ár- lega til þessa starfs. Við þurfum að kunna að lifa án þessa styrks því núna eftir fjórðu úthlutunina á jafn- mörgum árum er freistandi að fara að líta á þetta sem fastan „tekju- stofn“. Okkar mesti lærdómur væri að þurfa að reka okkar starf án Samherja í eitt ár. Þá yrðum við óþyrmilega minnt á þau sannindi að enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Högum okkur ekki eins og styrk- ir úr Samherjasjóðnum komi jafn örugglega og jólin. Það er ekki sjálfsagt að þessi sjóður sé til og það er ekki sjálfsagt að við fáum slíkar upphæðir úr þessum sjóði á hverju ári. Ekki spyrja hvað Samherji getur gert fyrir okkur. Spyrjum hvað við getum gert fyrir Samherja. Takk fyrir mig og mína. HARALDUR INGÓLFSSON, félagi í Íþróttafélaginu Þór á Akureyri og Skautafélagi Akureyrar. Frá Haraldi Ingólfssyni Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Stjórnendur Samherja og fulltrúar þeirra félagasamtaka sem hlutu styrki úr Samherjasjóðnum á þessu ári. Haraldur Ingólfsson Verum ekki áskrifendur Það er ekki víst að nafn bók- arinnar kveiki áhuga almennings til að kaupa eða lesa þessa lát- lausu kilju sem Sigurður Grétar Guðmundsson í Þorlákshöfn skrif- ar um afa sinn Halldór Hall- dórsson bónda á Syðri-Rauðalæk í Holtum. Þessa bók las ég um há- tíðarnar og svo spennandi var sag- an og bókin vel skrifuð að ég las hana eins og bestu spennusögu. Margt eldra fólk í Rangárþingi kann enn sögu Halldórs og sumt man Margréti seinni konu hans sem bjó í Sandhólaferju með sín- um þriðja manni Sigurði Jós- efssyni. Af Halldóri Halldórssyni er komin stór ættbogi, hann eignaðist 22 börn og afkomendur hans nálg- ast eitt þúsund manns, margt þekkt og ágætt fólk bæði í Rang- árvalla- og Árnessýslu og víðar. Þar kenni ég meðal annars frænd- fólk af Berustaðakyni. Enginn fær forðast örlög sín, sagði gamla fólk- ið, menn geta í mesta lagi frestað þeim. Lúsin sú fyrsta sem fannst í hári Halldórs spáði honum að hann ætti eftir að farast í sjó. Móðir hans, skörungur mikill, Val- gerður að nafni og Salvör grið- kona settu lúsina á þröskuldinn á útidyrunum á Syðri-Rauðalæk, færi hún inn var öllu óhætt en færi lúsin út var sjórinn, hin kalda gröf, það sem blasti við drengnum. Á síðustu öldum sáu foreldrar á eftir mörgum syninum í hafið undan suðurströndnni. Valgerður var staðráðinn í að berjast gegn spádómi lúsarinnar og gerði það. Tvennt lagði hún á Halldór sinn í framhaldinu gegn vilja hans, að hann færi aldrei til sjós og aldrei til Þorlákshafnar. Svo verða menn að lesa bókina og sjá hvernig ör- laganornin vefur mönnum sinn vef. Enginn flýr örlagadaginn mikla og það sem honum er ætlað. Bókin er frábær heimild um lífsbaráttu ís- lendinga þegar neyðin var stærst. Sigurður segir vel frá búskap og lifnaðarháttum fólks, lýsir fólki af miklu næmi, auðvitað er bókin söguleg skáldsaga sem styðst við heimildir. Nöfn fólks sem við sögu kemur eru flest eða öll raunveru- leg. Kirkjuferðirnar voru til margs nýtilegar í þá daga, ekki bara til að skeggræða málefni líðandi stundar eða hlusta á prestinn, heldur einnig fyrir unga fólkið að leita sér að maka. Halldór fann sínar konur í kirkjuferðum í Kálf- holts- og Árbæjarkirkjum, fyrst Elínu Tómasdóttur frá Sauðholti og síðar Margréti Bárðardóttir frá Efra-Seli. Hann varð hins vegar vegna ráðríkis hálfsystur sinnar Helgu Ásmundsdóttur að fara í ullarnærbrókinni að biðja Mar- grétar. Þessi bók er stórbrotin harm- saga en um leið upplifir lesandinn margar sólskinsstundir. Kynnist lífsbaráttu sem snerist um að komast af í hinu fátæka bænda- samfélagi nítjándu aldarinnar. Maður skynjar óvissuna, fátæktina og ekki síst hinn ógnvænlega barnadauða sem fylgdi þessari öld. Halldór var gleðimaður vinsæll og rómaður af sveitungum sínum og þegar ættarskráin er lesin sér maður að afkomendur hans sækja margt til forföðurins. Hver sá sem þessa bók les leggur hana ekki frá sér fyrr en við sögulok. Engum þarf að koma á óvart að Sigurður Grétar skrifi svo góða bók, í ein sextán ár ritaði hann vikulegan pistil um pípulagnir í Morg- unblaðið og pistlana las maður ekki af áhuga um pípulagnir held- ur vegna þess að í þeim var eitt- hvað sem hitti mann og gladdi. GUÐNI ÁGÚSTSSON, fv. alþm. og ráðherra. ,,Spádómur lúsarinnar“ – Stór- merkileg örlaga- og baráttusaga Frá Guðna Ágústssyni Guðni Ágústsson - nýr auglýsingamiðill 569-1100

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.