Morgunblaðið - 03.01.2012, Síða 33
það er svo stutt síðan við fórum
með afa og ömmu til Noregs,
það var gaman hjá okkur þá.
Minningin um elsku afa mun
alltaf eiga stórt pláss í hjarta
okkar. Við biðjum Guð að hjálpa
ömmu. Okkur þykir svo vænt
um afa og okkur finnst ekkert
leiðinlegra en að þurfa að
kveðja hann í dag. Afi minn, við
munum passa upp á ömmu fyrir
þig. Við elskum þig, afi.
Selma Eir og Dagur Þór.
Í dag er kvaddur góður vinur
og fyrrum samstarfsmaður,
Einar Olgeirsson fyrrverandi
hótelstjóri. Einar vann allan
sinn starfsferil í hótel- og veit-
ingagreininni, allt frá unglings-
árum en hann var menntaður
framreiðslumaður og lærði iðn
sína í Sjálfstæðishúsinu hér í
Reykjavík. Á fyrri hluta starfs-
ævinnar vann Einar á helstu
veitinga- og skemmtistöðum
borgarinnar sem veitingaþjónn,
eins og það var kallað á þeim
tíma. Á sumrin fór hann síðan í
margar ferðirnar með Gullfossi
m.a. sem yfirþjónn. Á síðari
hluta starfsævinnar fékkst Ein-
ar við hótelstjórnun m.a. á Hót-
el Sögu, Hótel Húsavík og síðan
á Hótel Esju og Hótel Loftleið-
um en hann stýrði þessum hót-
elum af miklum metnaði.
Einar var einstaklega
skemmtilegur sögumaður og
kunni ógrynni af sögum frá
þjónsárum sínum, bæði á Gull-
fossi og á hinum ýmsu skemmti-
stöðum og var eftirsóknarvert
að sitja með honum og hlusta á
sögur af skondnum karakterum.
Þá var mikið hlegið. Auk dag-
legra skyldustarfa gegndi Einar
fjölmörgum trúnaðarstörfum
fyrir hótel- og veitingamenn.
Hann sat í stjórn Sambands
veitinga- og gistihúsa í mörg ár
og sem formaður samtakanna
1986-1988 auk þess sem hann
átti sæti í fjölmörgum nefndum
og ráðum. Hans er m.a. minnst
fyrir störf sín í svokallaðri vín-
húsanefnd en það var þriggja
manna nefnd sem ákvað hverjir
fengju vínveitingaleyfi. Hann
þurfti í því starfi að ferðast um
landið og var oft frá því sagt
hversu vel hann ráðlagði fólki
um rekstur fyrirtækja sinna um
leið og hann skoðaði húsakynni í
tilefni af umsókn um vínveit-
ingaleyfi. Hann lét til sín taka í
öllum hagsmunamálum greinar-
innar og var ráðagóður og dug-
mikill. Félagar hans minnast
hans því með þakklæti og hlýju.
Samtök ferðaþjónustunnar
þakka Einari langa og farsæla
samleið og senda fjölskyldu
hans samúðarkveðjur.
Erna Hauksdóttir.
Við hjónin áttum því láni að
fagna að kynnast Einari Ol-
geirssyni og eiginkonu hans
Emilíu, Millu, þegar hann var
hótelstjóri á Húsavík. Við kom-
um þar sem ferðamenn ásamt
vinahjónum okkar. Við flugum
norður en ætlunin var að fá bíl
leigðan til að keyra um sveitir.
Eftir gott spjall við Einar um
málefni líðandi stundar sagði
hann: „Þið fáið bara bílinn
hennar Millu lánaðan.“ Þar með
var það klappað og klárt.
Síðar kynntumst við þeim
hjónum enn betur þegar Hilmar
Þór sonur okkar kvæntist
Rannveigu Eiri dóttur þeirra
fyrir 17 árum.
Alltaf fengum við hlýjar og
notalegar móttökur þegar við
heimsóttum þau, hvort sem það
var á heimili þeirra í bænum
eða í sumarhús þeirra í Laug-
ardal. Sumarhúsið var þeirra
sælureitur og þar undu þau sér
vel við að dytta að húsinu og
rækta gróður. Það var ótrúlegt
hvað Einar var handlaginn en
bústaðinn höfðu þau byggt frá
grunni af mikilli smekkvísi en
voru sífellt að stækka, breyta og
bæta.
Við Björk áttum með Einari
og Millu fjölmargar skemmti-
legar stundir. Hann var mikill
húmoristi og alltaf hrókur alls
fagnaðar. Mikið var hlegið þeg-
ar hann sagði sögur af sam-
ferðamönnum og atburðum lið-
inna tíma.
Einar hafði einnig mikla tón-
listarhæfileika. Hann var ágæt-
ur píanóleikari og samdi falleg
lög.
Millu og afkomendum þeirra
sendum við hjónin innilegar
samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Einars.
Kristinn og Björk.
MINNINGAR 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 2012
milli eins og vanalega. Tel að
þetta hafi verið árið 1963 og ég
hef þá verið sex ára. Þetta var
stærsti dagurinn í mínu lífi fram
að þessu, að fá að fara í alvöru-
veiðitúr og veðrið skipti engu
máli. Upp frá þessu urðum við
góðir vinir og ég fór reglulega á
sjó með þér fram yfir fermingu.
Það var alltaf gaman og gott
veður þegar við vorum á sjó.
Ekki þurftum við klukku til að
segja okkur til um tímann. Þú
kenndir mér allt að fylgjast með
sólinni og þegar hún var á þess-
um eða hinum staðnum þá var
tíminn settur. Við ræddum um
lífið og tilveruna og lifðum í
samræmi við náttúruna og það
sem hún af sér gaf.
Á þessum árum var sjórinn
lífið og lífið sjórinn, ekkert ann-
að komst að. Það var mikið á sig
lagt til að komast á sjó. Stund-
um áttir þú ekki von á því að ég
væri mættur eldsnemma á
morgnana og dauðbrá þegar ég
kom út úr myrkrinu tilbúinn að
leggja í hann.
Það var oft sem þú gaukaðir
einu og öðru að mér og ég
gleymi aldrei þegar ég fékk
bússurnar af Frissa sem þá
pössuðu á mig. Þá var maður
fyrst orðinn maður með mönn-
um að eiga bússur sem hægt
var að brjóta niður, eins og hjá
alvörusjómönnum.
Á síðari árum fékk ég oft
tækifæri til að fara með þér á
skyttirí að veiða önd eða að
fiska. Þetta var skemmtilegur
tími og við skemmtum okkur
vel.
Ég man eftir einu tilviki þar
sem þú varst spurður að því á
bryggjunni hvort við værum
skyldir og þá kom það frábæra
svar að við værum andlega
skyldir og það er alveg rétt.
Það var undarleg tilviljum
hvað oft hittist þannig á að ég
kæmi í heimsókn á góðum
stundum. Ég gleymi ekki þegar
ég datt inn í fertugsafmælið þitt
alveg óvart. Þar voru Nonni og
Balli og fleiri og mikil gleði og
ég var leystur út með súkkulaði
að vanda.
Það var alltaf gott að koma
við í Oddeyragötunni, Sirrý tók
alltaf vel á móti mér og okkur
Ásu eftir að hún fór að koma
með mér. Á yngri árum var
maður leystur út með Cadbury-
súkkulaði sem þú hafðir keypt í
siglingu og fékkst ekki á Íslandi
á þeim tíma og þótti mjög gott.
En tíminn líður og eðli nátt-
úrunnar verður ekki flúið. All er
forgengilegt og hefur sinn tíma.
Slippurinn farinn og skúr 34
ekki lengur til, tilveran verður
aldrei sú sama aftur. Þú hefðir
sagt að það væri kominn tími á
þetta, orðið nóg. Og það er gott
að vera búinn að skila af sér
verkefni lífsins og vera tilbúinn
að takast á við ný verkefni á
nýjum slóðum, með Hauk og
þeim sem farnir eru á undan.
Ég er sannfærður um að það er
mikil veiði og enginn kvóti á
nýjum veiðislóðum.
Um leið og ég kveð góðan vin
og þakka samfylgdina í gegnum
árin votta ég Sirrý og börnum
þeirra Jóa og fjölskyldum
þeirra samúð mína.
Ólafur Örn Ólafsson.
✝ Geirlaug GróaGeirsdóttir
fæddist 8. maí 1922
á Akranesi. Hún
lést á Hrafnistu í
Hafnarfirði 24. des-
ember 2011.
Foreldrar henn-
ar voru þau Geir
Jónsson frá Lamb-
húsum á Akranesi,
f. 14. apríl 1887, d.
14. september 1976,
betur þekktur á Akranesi sem
Geiri á Bjargi, og Margrét Jóns-
dóttir frá Vindhæli í Vindhæl-
ishreppi, A-Hún, f. 14. júlí 1883,
d. 17. júlí 1971. Systkini Geir-
laugar Gróu voru Guðmundur,
Sigurður og Unnur Jóna. Hálf-
systkini samfeðra: Halldóra, Al-
exander Reinholt, Lúðvík Haf-
steinn, en hann er einn
eftirlifandi. Þann 20. júní 1943
kvæntist Geirlaug Gróa Jóhann-
esi Ragnari Jónssyni skipstjóra f.
1. september 1919, d.31. október
1971. Foreldrar hans voru hjónin
Kvæntur Björgu Guðlaugs-
dóttur. Börn þeirra eru Dagný,
Geirlaug og Silja. Drengur f. 1.
janúar 1986, d. 1. janúar 1986.
Margeir skipstjóri f. 24. júlí 1959.
Kvæntur Gunnþórunni Ingu
Gunnarsdóttur. Börn þeirra eru
Sæunn Inga og Selma. Að-
alheiður f. 12. maí 1966. Var gift
Ómari Þórhallssyni og eignuðust
þau soninn Viðar Þór; en hann
lést af slysförum 26. júní 1999.
Sambýlismaður hennar er Heim-
ir S. Einarsson og börn þeirra
eru Hugrún Líf og Heiðar Logi.
Fóstursonur Geirlaugar Gróu
og Jóhannesar Ragnars var Elv-
ar Geirdal, f. 25. desember 1939.
Giftur Eddu Pálsdóttur. Hann
lést af slysförum 5. júlí 2000.
Börn þeirra eru Geirlaug, Páll,
Þóra og Ása. En fyrir átti Elvar
soninn Ævar.
Geirlaug Gróa átti 26 lang-
ömmubörn. Geirlaug Gróa bjó
lengst af í Ólafsvík og starfaði
þar við fiskvinnslu í Hróa. Ásamt
því að sjá um Sjómannagarðinn í
Ólafsvik þar til hún varð 77 ára,
sem hún gerði af kostgæfni, enda
átti það hug hennar allan.
Útför Geirlaugar Gróu verður
gerð frá Áskirkju í dag 3. janúar
2012 og hefst athöfnin klukkan
13.
Jón Sigurðsson frá
Öndverðarnesi og
Guðrún Jóhann-
esdóttir húsfreyja.
Börn Geirlaugar
Gróu og Jóhann-
esar Ragnars eru
Sæunn Alda f. 4.
janúar 1943 á Akra-
nesi. Hún var gift
Úlfari Kristjónssyni
skipstjóra f. 3. maí
1941. Þau áttu einn
son, Jóhann Óttar, f. 16. maí
1965, en hann drukknaði með
föður sínum 27. mars 1985. Sam-
býlismaður Sæunnar Öldu er
Magnús Þórðarson. Unnur Fann-
ey f. 20. janúar 1945. Hún var
gift Þórði Aðalsteini Vilhjálms-
syni, verkstjóra frá Ólafsvík.
Börn þeirra eru Jóhannes Ragn-
ar og Thelma. Guðrún Jóhanna f.
20. maí. 1952. Gift Vigfúsi Vig-
fússyni bifvélavirkja frá Ólafs-
vík. Börn þeirra eru Fanney og
Vigfús. Jóhannes útgerð-
armaður f. 28. ágúst 1956.
Elsku mamma, nú er skilnað-
arstundin upp runnin og hún kall-
ar fram allar þær góðu og fallegu
minningar sem við áttum saman á
langri vegferð. Í huga mér standa
æsku- og uppvaxtarárin í Ólafsvík
við leik og störf þar sem þú varst
mér ávallt sá máttarstólpi og ráð-
gjafi sem ég gat treyst. Þú þekkt-
ir öll blæbrigði lífsins allt frá tærri
gleði til hinnar dýpstu sorgar og
styrkur þinn var með ólíkindum
enda byggður á sannri trúarvissu
um leiðsögn Guðs. Vegferð okkar
var ofin traustum leyniþráðum
sem aldrei brustu eða trosnuðu.
Á fyrstu búskaparárum mínum
í Ólafsvík varst þú ávallt nærri og
kenndir mér allt um það sem
prýða má gott heimili og atlæti
innan þess. En stóra sameigin-
lega stundin okkar rann upp hinn
7. október 1991 þegar litli sólar-
geislinn okkar fæddist sem
skírður var Viðar Þór. Með fæð-
ingu hans rann upp nýtt tímabil
fyrir okkur báðar. Ég var orðin
móðir og þú sem hafðir jú góða
reynslu af ömmuhlutverkinu
gekkst í endurnýjun lífdaga með
þessum litla sólargeisla. Hann var
þinn augasteinn og fyrir hann
gerðir þú allt sem í þínu valdi stóð.
Þegar við fluttumst til Reykja-
víkur árið 1996 lengdist tíma-
bundið leiðin milli vina, en það
stóð ekki lengi því brátt fluttist þú
til okkar í Kleifaselið og síðan með
okkur Viðari Þór í Lautasmárann.
Þegar við foreldrarnir slitum
samvistir varst þú til staðar og
þótt þú værir ósátt við þá ákvörð-
un varst þú enn ákveðnari um allt
er laut að vegferð og framtíð
drengsins okkar. Þú kenndir hon-
um allar fallegu bænirnar, þú spil-
aðir við hann fótbolta og veittir
honum ávallt verðlaun fyrir unn-
inn leik. Einnig kenndir þú hon-
um að umgangast og virða náttúr-
una og ógleymanlegar eru þær
strætóferðir sem þið fóruð í til að
kanna hina ýmsu bæjarhluta
Reykjavíkur og Kópavogs.
En svo kom stóra áfallið þegar
sólargeislinn okkar á björtum
sumardegi í júní 1999 varð fyrir
bifreið og lést. Á þeim stundum
varst þú mér ómetanleg sem stoð-
in styrka. Það áfall slökkti hins-
vegar stóran hluta af þínum eigin
lífsneista, elsku mamma. Eftir
það var eins og þú þráðir það eitt
að sofna inn í himininn og þegar
rætt var um fyrirhugað 90 ára af-
mæli þitt á næsta ári sagðist þú
ætla að halda það með Viðari og
fleiri ástvinum sem nú dvelja á
himnum. Nú hafa þau orð þín
fundið sér stað og eftir sitjum við
afkomendur þínir og minnumst
allra þeirra yndislegu stunda sem
þú gafst okkur á vegferð þinni.
Ég þakka þér, elsku mamma,
fyrir alla þína væntumþykju og
aðstoð í lífinu og ég er þess full-
viss að á himnum hlýtur þú þá
umbun sem þú svo sannarlega átt
skilið og þá verður þú í hópi þeirra
sem þú alla tíð unnir svo heitt.
Minningin um þig og þína traustu
hönd mun verða mitt ljós um ald-
ur og ævi og hlýjar kveðjur fylgja
þér frá Heimi og börnunum okkar
þeim Hugrúnu Líf og Heiðari
Loga.
Far þú í friði, friður Guðs þig
blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt.
Þess biður þín dóttir,
Aðalheiður.
Elsku amma, við systkinin
minnumst þín með hlýhug frá því
er við bjuggum öll í Ólafsvík og þú
varst að undirbúa jólin af dugnaði
og sóma. Fyrir jólin bakaðir þú
heilu ósköpin af pipar- og
sprautukökunum þínum svo ekki
sé nú minnst á brauðtertubotnana
sem þú sendir öllum börnunum
þínum. Á Þorláksmessu var alltaf
brauðtertuveisla hjá þér í Sand-
holtinu og á jóladag vorum við hjá
þér í hangikjötsveislu og frómas.
Það var skrítið að þú skyldir
kveðja þennan heim á aðfanga-
degi jóla þar sem þú varst svo
mikið jólabarn. Það var tómlegt
að hafa þig ekki við borðið á jóla-
dag, því það eru ófáir jóladagarnir
sem við höfum verið saman. Við
minnumst þess líka þegar þú hjól-
aðir á reiðhjólinu þínu með litla
hundinn þinn hana Skottu sem sat
í körfu framan á hjólinu út um alla
Ólafsvík. Skottu líkaði þessi
ferðamáti mjög vel og hún fékk
alltaf að fylgja þér til vinnu í sjó-
mannagarðinn sem þú sást um í
mörg sumur, þú varst svo sann-
arlega með græna fingur því
garðurinn hefur aldrei fallegri en
í þinni umsjá. Þú varst snyrti-
menni fram í fingurgóma. Okkur
er oft skemmt yfir því er þú sást
mig hengja þvott upp á snúrurnar
og að þínu mati ekki eins og al-
vöruhúsmæðrum sæmir því þú
sagðir við mig: „Þú kannt ekki bú-
skap, stelpa.“ Við höfum oft sagt
þessi fleygu orð í gríni um eitt-
hvað sem viðvíkur heimilisstörf-
um.
Amma, þú varst alltaf vel til
höfð og hafðir unun af því að
klæða þig upp og til að fullkomna
dressin settir þú upp hatta við há-
tíðleg tækifæri. Þú gekkst í gegn-
um miklar sorgir á þinni ævi,
varðst ung ekkja með lítil börn á
framfæri og auk þess hefur þú
þurft að horfa á eftir fóstursyni,
tengdasyni og barnabörnum sem
létust af slysförum langt um aldur
fram. Öll þessi áföll tóku sinn toll
enda mikið af þér tekið. Nú ertu
komin til þeirra í himnasal og um-
vafin englum.
Elsku amma, minning þín lifir í
hjörtum okkar.
Fanney og Vigfús.
Látin er góð vinkona mín og
góður vinnufélagi til margra ára.
Gógó eins og hún var alltaf kölluð
var líka góður nágranni okkar
hjóna í mörg ár er hún bjó í Val-
höll en það var næsta hús við okk-
ar. Við unnum saman í Hróa hf. í
Ólafsvík í fjölda ára og síðast en
ekki síst í Sjómannagarðinum
einnig í fjöldamörg ár.
Það er margs að minnast við
andlát þessarar góðu konu. Efst
er í huga hinn mikli dugnaður og
kraftur til allra verka sem ein-
kenndi hana. Gógó var sannkall-
aður lykilstarfsmaður hjá Hróa.
Hún sá m.a. um niðurlagningu og
söltun á allri gotu sem kom til
vinnslu hjá Hróa hf. á þeim vertíð-
um er hún starfaði. Fyrir kom að
hún lagði í um 700 tunnur á vertíð-
inni. Hana munaði ekki um að
standa við þessa vinnu í um 15-16
klst. á hverjum degi í margar vik-
ur meðan á vertíðinni stóð. Þá sá
hún alltaf um kaffið fyrir starfs-
fólkið og einnig var hún með þeim
fljótari að sauma utan um saltfisk-
pakkana er pökkun stóð yfir.
Eftir að vertíð lauk á vorin fór
Gógó til vinnu í Sjómannagarðin-
um í Ólafsvík en hann er sameign
allra sjómanna hér í bæ. Það var
einn af vorboðunum er Gógó var
komin á flotta reiðhjólið sitt og
með hundinn hana Skottu í körf-
una og hjólaði niður í Sjómanna-
garð. Í Sjómanngarðinum var hún
í essinu sínu er hún tók til við að
hreinsa og svo að gróðursetja tré
og blóm. Þar var hún eins og
drottning í ríki sínu. Vissi alveg
hvað hún vildi og hvernig þetta
beð eða þessi reitur í garðinum
ætti að líta út. Það sem henni var
falið sá hún um með þvílíkum
sóma, alúð og kostgæfni að um
var rætt meðal fólks. Svo vildi hún
alltaf hafa útvarpið hjá sér við
vinnuna og músikin ómaði hjá
henni langt út fyrir garðinn og
Skotta lék sér í kringum hana.
Alltaf mætti hún í nánast hvaða
veðri sem var og vann sína vinnu
þar.
Það var mikið lán fyrir sjó-
menn í Ólafsvík að fá Gógó til að
sjá um garðinn. Fyrir þessi störf í
Sjómannagarðinum var Gógó
heiðruð af sjómönnum í Ólafsvík á
sjómannadeginum árið 2000. Að
lýsa Gógó duga tvö orð: frábær
kona. Fyrir verkstjóra og vinnu-
veitanda var hún draumastarfs-
maðurinn. Hvað eina sem hún var
beðin um var gert óaðfinanlega.
Hún var líka mjög hreinskiptin
kona. Lét fólk heyra það ef svo
bar undir.
Gógó bar tilfinningar sínar
ekki á torg en hún átti svo sann-
arlega sínar erfiðu stundir á lífs-
leiðinni. Það var alltaf gaman að
heimsækja Gógó. Allt svo fínt og
flott á hennar heimili og allt í röð
og reglu. Margt fleira gott gæti ég
sagt um Gógó. Hún var ekki mikið
fyrir hólið og dró úr því ef á það
var minnst og ætla ég því hér að
láta staðar numið.
Ég vil svo að leiðarlokum
þakka Gógó allt okkar góða sam-
starf og góðan vinskap alla tíð. Að
endingu vil ég fyrir hönd fjöl-
skyldu minnar votta öllum ætt-
ingjum Gógóar innilega samúð.
Blessuð sé minning hennar.
Þú ljós, sem ávallt lýsa vildir mér,
þú logar enn,
í gegnum bárur, brim og voðasker.
nú birtir senn.
Og ég finn aftur andans fögru dyr
og engla þá, sem barn ég þekkti fyrr.
(Matthías Jochumsson.)
Pétur Steinar Jóhannsson.
Geirlaug Gróa
Geirsdóttir
HINSTA KVEÐJA
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Hvíldu í friði, elsku
amma okkar.
Sæunn Inga og
Selma Sól.
✝
Ástkær eiginmaður minn og besti vinur, faðir
okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
INGÓLFUR BÁRÐARSON
rafvirkjameistari,
Kjarrmóa 15,
Njarðvík,
lést á Landspítalanum við Hringbraut
þriðjudaginn 27. desember.
Útförin fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju föstudaginn 6. janúar
kl. 13.00.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem
vildu minnast hans er bent á Krabbameinsfélag Íslands.
Halldóra J. Guðmundsdóttir,
Elín Jóhanna Ingólfsdóttir, Joe A. Livingston,
Arnar Ingólfsson, Anna Birna Árnadóttir,
Ragnhildur Helga Ingólfsdóttir, Ólafur Birgisson,
Brynja Ingólfsdóttir, Jóhann B. Magnússon,
Guðmundur Þórir Ingólfsson, Karlotta Sigurbjörnsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
SIGURÐUR SIGURÐSSON,
Sléttuvegi 9,
lést á nýársdag á gjörgæsludeild Land-
spítalans við Hringbraut.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Aðstandendur.