Morgunblaðið - 03.01.2012, Síða 36

Morgunblaðið - 03.01.2012, Síða 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 2012 ✝ Sigurgísli Sig-urðsson, hús- gagna- og innan- húsarkitekt, fæddist í Reykjavík 16. maí 1923. Hann lést á Landspít- alanum 27. desem- ber 2011. Faðir hans var Sigurður Ágúst Guðmundsson, skipstjóri í Reykja- vík, f. í Krýsuvík 2.8. 1883, d. 3.2. 1950. Faðir Sigurðar var Guðmundur Jónsson, sjómaður í Krýsuvík, f. 16.11. 1854, d. 9.6. 1918, og móðir hans var Guðrún Jónsdóttir, f. 9.6. 1860, d. 6.6. 1910. Móðir Sigurgísla var Gísl- ína Sigurðardóttir, húsmóðir í Reykjavík, f. á Helgastöðum við Vitatorg í Reykjavík 20.6. 1891, d. 30.4. 1990. Faðir Gíslínu var Sigurður Jónsson, f. á Hofi, Kjal- arneshreppi 15.9. 1829, d. 30.5. 1915. Móðir Gíslínu var Sigríður Jónsdóttir, f. á Snotru í Þykkva- bæ, 7.11. 1847, d. 18.1. 1924. Systkini Sigurgísla eru 1) Sig- urður Gunnar Sigurðsson, va- raslökkviliðsstjóri í Reykjavík, f. 2.2. 1917, d. 29.8. 1994, maki Sigurðar Gunnars var Ragnhild- sonur hennar og uppeldissonur Guðmundar Vikar er Guð- mundur Þór Vilhjálmsson, f. 4.3. 1984, unnusta Anna Lind Traustadóttir. Önnur börn Sig- urgísla og Eddu eru: 1) Hjördís, arkitekt, f. 15.10. 1956, maki Dennis Davíð Jóhannesson, arkitekt, f. 29.7. 1946. Sonur hans er Ragnar Jón, f. 9.10. 1982, sambýliskona Anna Fríða Stefánsdóttir og sonur þeirra er Ottó Örn. 2) Hilmar, rafvirki, f. 16.11. 1957, maki Ásgerður Atladóttir, f. 18.1. 1957. Synir þeirra eru a) Orri, f. 22.7. 1980, b)Gísli, f. 22.10. 1981, unnusta Emma Elísabet Grímsdóttir. 3) Sjöfn, doktor í matvælafræði, f. 2.9. 1963, maki Stefán Jökull Sveinsson lyfjafræðingur, f. 2.5. 1963. Börn þeirra eru a) Tinna, f. 25.8. 1988, unnusti Björgvin Gauti Bæringsson, og b) Snorri, f. 12.4. 1993. Sigurgísli lauk meistaraprófi í húsgagnasmíði 1949 og húsasmíði 1953 frá Iðn- skólanum í Reykjavík. Hann hafði löggildingu sem húsa- smíðameistari. Sigurgísli fór í framhaldsnám í Aarhus Tekn- iske Skole, 1946 til 1950 í Dan- mörku og lauk þaðan prófi í hús- gagna- og innanhúshönnun sem húsgagna- og innanhúsarkitekt. Sigurgísli stofnaði og rak tré- smiðjuna Húsgögn og innrétt- ingar frá 1950. Útför Sigurgísla fer fram frá Digraneskirkju í dag, þriðjudag- inn 3. janúar, 2012 kl. 13. ur Guðmunds- dóttir, f. 10.10. 1919, d. 26.6. 1984. 2) Sigríður Bára Sigurðardóttir hús- móðir, f. 2.10. 1930, maki Sigríðar Báru er Reynir Þórð- arson, f. 31.10. 1929. Hinn 9.1. 1954 kvæntist Sig- urgísli, Eddu Ingv- eldi Vikar Guð- mundsdóttur, f. 29.12. 1927, d. 7.2. 2002. Edda stundaði nám við Kvennaskólann í Reykjavík og tölvunám við Verslunarskólann, hún starfaði við skrifstofustörf og nam og lagði stund á vefnað. Sonur Eddu og uppeldissonur Sigurgísla er Guðmundur Vikar Einarsson þvagfæraskurðlækn- ir, f. 8.2. 1949. Guðmundur kvæntist Steinunni Guðmunds- dóttur, f. 20.10. 1950, d. 2.11. 2002. Börn þeirra eru: a) Edda Vikar sálfræðingur, f. 28.8. 1970, maki Jón Örn Guðmunds- son, börn þeirra eru Guðmundur Vikar og Steinunn Vikar b) Þóra Vikar förðunarfræðingur, f. 30.4. 1976, maki Jahmel Toppin. Eiginkona Guðmundar Vikar er Guðrún Garðars, f. 10.12. 1956, „Dauðinn er hvorki ljós né myrkur, hann er bara allt annað en líf.“ Þannig hefst bókin Hjarta mannsins eftir Jón Kalman. Nú þegar pabbi er dáinn er margs að minnast úr lífi hans. Fyrstu minningar mínar eru úr Mjölnisholtinu en þar bjuggu for- eldrar mínir og við systkinin í húsi sem föðurafi minn, Sigurður Ágúst, og amma Gíslína byggðu fyrir sig og fjölskylduna. Þar hóf pabbi rekstur smíðaverkstæðis í bakhúsi á lóðinni. Þegar ég var fjögurra ára flutti fjölskyldan í Kópavog. Þar reisti pabbi hús í Hlégerði sem hann teiknaði og byggði sjálfur enda var hann lærð- ur húsgagna- og húsasmiður og hafði jafnframt lært húsgagna- og innanhússarkitektúr í Danmörku. Hann hannaði líka og smíðaði öll húsgögn og innréttingar í húsið. Sérstaklega eru minnisstæðir borðstofustólar og borð þar sem saman fór nútímanleg hönnun og vandað handverk. Einn af þessum stólum er nú í eigu Hönnunarsafns Íslands. Pabbi var einn af stofn- endum Félags húsgagna- og innan- hússarkitekta árið 1955 og starfs- ferill hans er samofinn framleiðslu- og hönnunarsögu innréttinga og húsgagna á árunum eftir stríð. Verkstæði pabba dafnaði og hann byggði nýtt iðnaðarhúsnæði í Ármúlanum, þar sem framleidd voru húsgögn, innréttingar og úti- hurðir. Ég minnist þess úr æsku að hafa fengið að fara með pabba á sunnudegi þegar hann þurfti að sinna einhverju verkefni. Fyrir ut- an verkstæðið var stór sandhrúga sem ég horfði löngunaraugum til. Pabbi var ekki lengi að skjótast inn á verkstæðið og smíða skóflu sem hann að vörmu spori kom með og færði mér. Þetta litla atvik lýsir pabba vel, alltaf fljótur að bjarga málum og nú gat ég hlaðið sand- kastala á meðan hann sinnti erindi sínu. Við inngöngu Íslands í EFTA árið 1970 var verslun gefin frjáls og tollar felldir niður á innfluttum inn- réttingum og húsgögnum. Þá sér pabbi blikur á lofti. Hann ákveður að hætta rekstri verkstæðisins og hóf störf hjá Reykjavíkurborg. Lengst af hafði hann umsjón og eftirlit með viðhaldi á skólabygg- ingum borgarinnar. Á sínum yngri árum spilaði pabbi handbolta og æfði hlaup með ÍR með góðum árangri. Seinna tók veiðimennskan við. Pabbi og mamma voru ötulir stangveiði- menn og þær voru ófáar veiðiferð- irnar á sumrin sem við systkinin fórum með þeim í. Gengið var upp og niður með ánum og veiðistaðir kannaðir. Þarna lærðum við að lesa í árnar og náttúruna og ekki síst að umgangast hvort tveggja af nær- gætni og virðingu. Móðir mín lést fyrir um það bil tíu árum eftir erfið veikindi. Þá kom í ljós trygglyndi og æðruleysi pabba en hann annaðist hana til hinsta dags. Þau voru afar sam- rýnd og andlát mömmu var honum þungbært en hann bar harm sinn í hljóði og kveinkaði sér aldrei. Þannig var pabbi. Þegar hann var orðinn einn urðu samverustundir okkar pabba tíðari. Við hittumst gjarnan og fengum okkur kaffisopa eða snarl saman. Þá var margt rætt, ekki síst þjóðfélagsmálin, sem voru honum hugleikin en á þeim hafði hann ákveðnar skoðan- ir. Við Dennis munum sakna þess- ara samverustunda með honum. Hjördís. Tengdafaðir minn, Sigurgísli Sigurðsson, er fallinn frá. Þrátt fyr- ir háan aldur, eða 88 ár, var hann ótrúlega kraftmikill alveg fram á síðasta dag. Heimilið sem hann og Edda bjuggu sér í Gullsmáranum var honum kærkomið og Sigurgísli lagði mikið upp úr því að dvelja þar síðustu árin. Heimahjúkrun í Kópavogi sinnti honum mjög vel í Gullsmáranum og vil ég þakka þeim fyrir góða og fagmannlegu vinnu. Það má með sanni segja að Sig- urgísli hafi verið þúsundþjalasmið- ur því það var alveg sama hvar bor- ið var niður í handverki þá var Sigurgísli liðtækur, hvort sem var um að ræða húsgagnasmíði, park- etlagnir eða smíði á útihurð, þá sýndi hann ótrúlega útsjónarsemi við smíðavinnunna. Eftir hann liggja fjölmargir fallegir smíðam- unir, meðal annars heilmikið borð- stofuborð og stólar sem prýða heimili okkar Sjafnar. Ég þurfti þó að sjá á eftir einum af þessum fal- legu stólum þar sem hann er nú varðveittur á Hönnunarsafni Ís- lands. Þegar ég kom fyrst inn á heimili Sigurgísla og Eddu í Hlé- gerðinu þá var mér tekið afar vel. Þar mætti ég hlýju og virðingu frá Sigurgísla og Eddu. Ég fann strax að Sigurgísli væri traustur og góð- ur maður sem ég átti eftir að hafa mikil og góð samskipti við. Sigur- gísli kynnti mig fyrir laxveiðilist- inni, fluguveiðinni og fluguhnýting- unum. Það má með sanni segja að fengsælar veiðiferðir með Sigur- gísla og fjölskyldunni í Selá í Vopnafirði fyrir tæpum 30 árum hafi verið minnisstæðar þar sem við drógu hvern stórlaxinn upp á fætur öðrum og allt undir 12 pund- um þótti smátt og varla var tekið eftir því þegar slíkir tittir komu á land. Sigurgísli kenndi mér og börnum mínum fjölmargt um lax- veiðar sem við búum vel að og oft hvarflar hugurinn að gamla mann- inum þegar við stöndum á árbakk- anum fjölskyldan og veiðin er treg og þá er stundum spurt: „Hvað heldur þú að afi Sigurgísli og amma Edda hefðu gert núna?“Þörfin á að takast á við spennandi og krefjandi verkefni var Sigurgísla í blóð borin. Mikið var ég hissa þegar Sigurgísli og Edda tóku upp á því komin á sjötugsaldur að hressa upp á kunn- áttuna á svigskíðum og skelltu sér í Kerlingarfjöll á námskeið og síðar í fjölmargar skíðaferðir til Austur- ríkis. Sigurgísli fylgdist alltaf vel með fréttum og umræðum á Alþingi. Hann hafði skoðanir á þróun þjóð- mála og sýn Sigurgísla á gamla og nýja tíma kemur oft upp í hugann þegar rætt er um málefni líðandi stundar. Haftaárin eða tíminn í kringum 1950 þegar gjaldeyris- skortur var allsráðandi var honum minnisstæður og mótaði lífssýn hans á þjóðfélagið. Á þessum tíma byggði hann upp fyrirtækið sitt og bjó hann því yfir reynslu sem hann taldi að ætti að varðveita, miðla til komandi kynslóða og læra af. Blessuð sé minning Sigurgísla Sigurðssonar tengdaföður míns. Stefán Jökull Sveinsson. Í dag kveðjum við elsku afa okk- ar, Sigurgísla Sigurðsson. Afi Gísli átti langa og góða ævi. Hann var mikill íþrótta- og útivist- armaður og minningar um hann tengjast skemmtilegum ferðalög- um á sumrin, skíðaferðum á vet- urna og svo auðvitað ævintýralegu heimili þeirra afa og ömmu í Hlé- gerði. Afi var í eðli sínu rólyndis- maður og mjög barngóður. Þegar við systurnar dvöldum hjá honum og ömmu í bernsku fengum við að vera virkir þátttakendur í því sem hann fékkst við hverju sinni. Við fylgdumst með honum hnýta flug- ur fyrir veiði og fengum að prófa sjálfar, unnum í garðinum við að reyta arfa og gróðursetja og horfð- um á hann stússast í litla smíða- verkstæðinu í bílskúrnum með kaffið sitt góða. Þar lærðum við til að mynda að gera við sprungið dekk á hjóli. Mesta spennan var þó að fá að vaka lengi og tína maðka með afa í garðinum á sumrin. Afi og amma áttu einstaklega fallegt samband. Heimilislífið ein- kenndist af fjöri, vinnusemi og samvinnu. Þau voru bæði mjög list- ræn og því var heimili þeirra alltaf áhugavert, litríkt og hlýlegt. Eftir að amma féll frá lagði afi mikla áherslu á að viðhalda þessum sama hlýleika. Sjálfur fann hann góðar leiðir til þess að halda minningu ömmu lifandi og til að mynda voru ljósmyndir af henni og fjölskyld- unni um allt á flestum veggjum heimilisins sem öllum fannst gam- an að skoða. Elsku afi, nú ertu kominn til ömmu og nú líður þér vel. Við mun- um alltaf sakna þín. Edda og Þóra. Elskulegur afi okkar, Sigurgísli, hefur kvatt okkur ástvini sína. Afi var hávaxinn og beinn í baki með hlýja hönd og fyrir okkur afastráka var gott að setja hönd í lófann. Afi var frjór listamaður og heimilið þeirra ömmu og afa í Hlégerði bar handbragði hans fagurt vitni, glæsileg húsgögn sem hann smíð- aði voru í flestum herbergjum hússins. Hlégerði 20 var mikið fjöl- skylduhús og við bræður gistum þar oft sem peyjar og var þar glatt á hjalla. Við fengum að handfjatla verðlaunapeninga hans sem hann hafði fengið á íþróttamótum hér heima og erlendis. Afi Sigurgísli var mikill íþróttamaður, langhlaup- ari, handboltamaður, skíðamaður og laxveiðimaður og draumur okk- ar bræðra var að verða eins og hann. Okkar fyrstu minningar um afa eru líka um ömmu Eddu því þau voru samrýnd hjón og kunnu að njóta lífsins saman og umvöfðu okkur bræður. Nú eru þau bæði farin til annarra vídda og eftir sitja minningarnar sem móta allt okkar líf. Elsku afi, við bræður kveðjum í hinsta sinn og með söknuði. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Þínir Orri og Gísli. Elsku afi okkar. Afi Sigurgísli var alltaf stór hluti af okkar lífi. Við systkinin gátum alltaf treyst á afa. Hann var alltaf mjög liðlegur og reiðubúinn til að skutla okkur áður en við fengjum bílpróf. Afi og amma tóku oft á móti okkur þegar við komum heim úr skólanum með pönnukökum eða öðru bakkelsi. Afi hafði mikil áhrif á okkur systkinin þar sem hann var mikill keppnismaður og gafst aldr- ei upp fyrr en í fulla hnefana. Afi lærði á skíði á gamals aldri eða um 60 ára og það gerði hann til að geta farið til Austurríkis á skíði og notið þess að vera í Ölpunum með ömmu. Afi var íþróttamaður af lífi og sál og áttu íþróttirnar stóran þátt í lífi hans. Hann var hlaupari, hand- boltamaður, veiðimaður, mikið á skíðum og áhugamaður um fót- bolta. Við systkinin sáum oft um að aðstoða hann við að prenta út dag- skrána í enska boltanum og stöðu liða. Afi hafði ávallt mikinn áhuga á öllum tækjum og átti tölvu sem hann notaði mikið. Við systkinin aðstoðuðum hann oft við tölvuna og það var gaman að sjá hvað hann lagði mikið á sig til að geta tekið þátt í tækniþróuninni og ferðast um heiminn á internetinu. Okkur þótti alltaf gaman að geta hjálpað afa, hann var alltaf jafn þakklátur fyrir hjálpina. Afi og amma fóru með okkur í ófáar ferðirnar að veiða og í útilegur. Það var alltaf jafn gaman þegar afi og amma fóru með okkur að veiða í Elliðavatni eða pútta. Við systkinin fórum sjaldan heim með öngulinn í rass- inum þar sem afi sá alltaf til þess að svo færi ekki, jafnvel þó hann þyrfti að vaða lengst út í vatn til þess að rétta okkur stöngina þegar fiskur væri kominn á agnið. Við kveðjum afa okkar með söknuði en erum um leið þakklát fyrir allar góðu sam- verustundirnar sem við áttum sam- an. Tinna og Snorri. Sigurgísli Sigurðsson ✝ Ástkær dóttir okkar, systir og barnabarn, REBEKKA ÞÓRHALLSDÓTTIR, lést laugardaginn 17. desember. Útförin hefur farið fram. Þökkum auðsýnda samúð og stuðning. Þórhallur Guðlaugsson, Dagbjört Halla Sveinsdóttir, Sveinn Guðlaugur, Hafdís Sara, Sveinn Gústavsson, Erla Ingólfsdóttir, Guðlaugur Þorgeirsson, Hafdís Þórhallsdóttir. ✝ Elskuleg systir okkar, ELVA FINNBOGADÓTTIR, Mýrarási 2, Reykjavík, lést á heimili sínu fimmtudaginn 22. des- ember. Útförin fer fram frá Seljakirkju fimmtu- daginn 5. janúar kl. 15.00. Systkini og aðrir aðstandendur. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÁGÚST EINARSSON, Rituhólum 13, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut að morgni aðfangadags. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 5. janúar kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Styrktarfélag krabba- meinssjúkra barna. Ragnhildur Björg Guðjónsdóttir, Jóhannes Ágústsson, Hreinn Ágústsson, Andrea Brabin, Kristinn Þórðarson og barnabörn. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SVAVAR GUÐNI GUÐNASON, Hraunbæ 26, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut föstudaginn 30. desember. Útför hans fer fram frá Árbæjarkirkju föstu- daginn 6. janúar kl. 13.00. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á samtökin Heilaheill. Andrés Svavarsson, Þóra Stephensen, Kristín S. Svavarsdóttir,Viðar Gíslason, Guðni B. Svavarsson, Kristín G. Ólafsdóttir, Rannveig Beiter, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, ÁSGEIR H. EINARSSON fyrrv. skrifstofustjóri, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 5. janúar kl. 13.00. Fyrir hönd aðstandenda, Guðrún, Ólöf Birgitta, Ása Margrét, Auður, Hulda Sjöfn og Ólafur Sólimann. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HERDÍS HINRIKSDÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni föstudaginn 23. desember. Jarðarförin fer fram frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 4. janúar kl. 15.00. Anna Sigríður Einarsdóttir, Pétur Pétursson, Þórunn Ágústa Einarsdóttir, Hjörtur Ingþórsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.